Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Page 5

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Page 5
Hvað varðar framtíðarhlutverk félagsins að öðru leyti verður eflaust haldið áfram á svipaðri braut og nú með fræðslufundum fyrir félagsmenn og umsögnum um lagafrumvörp en fullyrða má að þar hafi félagið talsverð áhrif. En auk þessa hlutverks hlýtur það einnig að vera tilgangur félagsins að vera vakandi um stöðu dómarastéttarinnar í þjóðfélaginu og vekja athygli dómsmálayfirvalda á því sem betur má fara. Það liggur í hlutarins eðli að Dómarafélag íslands getur ekki og á ekki að vera vettvangur kjarabaráttu eða launadeilna. Hins vegar hlýtur það að vera eitt af meginmarkmiðunum að stuðla að því að félagsmenn njóti slíkra kjara að hæfir menn fáist til að sinna dómstörfum svo þýðingarmikil sem þau eru þjóðfélaginu. Þá er það almennt viðurkennt meðal annarra þjóða að fjárhagslegt sjálfstæði dómara sé þáttur í sjálfstæði dómstólanna. Þetta hljóta dómsmálayfirvöld að hafa í huga. Að lokum læt eg í ljós þá von að Dómarafélag Islands eigi fyrir höndum gæfuríka framtíð og megi áfram njóta trausts og virðingar. Valtýr Sigurðsson 163

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.