Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Qupperneq 67

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Qupperneq 67
sendinefndir hafa farið til viðræðna við ríkisstjórnir, til að fylgjast með réttar- höldum eða til að kynna sér ástand og aðstæður. Af þessum 28.000 málum hafa 23.711 verið afgreidd ef miðað er við árs- byrjun 1985. Þar af voru margir fangar látnir lausir fyrir lok refsitíma, aðrir losnuðu þegar almenn náðun eða sakaruppgjöf var veitt, enn aðrir sátu út allan tímann. Sumir dóu eða voru drepnir í fangelsum. En Amnesty leggur ekki megináherslu á höfðatöluna og fer varlega í að þakka sér farælar lausnir. Ef krafist er mælistiku á gildi Amnesty, þá er hún helst sú þörf sem tvimæla- laust er fyrir þessi samtök; á hverjum degi berast hjálparbeiðnir, skýrslur og skilaboð frá föngum. Árangurinn birtist ekki í tölum heldur f umsögnum eins og þessari, sem rituð er af fanga frá Benin daginn sem honum var sleppt: ,,Ég er frjáls. Ég var látinn laus i kvöld. Ég fullvissa ykkur um að ég á það ykkur að þakka, ég á ykkur líf mitt að launa. Það er víst að meðan maður Iffsanda dregur þarf aldrei að örvænta. Sigurinn er algerlega ykkar, ykkar verkamannanna óþreytandi. Á þessu augnabliki hefst nýr þáttur i lífi rnínu." Þær vonir sem samtökin hafa vakið fara alltaf vaxandi, fleiri og fleiri fangar og ættingjar þeirra kalla á hjálp frá Amnesty International, og allt kostar þetta fé. í lok fyrsta ársins nam ársreikningur samtakanna 6.040 enskum pundum en fjárhagsáætlun ársins 1986 er upp á 6.000.000 pund. Samt er þetta aðeins brot af þeirri fjárhæð sem talið er að ríkisstjórnir eyði f fangelsi, leynilega pyntingastaði og dauðasveitir. Það fé sem samtökin fá kemur að langmestu leyti frá félagsmönnum þeirra. Landsdeildirnar greiða þannig ákveðinn hundr- aðshluta af tekjum sfnum til aðalstöðvanna. Tekjur landsdeildanna byggjast á árgjöldum og fjársöfnunum. Mjög strangar reglur eru um fjáröflun samtak- anna, enda ein meginforsenda þess að samtökin haldi hlutleysi sínu og trú- verðugleika. Mestum hluta fjársins er varið til hjálparstarfs. En hver eru þessi mál sem samtökin vinna að, m.ö.o. hvert er verksvið þeirra og hvað merkir hugtakið samviskufangi? Með það að leiðarljósi að allir menn hafi rétt til að hafa skoðanir og til að tjá sannfæringu sína og að þeim beri jafnframt skylda til að virða frelsi annarra til þessa, þá er það markmið samtakanna að vinna að því, að Mannréttinda- sáttmáli Sameinuðu þjóðanna sé virtur um allan heim. Það veldur stundum misskilningi að samtökin skuli ekki taka á öllum mannréttindamálum, en með lögum sínum hafa þau sniðið sér þröngan stakk í þeim tilgangi að dreifa kröftunum sem minnst, og þau hafa sniðið stakk sinn á þann veg að allir geti klæðst honum. Verksviði samtakanna má lýsa með þremur meginreglum: 1. að vinna að lausn samviskufanga, en svo nefnast þeir sem fangelsaðir hafa verið eingöngu vegna trúar sinnar, stjórnmálaskoðana eða ann- arrar sannfæringar, kynferðis sins, þjóðernis, uppruna, litarháttar eða tungu; og að því gefnu að þeir hafi sjálfir hvorki beitt ofbeldi né hvatt til þess. 2. að vinna að því að allir pólitískir fangar hljóti tafarlausa og réttláta dómsmeðferð. 3. að vinna gegn dauðarefsingum, pyntingum og hvers konar illri með- ferð fanga án tillits til þess hver í hlut á. Nú hefur baráttan gegn pyntingum staðið í þrettán ár og af auknum krafti nú hátt á annað ár, en þrátt fyrir það dregur dimma illskunnar enn tjald sitt 273
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.