Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Page 34

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Page 34
Sá, sem þagnarskyldur er, skal gæta þess, að trúnaðarskjöl eða bréf liggi ekki á glámbekk, þannig að óviðkomandi aðilar geti kynnt sér efni þeirra. Slíkt skeytingarleysi getur talist brot á 230. gr. hgl. (óbeint athafnaleysi). Þagnarskyldubrot getur verið fólgið í því að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings eða nota trúnaðarupplýsirigar í því slcyni, sbr. 136. gr. hgl. Hliðstætt ákvæði er hins vegar ekki að finna í 230. gr. hgl., svo að gagnálykta verður frá því á þann veg, að slíkt sé refsilaust eftir þessu ákvæði. Þagnarskylda verjanda er í meginatriðum sú sama, hvert sem af- brotið er. Hún er jafnrík í manndrápsmáli sem ölvunarakstursmáli. 6) Takmarkanir á þagnarskyldu. Átt er við frávik frá skyldunni samkvæmt skráðum eða óskráðum réttarreglum, enda þótt skilyrðum hér að framan sé fullnægt. 1 hinum almennu þagnarskylduákvæðum er ekki önnur takmörkun tilgreind en sú, að þagnarskylda tekur skv. 1. mgr. i.f. 86. gr. oml. ekki til atriða, sem almenningi eru þegar kunn. Er sjálfsagt að skýra þetta þröngt, þannig að einungis sé átt við vitneskju, sem verjandi fær í starfi sínu með öðrum hætti en trúnað- arsamtali við sökunaut. Einkamál geta ekki talist leyndarmál háð þagnarskyldu, ef þau eru almenningi kunn, en til þess að svo verði talið, verður vitneskjan að hafa borist verulega út fyrir þann hóp, sem þagnarskyldur er, þannig að nánast hver sem er geti aflað sér þessarar vitneskju. Um raunverulega vitneskju skal vera að ræða, en ekki ein- ungis orðróm eða grun.40) Óskráðar reglur og reglur í öðrum lögum eru hér miklu þýðingar- meiri varðandi frávik frá þagnarskyldu, einkum hinar hlutrænu refsi- leysisástæður, svo sem neyðarvörn, neyðarréttur, samþykki og óbeð- inn erindrekstui'. Hin sérstöku refsiskilyrði 230. gr. hgl. verða athug- uð í lok þessa þáttar. Sá óskráði fyrirvari liggur að baki þagnarskyldunni, að bær aðili hafi ekki gefið samþykki sitt til frásagnar. Hafi sökunautur með gild- um hætti samþykkt frávik, í hvaða mynd sem er, er uppljóstrun trún- aðarefnis innan marka samþykkisins lögmæt og því refsilaus, en kann engu að síður að brjóta gegn siðareglum lögmanna. Enn fremur getur réttmæt villa verjanda varðandi samþykki leitt til sýknu. Oft er um þegjandi samþykki að ræða, t.d. ef sökunautur óskar eftir því, að haft sé samráð við tiltekna aðila eða verjandi telur slíkt nauðsynlegt, án þess að sökunautur andmæli því. Hvorki eftirfarandi né hypotetiskt 46) Árni Tryggvason 1952, 52-53. 240

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.