Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 3
TIMARIT ’-w LÖGFRÆÐINGA 3. HEFTI 41. ÁRGANGUR OKTÓBER 1991 DÓMARAFÉLAG ÍSLANDS 50 ÁRA Þann 10. október 1991 verður Dómarafélag íslands 50 ára. Það er ánægjuefni að fá tækifæri til þess að fylgja úr hlaði því hefti Tímarits lögfræðinga sem helgað er sögu þess. Þegar núverandi stjórn félagsins fór að huga að gögnum félagsins varð hún þess áskynja að ritun sögu þess hafði verið á dagskrá alllengi eða í 25 ár. Taldi stjórnin við hæfi að hrinda í framkvæmd áformum um söguritunina við þessi tímamót. Þegar svipast var um eftir söguritara var sú leið farin að leita út fyrir raðir félagsmanna. Að ráði varð að Davíð Þór Björgvinsson lektor tæki verkið að sér. Það er mat stjórnarinnar að honum hafi farist það vel úr hendi. Hugmynd stjórnarinnar var upphaflega sú að gefa út sögu félagsins í sérstöku afmælisriti sem hefði einnig að geyma greinar eftir kunna fræðimenn á sviði lögfræðinnar. Úr því varð ekki vegna mikils kostnaðar sem óhjákvæmilega fylgir slíkri útgáfu. Því hefði orðið erfitt um vik hefði félagið ekki notið velvildar stjórnar Lögfræðingafélags íslands sem samþykkti að helga afmælinu eitt hefti tímaritsins. Kann stjórnin Lögfræðingafélaginu bestu þakkir fyrir þessa afmælis- gjöf- Þegar saga Dómarafélags íslands er skoðuð má sjá að í starfsemi félagsins eru ákveðin kaflaskipti eða starfsskeið og að mismunandi áhersluatriði hafa fylgt hverju skeiði. Er ekki ástæða til þess að rekja það nánar hér. Á aðalfundi Dómarafélags íslands haustið 1990 var stjórn þess falið í samráði við stjórn Sýslumannafélags íslands og stjórn Dómarafélags Reykjavíkur að gera drög að breytingum á lögum félagsins vegna gildistöku laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði og áhrifa þeirra breytinga á starfsemi félagsins. Þegar þetta er ritað hefur stjórnin samþykkt drög að lagabreytingum sem lögð verða fyrir næsta aðalfund. Nái þær fram að ganga munu verða enn ein kaflaskipti og sennilega þau afdrifaríkustu í sögu félagsins til þessa. Það sem 10 161

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.