Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Blaðsíða 41
ins og eflaust bæjarfógetaembættunum líka.“59 Þá má nefna hér að á aðalfundi 1980 voru í fyrsta sinn erlendir gestir, þeir dr. Curt Olsson forseti Hæstaréttar Finnlands og Svend Aage Christensen, formaður danska dómarafélagsins. Flutti sá fyrrnefndi m.a. fyrirlestur um skipan dómstóla í Finnlandi.60 Fyrirlestr- ar af þessu tagi hafa allt til dagsins í dag verið fastir liðir á aðalfundum félagsins. Strax á fyrsta starfsári stjórnarinnar sem kosin var á aðalfundi 1977 var bryddað upp á nýjung í starfsemi félagsins sem síðan hefur verið fastur og mikilvægur liður í starfsemi þess. Hér var um að ræða sérstakt málþing um dómasamningu sem haldið var 15. apríl 1978. Var málþingið haldið í félagsheim- ilinu Stapa og tóku 53 félagsmenn þátt í því. í skýrslu stjórnarinnar fyrir starfsárið 1977-1978 segir að stjórnin hafi verið ánægð með reynsluna af þessari nýbreytni og að hún hafi markað sér þá stefnu að efna a.m.k. til eins málþings á hverju vori, þar sem fjallað væri um valin efni í réttarfari eða á öðrum sviðum sem sérstaklega varða dómara. Stjórnin stóð við þessi fyrirheit og um vorið árið eftir var haldið annað málþing um dómstólaskipan landsins og hugmyndir um breytingar á henni. Aðalræðumaður á því málþingi var Mogens Hornslet dómari í Östre Landsret í Danmörku, sem kom til landsins í boði félagsins. Þetta var í fyrsta skipti sem félagið bauð til sín dómara frá öðru landi gagngert til fyrirlestrahalds. Þátttaka á málþinginu var ágæt og þótti það takast vel. Seinna á árinu, nánar tiltekið í nóvember, var haldin sérstök námstefna á vegum félagsins við allgóðar undirtektir félagsmanna. Viðfangsefnið þar var „stjórnun og rekstur dómaraembætta.“62 Á aðalfundi 1981 var enn bryddað upp á nýjungum. Þá var haldin sérstök námstefna um meðferð einkamála í héraði í tengslum við aðalfundinn. Námstefnan var haldin í samvinnu Lögfræðingafélags íslands, Dómarafélags íslands og Lögmannafélags íslands. Tilefni námstefnunnar að þessu sinni voru breytingar á lögum um meðferð einkamála í héraði nr. 85/1936 með lögum nr. 28/1981. Námstefnan stóð í tvo daga. Málþing og námstefnur af þessu tagi hafa síðan verið fastur liður í starfsemi félagsins og afar mikilvægur.63 59 Sjá fundargerð 1979, s. 9. 60 Sjá fundagerð 1980, s. 4. 61 Sjá skýrslu fyrir starfsárið 1977 - 1978, s. 2. 62 Sjá skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 1978 - 1979, s. 3 - 4. 63 Málþingin eru sem hér segir: 9. maí 1981, málþing f samvinnu við Lögmannafélag íslands haldið í Valhöll á Þingvöllum. Þar var rætt um samskipti Iögmanna og rannsóknarlögreglu, aðstöðu lögmanna við dómaraembættin og ákvörðun málskostnaðar. 5. júní 1982, málþing í Borgarnesi um meðferð opinberra mála. 4. júní 1983, málþing í Valhöll á Þingvöllum í samvinnu við Lögmannafé- lag fslands um lögin og verðbólguna. Árið 1984 tókst ekki að halda málþingið um vorið, en þess í stað var það tengt við aðalfund félagsins í nóvember það ár. Fjallaði málþingið um sifjaréttarleg málefni. 18. maí 1985, málþing í Valhöll á Þingvöllum í samvinnu við Lögmannafélag íslands um málsforræði og kröfur í dómsmálum. 12. mars 1988, haldinn sérstakur fundur Dómarafélags íslands og Lögmannafélagsins á Hótel Sögu í Reykjsvík um gæsluvarðhald. 3. júní 1989, málþing í samvinnu við Lögmannafélag íslands í Fólkvangi á Kjalarnesi um breytingar á lögum um meðferð einkamála í héraði sem urðu að lögum nr. 54/1988. 199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.