Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Síða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Síða 33
varpinu er og tekið fram, að 93. gr. eigi við „ýmis málefni ríkisins". Hitt er svo annað mál, hvort æskilegt er, að þessi þagnarskylda sé víðtækari, sbr. 126. gr. 1. 85/1936, þannig að ekki sé verulegur munur á þagnarskyldu að þessu leyti eftir því, hvort um einkamál eða opin- bert mál er að ræða. I Hrd. XXXVI, bls. 649, reyndi á 2. mgr. 93. gr. oml., er bankastjóri ríkisbanka var krafinn vitnisburðar í tengslum við meiðyrðamál. Synjað var um vitnisburðinn þegar af þeirri ástæðu, að leyfis hlutað- eigandi ráðherra hafði ekki verið aflað. Var því ekki skorið úr álita- efni því, sem að ofan greinir. 5) Inntak þagnarskyldunnar. Lítið verður ráðið af ákvæðum rétt- arfarslaga og 230. gr. hgl., hvað í þagnarskyldunni felst, hversu víð- tæk hún er að efni til. Það ræðst einkum af eðli máls og hefðbundn- um skýringum á refsiákvæðunum, hvaða athafnir eða athafnaleysi felst í orðunum segir frá, sbr. 230. gr. hgl. Þagnarskylda felur það í sér, að óheimilt er að skýra óviðkomandi aðilum opinberlega eða í einkasamtölum, munnlega eða skriflega, frá þeirri vitneskju, sem skyldan tekur til.43) Staðfesting upplýsinga, sem fyrirspyrjandi ber undir þagnarskyldan mann, getur verið brot á þagnarskyldu. Opinber birting mundi vera refsiþyngjandi atriði. Líta verður svo á, að þagnarskyldan sé alger, þ.e. taki til allra, sem hinn þagnarskyldi hefur samskipti við, þ.á m. fjölskyldu og vina, og eru ekki þegar kunnugir málavöxtum né eiga rétt á upplýsingum (söku- nautur sjálfur). Sama er að segja um stéttarbræður, sem bundnir eru sams konar þagnarskyldu um það, sem þeim er trúað fyrir, hvort sem það eru lögmenn, læknar eða aðrir.44) Skyldan útilokar ekki, að verj- andi geti rætt við starfsbræður eða sérfræðinga um vandamál skjól- stæðings eða leitað upplýsinga, ef nafnleyndar er gætt og það er gert innan þeirra marka, sem samrýmast mai'kmiði þagnarskyldunnar. Hins vegar telst sökunautur ekki óviðkomandi í þessu tilliti og tæp- ast foreldrar eða aðrir, sem fara með foreldravald eða lögráð ósjálf- ráða manns. Upplýsingar varðandi lögaðila má kynna stjórn hans eða öðrum þeim, sem að lögum koma fram fyrir hönd hans. Stundum er líka lögbundin upplýsingaskylda, sem takmarkar þágnarskylduna, t.d. 94. og 115. gi'. 1. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt (upplýsinga- skylda — eða heimild gagnvart ákveðnum yfirvöldum og stofnun- urn) .45) 43) Sbr. Stcphan Hurwitz 1955, 65. 44) Sjá Georg Lous 1960, 48-49; Betænkning nr. 998/1984, bls. 96. 45) Betænkning nr. 998/1984, bls. 97-98. 239

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.