Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Side 7

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Side 7
1. INNGANGUR Við undirbúning 25 ára afmælis Dómarafélags íslands árið 1966 kom fyrst fram hugmyndin að því að skrifa sögu félagsins. Henni var fyrst hreyft af þáverandi formanni Hákoni Guðmundssyni og hefur verið all oft á dagskrá síðan.1 Segir Hákon að Jóhann Gunnar Ólafsson, einn af stofnendum félagsins, hafi verið fenginn til að skrá 25 ára sögu þess og að ætlunin sé að birta hana í Tímariti lögfræðinga. Ekki varð þó úr því að sagan væri rituð í þetta skipti. Aftur var reynt að fá Jóhann Gunnar til verksins um það leyti sem félagið varð 30 ára. Tók hann heldur dræmt í það þá og bar því við að verkið væri torsótt vegna heimildaskorts, enda væru nokkrar fundargerðir glataðar.2 Lá þetta mál nú niðri um nokkurt skeið, eða þar til Ármann Snævarr tók við formennsku í félaginu árið 1977. ískýrslu stjórnarfyrir starfsárið 1977-1978 errætt umnauðsyn þess að skrá sögu félagsins og að rétt væri að koma á fót ritnefnd og ráða menn til ritstarfa hið fyrsta. Par segir ennfremur að verkið sé ýmsum erfiðleikum bundið þar sem ýmis veigamikil gögn séu glötuð, þ.á m. fyrsta gerðabók félagsins.3 Síðan segir að stjórnin hafi þó fyrir sitt leyti ákveðið að gangast fyrir því að sagan verði rituð fyrir 40 ára afmæli félagsins árið 1981, eftir þeim heimildum sem tiltækilegar séu. Á stjórnarfundi í nóvember 1978 var í þessu skyni skipuð sérstök nefnd til að undirbúa söguritunina.5 Aftur er saga félagsins á dagskrá í skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 1979-1980. Þar kemur enn fram sá vilji að skrá sögu félagsins í tilefni af 40 ára afmæli þess.6 í skýrslu um starfsemi félagsins starfsárið 1980-1981 er málið eina ferðina enn tekið upp. Þar segir að hugmyndir um samningu draga til sögu félagsins hafi reynst örðugar í framkvæmd, en þó hafi nokkur undirbúningsvinna verið unnin og muni því starfi verða haldið áfram.7 Þrátt fyrir góðan vilja og áhuga varð þó ekki af því að sagan yrði rituð í tilefni af 40 ára afmælinu. Það var síðan í febrúar síðastliðnum að núverandi formaður félagsins, Valtýr Sigurðsson borgarfógeti, fór þess að leit við þann sem þetta ritar að hann tæki saman þætti úr sögu félagsins í tilefni af 50 ára afmæli þess. Eftir að hafa athugað tiltæk gögn félagsins frá fyrstu árum starfsemi þess sýnist mér að erfiðleikar á ritun sögu félagsins vegna heimildaskorts hafi verið nokkuð ýktir. Frá stofnun félagsins 1941 til 1964 voru aðalfundir aðeins haldnir annaðhvert ár. Gerðabók félagsins frá stofnun þess til ársins 1949 er að vísu glötuð, en tiltækar eru útskriftir af 3 aðalfundargerðum af 5 á þessu tímabili. Ein 1 Hákon Guðmundsson: „Frá Dómarafélagi fslands,-' Tímaril lögfræðinga 1966 (16), s. 107. 2 Gerðabók Dómarafélags íslands okt. 1971 - 1983, s. 2. 3 Sama heimild, s. 9. 4 Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 1977 - 1978, s. 5. 5 Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 1978 - 1979, s. 5. 6 Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 1979 - 1980, s. 7. 7 Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 1980 - 1981, s. 11. 165

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.