Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 12
fáum stórum málum. í kjölfarið var lögréttumönnum fækkað mjög með lagaboði. Hinni fornu alþingisskipan var síðan endanlega kollvarpað með tilskipun 16. nóvember 1764 þegar lögþingisréttur norðan og vestan og lögþing- isréttur sunnan og austan komu í staðinn fyrir Lögréttu. Lögmaður skipaði einn dóm í sínu lögsagnarumdæmi ásamt þingvottum. Með innleiðingu norskra réttarfarslaga varð einnig veruleg breyting á skipan dómsvalds í héraði, sem meðal annars fól það í sér að sýslumenn dæmdu mál almennt sjálfir, þar sem voru nefndarmenn áður. Segja má að á þessum tíma hafi sýslumannsembættin fengið á sig þá mynd sem þau hafa nú. Ekki eru kunnar neinar heimildir frá fyrri öldum um félagsskap þeirra sem störfuðu að dómsmálum, eða sérstök samtök þeirra sem nefndir voru í dóma. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Með öllu var óþekkt hér á landi að menn hefðu lögfræðistörf eða dómstörf að atvinnu. Hér hefur því verið á ferðinni all sundurleitur hópur manna sem hafði aðeins í litlum mæli sameiginlegra hags- muna að gæta. Forsendur fyrir samráði þeirra í millum voru því afar óljósar, ef þær voru þá nokkrar. Með tilskipun 10. febrúar 1736 varð lagapróf skilyrði fyrir veitingu þeirra embætta er dómgæsla fylgdi.10 Þótt ekki reyndist unnt að tryggja það hér á landi að allir sýslumenn lykju lagaprófi hefur þetta eflaust átt sinn þátt í að efla stéttarvitund meðal þeirra. Sameiginlegur bakgrunnur og sameiginlegir hags- munir tengdu þá saman. Ekki var þó um að ræða nein formleg samtök meðal þeirra. Eitt frægasta dæmi úr Islandssögunni um eiginlegt samráð sýslumanna vegna sameiginlegra hagsmunamála þeirra er bænaskrá sýslumanna frá 18. júlí 1757. Aðdragandi málsins var sá að um miðja 18. öldina voru gerðar nokkrar breytingar á íslenskri refsilöggjöf sem fólu það m.a. í sér að heimildum til að dæmaírefsivistfjölgaðimjög. Sem dæmi má nefna tilskipun 19. nóv. 1751. Hérá landi var hins vegar ekki til hegningarhús þar sem sakamenn gátu tekið út refsinguna. Varð af þeim sökum að senda þá til Danmerkur. Samgöngur til og frá landinu voru hins vegar fremur ófullkomnar. Af því leiddi að nokkur tími gat liðið frá því að sakamaður hafði verið dæmdur og þar til hægt var að koma honum á skip. Það kom í hlut sýslumanna, sem höfðu sakeyrinn á leigu, að kosta uppihald fanganna á meðan beðið var skipsferðar. Auk þess þurftu þeir að kosta uppihald sakamanna frá því héraðsdómur féll og þar til dæmt var í máli á Alþingi. Kvörtuðu sýslumenn sáran yfir þessum kostnaði. Steininn tók úr þegar kaupmenn fóru að heimta gjald fyrir flutning sakamanna. Á Alþingi árið 1757 höfðu all margir sýslumenn fengið nóg. Tók Þorsteinn Magnússon sýslumaður á Móeiðarhvoli sig til og samdi sérstaka bænaskrá. 10 Sjá t.d. Agnar Kl. Jónsson: Lögfræðingatal, Rv. 1976, s. 7. Davíð Þór Björgvinsson: „Laganám fslendinga 1736 - 1983“, Úlfljótur 1983, s. 133. 170

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.