Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Page 50
Hafi slíkt starfsfólk verið ráðið hjá sama atvinnurekanda í þrjú ár samfellt skal það, auk þess sem í 1. mgr. segir, halda dag- launum sínum í einn mánuð, en í tvo mánuði eftir fimm ára sam- fellda ráðningu hjá sama atvinnurekanda. — Auk þeirra rétt- inda, sem fastráðið verkafólk nýtur skv. 1. og 2. mgr., skal það, er forföll stafa af vinnuslysi eða atvinnusjúkdómi, halda dag- vinnulaunum í allt að þrjá mánuði eins og í 4. gr. segir.“ I athugasemdum við lagafrumvarp þetta, er það var lagt fram á Alþingi, segir að það sé flutt í samræmi við þau fyrirheit sem ríkis- stjórnin gaf launþegasamtökunum um umbætur í félags- og réttinda- málum samfara setningu laga um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gégn verðbólgu nr. 103/1978. Lögin hafi því verið sett til þess að bæta að hluta áorðna kjaraskerð- ingu og feli því í sér raunverulegar kjarabætur launþegum til handa. Með greindum lögum nr. 19/1979 var m.a. verið að tryggja almennu verkafólki verulega rýmri rétt vegna veikindaforfalla og í slysatilfell- um en það áður hafði, svo sem fram komi í tilvitnuðum 4. og 5. gr. lag- anna. Með 4. gr. laga nr. 19/1979 séu lögfest þau nýmæli að öllu verka- fólki sem forfallist frá vinnu vegna vinnuslysa eða atvinnusjúkdóma séu tryggð dagvinnulaun í allt að 3 mánuði án tillits til starfstíma. I 5. gr. laganna sé kveðið á um rétt fastráðins verkafólks sem unnið hef- ur í eitt ár eða lengur hjá sama atvinnurekanda til launa í veikinda- og slysatilfellum, og sé þar fyrir mælt um verulega aukinn rétt frá því sem áður var. Við úrlausn málsins þyki verða við það að miða að stefnandi, sem gegnt hafi aukastarfi sínu hjá Reykjavíkurborg um 10 ára skeið og aðalstarfi við vinnu hjá stefnda í meira en 5 ár, hafi gagnvart báðum vinnuveitendum sínum áunnið sér réttindi til launagreiðslna í slysatil- felli samkvæmt 5. gr. laga nr. 19/1979, enda virðist sem honum hafi verið greiddar slysabætur af Reykjavíkurborg í samræmi við það. Þá komi til athugunar það álitaefni hvort réttur til slysabóta vegna vinnuslyss hjá einum vinnuveitanda útiloki bótarétt hjá öðrum atvinnu- veitanda vegna sama slyss. 1 1. mgr. 5. gr. laganna sé kveðið á um for- föll frá vinnu vegna sjúkdóma eða slysa án nánari skilgreiningar eða takmörkunar, og eigi sé lagaákvæði þetta nánar skýrt eða takmarkað af öðrum ákvæðum laganna varðandi sjúkdóms- eða slysatilfelli. 1 at- hugasemdum lagafrumvarpsins við áðurnefnda 5. gr. þess segi m.a. svo: „Allar þessar greiðslur skal atvinnurekandi inna af hendi, þótt veikindi séu óviðkomandi þeirri vinnu, sem launþeginn stundar, og 256

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.