Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Page 37

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Page 37
5.4.4 Erlend samskipti Samskipti félagsins við erlenda starfsbræður á þessu tímabili voru fremur lítil, a.m.k. miðað við það sem síðar átti eftir að verða. Á aðalfundi 1968 skýrði þáverandi formaður félagsins, Hákon Guðmundsson, frá því að hann hefði sótt ráðstefnu norskra dómara sem haldin væri þriðja hvert ár. Vék hann jafnframt að því að skapa þyrfti íslenskum dómurum betri aðstöðu til að eiga samskipti við erlenda stéttarbræður sína. Lítið varð þó úr því að unnið væri að þessum málum á því tímabili sem hér um ræðir. Þó má nefna ýmis atriði. Á aðalfundi 1968 var samþykkt að nota peningagjöf frá dómsmálaráðherra í tilefni af 25 ára afmæli félagsins til þess að stofna sérstakan utanfarasjóð.57 í sérstökum samþykktum sagði að tilgangur sjóðsins væri að styrkja félagsmenn Dómarafélags íslands til að sækja dómaraþing og lögfræðingamót erlendis. í fundargerðum er ekki að sjá að veitt hafi verið fé úr sjóðnum í þessu skyni á næstu árum eftir stofnun hans. Á árinu 1974 fékk félagið boð frá Evrópuráðinu í Strassborg um að senda fulltrúa á ráðstefnu sem halda átti á vegum ráðsins. Sótti Unnsteinn Beck, þáverandi formaður félagsins, ráðstefnuna. Stærsta verkefni félagsins á þessu sviði á tímabilinu var dómaraferð til Noregs í júní 1977. Það mun hafa verið á aðalfundi félagsins 1976 að skipuð var sérstök nefnd til að kanna möguleika á því að dómarar færu í hópferð til Norðurlanda til að kynnast réttarfari og starfsemi dómstóla. í nefndinni voru Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari, Hrafn Braga- son þáverandi borgardómari og Haraldur Henrýsson þáverandi sakadómari. Störfuðu þeir að málinu af kappi og festu fljótlega sjónir á Noregi. Var hugmyndinni vel tekið af norskum stéttarbræðrum og dómsmálayfirvöldum. Hinn 5. júní 1977 hélt svo 25 manna hópur íslenskra dómara til Noregs í náms- og kynnisferð. Með í för voru auk þeirra makar nokkurra dómaranna og skrifstofu- stjóri dómsmálaráðuneytisins.58 Var almenn ánægja með þetta framtak og töldu menn sig hafa haft gagn og gaman af. Ferð þessi var upphafið að víðtækari samskiptum íslenskra dómara við erlenda stéttarbræður. 5.5 Dómarafélag íslands frá 1977 Nokkur þáttaskil verða í sögu Dómarafélags íslands frá og með aðalfundi þess árið 1977. Ef lýsa á tímabilinu á undan verður því best lýst með því að nokkur deyfð hafi verið yfir félagsstarfinu. Það er engu líkara en að félagið eigi í nokkurs konar tilvistarkreppu og grundvöllur undir starfsemi þess sé ótraustur. Rétt eins og mönnum hafi gengi illa að finna því tilgang eftir því sem bein hagsmuna- og kjarabarátta varð minni þáttur í starfi þess. Þáttaskilin sem verða, felast í 57 Útskrift aðalfundargerðar 1968, s. 6. 58 Sjá ítarlega frásögn af ferð Dómarafélags íslands til Noregs í grein eftir Ólaf St. Sigurðsson í Tímariti lögfræðinga 1977 (27), s. 147 - 150. 195

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.