Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 27
ráðs á sérstökum aukaaðalfundi árið 1964 að breyta skipulagi félagsins í verulegum atriðum. Var það gert með því að myndaðar voru innan þess tvær sjálfstæðar deildir, Dómarafélag Reykjavíkur og Sýslumannafélagið, með sam- eiginlegri aðalstjórn. í Dómarafélagi Reykjavíkur voru allir dómarar í Reykja- vík, saksóknari ríkisins og hæstaréttarritari. í Sýslumannafélaginu voru sýslu- menn, bæjarfógetar, lögreglustjórar og tollstjórinn í Reykjavík. Formaður og varaformaður hvorrar deildar skyldu skipa aðalstjórn, auk formanns sem kosinn skyldi á aðalfundi sameiginlega af báðum félagsdeildum. Aðalfund skyldi halda árlega, en áður hafði hann aðeins verið haldinn annað hvert ár.36 Ekki verður þó skilið við þetta tímabil án þess að geta um aðra þætti í starfsemi félagsins. Má þar fyrst nefna umsagnir um lagafrumvörp samkvæmt beiðni Alþingis. Af því sem gögn finnast um í skjölum félagsins má nefna umsögn um frumvarp til laga um héraðsfangelsi frá 1960, frumvarp til laga um breyting á áfengislögum frá 1961 og aftur 1963 og frumvarp til þinglýsingalaga frá 1962. Tæplega verður þó sagt að um hafi verið að ræða mjög stóran þátt í starfsemi félagsins, ef marka má það sem varðveitt er í gögnum þess. Enn má nefna að félagið vann nokkuð að faglegri samræmingu í vinnubrögðum. Sem dæmi má nefna undirbúning að texta fyrir borgaralegar hjónavígslur á árunum 1963 og 1964. Að lokum má geta þess að elstu gögnin um erlend samskipti félagsins eru frá árinu 1962. Þar er um að ræða bréf Norska dómarasambands- ins, dags. 16. mars 1962, þar sem Dómarafélagi Islands er boðið að senda fulltrúa í afmælishóf sambandsins í tilefni af 50 ára afmæli þess 6. maí það ár. Árni Tryggvason hæstaréttardómari var valinn til að vera fulltrúi Dómarafélags íslands á afmælishátíðinni. Að síðustu má nefna að áfram var haldið þeim sið að fyrirlestrar væru fluttir á aðalfundum félagsins. Má sérstaklega benda á að á aðalfundi 1963 flutti Jón ísberg sýslumaður erindi um aðgreiningu dómsvalds og framkvæmdavalds í starfi sýslumanna. Þegar þessu erindi sleppir verður ekki séð að hið margþætta hlutverk sýslumanna hafi valdið félagsmönnum miklum heilabrotum á þessum árum. 5.4 Dómarafélag íslands 1964-1977 Sem fyrr segir urðu nokkur þáttaskil hjá Dómarafélagi íslands á auka- aðalfundi 1964, þegar félaginu var skipt í tvær deildir. Sýslumannafélagið og Dómarafélag Reykjavíkur báru í auknum mæli hitann og þungann af hagsmuna- og kjarabaráttu félagsmanna sinna. Um leið og þetta gerðist varð starfsemi Dómarafélags íslands fjölþættari en áður, þótt starfið hafi ekki verið mjög þróttmikið. Kemur þetta fram í aukinni áherslu á fagleg viðfangsefni, bæði almenn lögfræðileg viðfangsefni og sérstök viðfangsefni sem snertu starf 36 Fundargerð aðalfundar árið 1964 er glötuð. Sjá hér Hákon Guðmundsson: „Frá Dómarafélagi fslands 1964 og 1965“, Tímarit lögfræðinga 1965 (25), s. 105. 13 185

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.