Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 20
stofnun lögfræðingasambands, útgáfu tímarits um lögfræðileg efni og mögulegt samstarf við Lögmannafélagið í því efni, útgáfu lagasafns og fleiri fagleg efni. Þá urðu nokkrar umræður um almenn málefni þjóðfélagsins. Segir m.a. í fundar- gerðinni að Sigurður Eggerz hafi rætt nokkuð um ástandsmálið. „Taldi hann nauðsyn til bera að sýslumenn og bæjarfógetar bindust samtökum um það að opna augu þjóðarinnar fyrir hættum þeim sem yfir vofa í þessu efni og vera á verði um þjóðerni og innra sjálfstæði þjóðarinnar.“ Nokkrar umræður urðu um ástandsmálið og „tóku allir fundarmenn í sama streng.“24 Sést af þessu að sýslumenn og bæjarfógetar höfðu ekki síður áhyggjur af ástandinu en aðrir. Á næstu árum eftir félagsstofnunina voru ýmis hagsmuna- og kjaramál mest áberandi á fundum félagsins, þótt ekki væru það einu málin sem rædd voru. Fyrirferðarmest á hinum fyrstu árum voru samskipti sýslumanna við Trygginga- stofnun ríkisins. Sýslumenn og bæjarfógetar höfðu með höndum margs konar umboðsstörf fyrir Tryggingastofnun ríkisins, svo sem að halda skrá yfir trygg- ingaskylda einstaklinga, útfylla og afhenda tryggingarskírteini, taka á móti umsóknum um bætur og afgreiða þær eftir fyrirmælum Tryggingastofnunar, innheimta framlög sveitarfélaga o.fl. Var á mörgum fundum fjallað um samn- inga við Tryggingastofnun um þóknun fyrir þessi störf. Árið 1946 gerði stjórn félagsins, f.h. félagsmanna, samning við Tryggingastofnun um umboðsstörfin. Á öllum aðalfundum næstu árin var þessi samningur til umræðu. Einnig má nefna embættisbústaðamálið sem var nokkuð áberandi, enda var það beinlínis bundið í lögum félagsins að það skyldi vinna að framgangi þess máls. Þá má nefna að einstakir félagsmenn leituðu umsagnar stjórnar félagsins um einstök deilumál sem þeir áttu í vegna þóknana fyrir unnin störf. Sem dæmi um þetta má nefna bréf stjórnar félagsins til bæjarfógetans í Neskaupstað dags. 26. október 1955 vegna ágreinings um rétt bæjarfógetans til innheimtulauna af uppboðsand- virði botnvörpungsins „Egils rauða“ sem fórst eftir að uppboðsaðgerðir hófust.25 Þó að slík hagsmuna- og kjaramál hafi vissulega verið mest áberandi þátturinn í starfsemi félagsins lét það sig fleira varða. Má i því sambandi nefna að venja var á aðalfundum að halda erindi um lögfræðileg efni. Sum þessara erinda voru raunar mjög tengd hagsmunum og kjarabaráttu sýslumanna og bæjarfógeta, sbr. t.d. erindi flutt á aðalfundi um starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins. Ekki voru öll erindin þó tengd með þessum hætti beinum hagsmunum félagsmanna sjálfra, þótt þau tengdust vissulega starfi þeirra. Dæmi um þetta er erindi sem Gunnar Pálsson fyrrverandi bæjarfógeti í Neskaupstað flutti á aðalfundi 1949 um „hið innra öryggi ríkisins.“ Þar fjallaði hann um skipan lögreglumála í ýmsum ríkjum Evrópu, til samanburðar við skipan lögreglumála á íslandi. Af því tilefni var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur Félags héraðsdómara lýsir yfir því 24 Útskrift af fundargerö stofnfundar 1941, s. 10. 25 Bréf stjórnar Félags héraðsdómara til bæjarfógetans í Neskaupstað dags. 26. október 1955. 178

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.