Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Qupperneq 43

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Qupperneq 43
einni að tala um þáttaskil í sögu félagsins, þótt ekki kæmi fleira til eins og rakið verður í kaflanum um erlend samskipti. 5.5.4 Erlend samskipti Annað helsta einkenni tímabilsins eftir 1977 eru stóraukin samskipti Dómara- félags íslands við samtök dómara erlendis. Samskipti við erlenda stéttarbræður var þó ekki alveg nýlunda í starfi félagsins, en áður hefur verið vikið að ferðum fulltrúa félagsins á fundi norska dómarafélagsins og sérstaka hópferð dómara til Noregs í júní 1977. Erlend samskipti eru áberandiískýrslustjórnarfyrirstarfsárið 1977-1978. Þar er fyrst greint frá heimsókn dómara og maka þeirra frá Bandaríkjunum til íslands dagana 11.-13. maí 1978. Sérstök nefnd innan félagsins hafði með höndum undirbúning að heimsókn dómaranna, sem þótti takast með miklum ágætum.68 í skýrslunni er einnig rætt nokkuð ítarlega um hugsanleg tengsl Dómarafélags íslands og hliðstæðra dómarafélaga annars staðar á Norðurlönd- um. Er þess getið að fram að því hafi samband íslenskra dómara við erlenda stéttarbræður verið mjög lítið. I skýrslunni er greint frá því að formaður félagsins hafi ritað formönnum norrænu dómarafélaganna bréf og lýst þar áhuga Dómarafélags íslands á nánara samstarfi við félögin. Þá setti formaður Dómara- félags íslands fram þá hugmynd að stjórnarmenn í norrænu dómarafélögunum, sem ætluðu að taka þátt í norræna lögfræðingaþinginu í Kaupmannahöfn þetta ár, kæmu saman til sérstaks hádegisverðarfundar einhvern fundardaginn. Segir í skýrslunni að vel hafi verið tekið í þessa hugmynd. Fundur þessi var haldinn 24. ágúst 1978. Þar var meðal annars rædd sú hugmynd, að komið yrði á fót sérstökum dómarafundi í tengslum við norræna lögfræðingaþingið. Slíkur fundur er nú orðinn fastur liður í tengslum við lögfræðingaþingið, og var haldinn síðast hér á landi sumarið 1990. Að lokum er í skýrslunni rætt um væntanlegar dómaraheimsóknir. Var meðal annars rætt um heimsókn íslenskra dómara til Danmerkur og Svíþjóðar. Pá var rædd hugmynd um heimsókn til Bandaríkjanna í boði þarlendra dómarasamtaka.69 Á aðalfundi 1978 var samþykkt sérstök ályktun um að kanna frekar möguleika á ferð til Bandaríkjanna til að kynnast dómstólum þar í landi. Fengust ágætir styrkir til ferðarinnar frá innlendum og erlendum aðilum. Var miðað við að átta dómarar færu í þessa ferð.70 Gerði 68 Sjá nánar Magnús Thoroddsen: „Heimsókn bandarískra dómara“, Tímarit lögfræðinga 1978 (38), s. 39 - 40. 69 Sjá skýrslu fyrir starfsárið 1977 - 1978, einkum s. 3 - 4 og 9 -10. 70 Þátttakendur í ferðinni voru Ármann Snævarr, Bjarni K. Bjarnason, Björn Ingvarsson, Böðvar Bragason, Gunnlaugur Briem, Jón fsberg, Magnús t>. Torfason og Ólafur St. Sigurðsson, sbr. skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 1978 - 1979, s. 6. Sjá nánar Ólafur St. Sigurðsson: „Bandarfkjaferð dómara 1979“. Tímarit lögfræðinga 1980 (40), s. 97 - 106. 201
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.