Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Page 13
ar, málflutnings og þóknunar. Þá ber loks að leggja á það áherslu, að íslenskur réttur gerir ráð fyrir því, að hlutverk verjanda sé tiltölulega sjálfstætt og hlutlægt gagnvart bæði sakborningi og dómstólum (hlut- læg varnarkenning), sbr. 1. mgr. 86. gr. oml. 1 því felst m.a., að verjandi er einungis bundinn af óskum og kröfum sakbornings, þegar um mikil- væg atriði er að tefla. II. HLUTVERK OG STAÐA VERJANDA í RÉTTARKERFINU. I réttarfarsritum hafa verið settar fram tvær andstæðar kenningar um hlutverk verjanda í sakamálum, hlutlæg og huglæg varnarkenn- ing.G) 1) Hin hlutlæga varnai’kenning felur í sér það meginsjónarmið, að það sé hlutverk verjanda eins og ákæruvaldsins að stuðla að efnislega réttri og réttlátri dómsniðurstöðu, sbr. 79. og 86. gr. oml. I greinargerð með XI. kafla upphaflegu laganna um meðferð opinberra mála nr. 27/1951 segir svo um þetta atriði: „Ætlazt er til, að þeir (verjendur) hlutist til um, að atriði, er skjólstæðingi þeirra má til málsbóta verða, verði í ljós leidd, en gæti þess jafnframt að vinna ekki gegn því, að hið sanna og rétta komi fram.“6 7) Verjandi er bundinn af annarri mikilvægri skyldu, trúnaðarskyldunni gagnvart sökunaut. Þessar tvær meginskyld- ur, sem ekki eru alltaf samrýmanlegar, verður að sætta á sómasamleg- an hátt. Ekki verður til þess ætlast, að verjandi vinni beinlínis að því að fá skjólstæðing sinn sakfelldan með vitnaleiðslum og málflutningi, af því að hann veit eða er sannfærður um sekt sökunauts. Kenningin er líka ófullnægjandi að því leyti, að sjaldnast er um nokkra efnislega rétta niðurstöðu að ræða, og um réttlætið má alltaf deila. Meðferð op- inberra mála hefur það reyndar að meginmarkmiði að leita hins hlut- ræna sannleika að því er málavexti varðar,8) en um ákvörðun viður- laga ræður mat dómarans miklu. I mörgum málum er lítið deilt um málavexti, heldur snýst málflutningur mest um lagaatriði og hvernig meta beri atvik og aðstæður sökunauts til mildunar eða þyngingar (skil- orð eða ekki skilorð, refsilækkun eða refsihækkun, málsbætur eða þyngingarástæður o.s.frv.). Þegar málflutningur snýst um ákvörðun viðurlaga, nýtur sín betur en ella hinn huglægi hagsmunaþáttur varn- arinnar. 6) Sjá Stephan Hurwitz 1959, 148-150. 7) Alþt. 1948 A, 76. 8) Jónatan Þórmundsson 1979, 13. 219

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.