Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Side 9

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Side 9
Björn Fr. Björnsson, Páll Hallgrímsson og Torfi Hjartarson, sem jafnframt eru heiðursfélagar, voru meðal stofnenda þess. Þá má nefna hér Jón ísberg sýslu- mann Húnvetninga, Gunnlaug Briem yfirsakadómara og Þórð Björnsson fyrrverandi ríkissaksóknara, sem allir hafa verið í félaginu frá 1961. Ýmsir aðrir hafa verið skemur, en þó verulegan hluta af þeim tíma sem félagið hefur verið til. Sumir þessara manna hafa tekið virkan þátt í starfsemi félagsins og gegnt trúnaðarstörfum fyrir það. Búast má við að sú saga sem hér er sögð sé í ýmsum atriðum frábrugðin þeirri mynd sem einstakir félagsmenn hafa gert sér af henni. Þá munu menn seint verða sammála um það hvaða atburðir það eru sem skipta máji fyrir sögu félagsins. Þessi hætta er ekki síst fyrir hendi þar sem sá sem þetta ritar hefur aldrei tekið neinn beinan þátt í starfsemi félagsins. Það er því eins víst að atburðir séu litnir öðrum augum og annað mat lagt á mikilvægi þeirra í sögulegu samhengi, en gert er af þeim mönnum sem beinlínis upplifðu þá. Reynt hefur verið að draga úr þessu eins og hægt er með því að leita til nokkurra manna sem hafa tekið þátt í starfsemi félagsins. Rétt er þó að benda á að sumir þeir atburðir sem síðar verða nefndir eru í sjálfu sér ekki sögulega mikilvægir. Frá sumu er frekar sagt til fróðleiks og skemmtunar. Vonandi hefur með þessu tekist að skapa mynd af sögu félagsins sem jafnvel þeir er lengst muna aftur geta fellt sig við. Hærra er markið ekki sett. Eftir athugun á gögnum félagsins sýnist eðlilegt að skipta sögu þess í þrjú tímabil. Fyrsta tímabilið nær frá 1941-1957. Á þessu tímabili hét félagið Félag héraðsdómara. Eins og nafnið bendir til áttu aðeins héraðsdómarar aðild að því. Næst er það tímabilið 1957-1964. Þáttaskil verða 1957 þegar nafni félagsins er breytt í Dómarafélag íslands. Jafnframt því fengu hæstaréttardómarar aðild að félaginu. Lok tímabilsins miðast við róttækar breytingar á skipulagi félagsins árið 1964, þegar því var skipt í tvær deildir, Sýslumannafélagið og Dómarafélag Reykjavíkur. Þriðja tímabilið nær frá árinu 1964 til ársins 1977. Lok þessa tímabils miðast við stjórnarskipti í félaginu árið 1977. í kjölfar þeirra efldist félagið mjög og starfsemi þess varð fjölþættari og þróttmeiri en dæmi eru um áður í sögu þess. Eðlilegt þykir að skoða þetta sem upphaf nýs tímabils í sögu félagsins. Því tímabili er raunar ekki lokið enn. Eins og við er að búast eru gögn félagsins þeim mun betur varðveitt sem nær líður nútímanum. Við bætist að starfsemin hefur aukist nokkuð og því eðlilega af fleiru að taka. í samræmi við þetta eru heimildir um síðasta tímabilið í sögu félagsins fjölbreytilegastar og mestar að vöxtum. Af þessari ástæðu hefði mátt ætla að frásögn af starfi félagsins yrði því ítarlegri sem nær dregur nútímanum. Hér hefur hins vegar verið farin sú leið að hafa frásögnina af síðasta tímabilinu hlutfallslega knappari en frásögn af öðrum tímabilum, ef undan eru skilin upphafsár þess. Fyrir þessari ákvörðun má færa ýmis rök. I fyrsta lagi þau að sagan yrði óhóflega löng ef gera ætti nákvæma grein fyrir starfsemi félagsins á 167

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.