Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Blaðsíða 10
síðustu árum. í öðru lagi má reikna með að ekki sé þörf á að fjalla mjög nákvæmlega um þetta tímabil þar sem líklegt er að atburðir seinustu ára séu mönnum enn í fersku minni. Þriðja ástæðan, og sú sem er veigamest að mati höfundar, er af sagnfræðilegum toga. Það er einfaldlega of snemmt að leggja sögulegt mat á mikilvægi einstakra atburða á þessu tímabili og þar með á tímabilið í heild. Það verður verkefni þess sem síðar skrifar sögu félagsins á nýjan leik. Áður en byrjað verður að rekja sögu félagsins þykir fara vel á því að fara örfáum orðum um dómarastéttina á íslandi á liðnum öldum. Sérstaklega verður vikið að því sem höfundur telur vera fyrstu alvarlegu tilraun dómara á íslandi til að standa sameiginlega vörð um hagsmuni sína. Þá verður vikið lítillega að ýmsum félögum löglærðra manna á íslandi. Þar sést að félagsstarf lögfræðinga er fj ölbrey tt hér á landi og er Dómarafélagið mikilvægur hluti af því. Eftir að nánari grein hefur verið gerð fyrir þeim tímabilum sem að framan eru nefnd verður dregið saman í stuttri samantekt það sem höfundur telur vera meginatriðin í sögu Dómarafélags Islands. 2. NOKKUR ORÐ UM SKIPAN DÓMSVALDS OG DÓMARA Á ÍSLANDI FYRR Á ÖLDUM Heimildir um skipan dómsvalds við stofnun Alþingis árið 930 eru ótraustar. í íslendingabók Ara fróða segir að Hænsna Þórir hafi orðið sekur á Alþingi. Ef marka má þessi orð Ara fróða hefur dómstóll verið til á íslandi áður en fjórðungsdómar komu til sögunnar árið 965. í samræmi við þetta gera fræði- menn ráð fyrir því að jafnskjótt og Alþingi var stofnað hafi verið komið á fót sérstökum dómstól. Talið er sennilegt að í dóminum hafi setið 36 menn, sem hafi haft æðsta dómsvald á hendi. Ekki er vitað með vissu með hvaða hætti dómurinn var skipaður. Líklegast er þó að um hafi verið að ræða svokallaðan „nefndar- dóm“. Þetta var í samræmi við forna norræna siði, sem héldust hér á landi allt fram á 18. öld.“ Líklegast er að goðar hafi nefnt menn í dóma. Fjórðungsdómar voru settir á stofn um 965. Samkvæmt Grágás voru þeir hver um sig æðsti dómstóll í málum úr sínum fjórðungi. Sum mál voru þó endanlega dæmd á vorþingum heima í héraði. Líklegast er talið að 36 menn hafi setið í fjórðungsdómi og nefndi hver goði einn mann í hvern dóm. Skömmu eftir árið 1000 var stofnaður svokallaður fimmtardómur sem náði til landsins alls. Líklegt er talið að með þessu hafi átt að stuðla að réttareiningu í landinu. Fimmtardóm- ur var aðallega áfrýjunardómstóll í málum sem dæmd höfðu verið í fjórðungs- dómi. Þessi skipan dómsvaldsins hélst út þjóðveldisöldina. 8 Sjá Einar Arnórsson: Réttarsaga Alþingis (Saga Alþingis 1. bindi). Rv. 1956, s. 70 - 74. Sjá ennfremur Jón Jóhannesson: íslendingasaga I (Þjóðveldisöld). Rv. 1945, s. 85 - 86 og Theodór Líndal: Æðsta dómsvald á íslandi (Sögudrög), Tímarit Lögfræðinga 1970 (30), s. 62. 168
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.