Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Side 35
mótsögn að reyna að lækka tekjur annarra á sama tíma og þeir telja sig of illa launaða.“ Þrátt fyrir þessar aðgerðir daufheyrðust dóms- og fjármálayfirvöld við kröfum dómarafulltrúanna og leiddu þær raunar til þess að árið 1971 voru settar sérstakar reglur um málflytjendastörf manna í opinberu starfi, en samkvæmt þeim var dómarafulltrúum óheimilt að stunda málflytjendastörf.52 Það mun síðan hafa verið á sérstökum fundi 24. október 1970 sem Félag dómarafulltrúa hélt, að dómarafulltrúar samþykktu að leggja einhliða niður starfsheitið „dóm- arafulltrúi“. í samræmi við þetta endurskírðu þeir félag sitt og kölluðu það nú „Félag héraðsdómara". Var hugmyndin síðan að sækja um aðild að Dómarafé- lagi íslands.53 Einn helsti talsmaður fulltrúa í þessum aðgerðum var Björn Þ. Guðmundsson, þáverandi fulltrúi yfirborgardómara og núverandi prófessor við lagadeild Fláskóla Islands. í fréttatilkynningu sem félagið sendi Tímanum kom fram að dómarafulltrúar gætu ekki sætt sig við að þeim væri mismunað í launum. Töldu þeir auðsýnt að þeir sem færu með mál og dæmdu sjálfstætt ættu að bera fullt dómaranafn og hafa réttindi og skyldur samkvæmt því.54 Þessi barátta skilaði sér inn á fund í Dómarafélagi íslands þegar dómarafulltrúar sóttu um inngöngu í félagið sem sérstök deild, er héti Félag héraðsdómara. 5.4.3 Fagleg málefni Mest áberandi þátturinn í starfsemi félagsins á þessu tímabili er það sem kalla mætti fagleg málefni, til aðgreiningar frá beinni hagsmuna- og kjarabaráttu. Stærsti hluti almennra umræðna á aðalfundum félagsins fór í að ræða ýmis fagleg málefni. Ýmist var um að ræða lagafrumvörp sem Alþingi sendi félaginu til umsagnar eða mál sem félagið tók sjálft upp á sína arma. Hið síðara voru einkum mál sem snertu réttarfar í landinu og skipan dómsmála. Það kom aðallega í hlut stjórnar félagsins hverju sinni að veita viðtöku beiðnum um umsagnir um einstök lagafrumvörp. Bar stjórnin jafnan hitann og þungann af því sjálf að láta þessar umsagnir í té eða finna menn til að sinna þeim. Erindi þessi voru af ýmsum toga og snertu starf héraðsdómara misjafnlega mikið. Óhætt er þó að fullyrða að ekkert lagafrumvarp sem snerti starf þeirra í verulegum atriðum fór framhjá félaginu. Of langt mál yrði að telja öll þessi mál upp hér, en örfá dæmi verða látin nægja. Frá 1967 hafði starfað sérstök nefnd 52 Sbr. reglur um málflytjendastörf manna í opinberu starfi nr. 32/1971. 53 Ef marka má gerðabækur félagsins kom slík umsókn þó ekki fram fyrr en á aðalfundi 1975. Er að sjá sem menn hafi ekki alveg vitað hvort þeir ættu að kalla félagið „Félag dómarafulltrúa“ eða „Félag héraðsdómara“. Sjá gerðabók 1975, s. 70. Ekki höfðu dómarafulltrúar þó erindi sem erfiði og var beiðni þeirra synjað. Pó var komið til móts við þá með því að samþykkja aðild þeirrasem höfðu verið dómarafulltrúar í 3 ár og voru embættisgengir og höfðu dómarastörf að aðalstarfi. 54 Tíminn 28. október 1970, s. 3. 193

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.