Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 54
Á VÍÐ OG DREIF Þann 29. apríl 1987 veitti Hamborgarháskóli Gunnari Jónssyni lögfræöingi doktorsnafnbót í lögum - Doktor der Rechtswissenschaft - Doctor juris - fyrir ritgerð um skóggang og fjörbaugsgarð. Ritgerðin var skrifuð undir handleiðslu dr. Götz Landwehr prófessors og nefnist „Die Friedlosigkeit (Waldgang und Lebensringzaun) in alteren islándischen Recht. - Verfahren, Erscheinungs- formen und Strafgrunde der Friedloslegung nach der Graugans und in den Sagas Dr. Gunnar er fæddur í Reykjavík 18. febrúar 1943, sonur hjónanna Matthildar Árnadóttur og Jóns múrarameistara Gíslasonar. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963, B.A.-prófi í frönsku og sagnfræði 1967, og síðan prófi í uppeldis- sálar- og kennslufræði frá Háskóla íslands, embættisprófi í lögum frá Iagadeild Háskóla íslands 1970 og B.A.-prófi í spænsku og rússnesku 1988. Hann hóf málflutningsstörf í Reykjavík 1970 - hdl. 1972 - en hefur síðan, auk málflutningsstarfa, gegnt kennslustörfum, unnið að skjalaþýðingum - löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur í frönsku 1970 - og fengist við byggingastarfsemi. Hann hefur réttindi sem flugmaður og loftskeyta- maður og hefur fengist við bókaþýðingar og stjórnmálasögu. Hann var við framhaldsnám við Hamborgarháskóla 1982 til 1983 en hefur stundað bygginga- vinnu og sjómennsku síðan 1988. 212

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.