Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 10
síðustu árum. í öðru lagi má reikna með að ekki sé þörf á að fjalla mjög nákvæmlega um þetta tímabil þar sem líklegt er að atburðir seinustu ára séu mönnum enn í fersku minni. Þriðja ástæðan, og sú sem er veigamest að mati höfundar, er af sagnfræðilegum toga. Það er einfaldlega of snemmt að leggja sögulegt mat á mikilvægi einstakra atburða á þessu tímabili og þar með á tímabilið í heild. Það verður verkefni þess sem síðar skrifar sögu félagsins á nýjan leik. Áður en byrjað verður að rekja sögu félagsins þykir fara vel á því að fara örfáum orðum um dómarastéttina á íslandi á liðnum öldum. Sérstaklega verður vikið að því sem höfundur telur vera fyrstu alvarlegu tilraun dómara á íslandi til að standa sameiginlega vörð um hagsmuni sína. Þá verður vikið lítillega að ýmsum félögum löglærðra manna á íslandi. Þar sést að félagsstarf lögfræðinga er fj ölbrey tt hér á landi og er Dómarafélagið mikilvægur hluti af því. Eftir að nánari grein hefur verið gerð fyrir þeim tímabilum sem að framan eru nefnd verður dregið saman í stuttri samantekt það sem höfundur telur vera meginatriðin í sögu Dómarafélags Islands. 2. NOKKUR ORÐ UM SKIPAN DÓMSVALDS OG DÓMARA Á ÍSLANDI FYRR Á ÖLDUM Heimildir um skipan dómsvalds við stofnun Alþingis árið 930 eru ótraustar. í íslendingabók Ara fróða segir að Hænsna Þórir hafi orðið sekur á Alþingi. Ef marka má þessi orð Ara fróða hefur dómstóll verið til á íslandi áður en fjórðungsdómar komu til sögunnar árið 965. í samræmi við þetta gera fræði- menn ráð fyrir því að jafnskjótt og Alþingi var stofnað hafi verið komið á fót sérstökum dómstól. Talið er sennilegt að í dóminum hafi setið 36 menn, sem hafi haft æðsta dómsvald á hendi. Ekki er vitað með vissu með hvaða hætti dómurinn var skipaður. Líklegast er þó að um hafi verið að ræða svokallaðan „nefndar- dóm“. Þetta var í samræmi við forna norræna siði, sem héldust hér á landi allt fram á 18. öld.“ Líklegast er að goðar hafi nefnt menn í dóma. Fjórðungsdómar voru settir á stofn um 965. Samkvæmt Grágás voru þeir hver um sig æðsti dómstóll í málum úr sínum fjórðungi. Sum mál voru þó endanlega dæmd á vorþingum heima í héraði. Líklegast er talið að 36 menn hafi setið í fjórðungsdómi og nefndi hver goði einn mann í hvern dóm. Skömmu eftir árið 1000 var stofnaður svokallaður fimmtardómur sem náði til landsins alls. Líklegt er talið að með þessu hafi átt að stuðla að réttareiningu í landinu. Fimmtardóm- ur var aðallega áfrýjunardómstóll í málum sem dæmd höfðu verið í fjórðungs- dómi. Þessi skipan dómsvaldsins hélst út þjóðveldisöldina. 8 Sjá Einar Arnórsson: Réttarsaga Alþingis (Saga Alþingis 1. bindi). Rv. 1956, s. 70 - 74. Sjá ennfremur Jón Jóhannesson: íslendingasaga I (Þjóðveldisöld). Rv. 1945, s. 85 - 86 og Theodór Líndal: Æðsta dómsvald á íslandi (Sögudrög), Tímarit Lögfræðinga 1970 (30), s. 62. 168

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.