Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Side 4

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Side 4
einkum veldur er að ráð er fyrir því gert að eingöngu dómarar verði félagsmenn en samkvæmt því mun stór hópur félagsmanna ganga úr Dómarafélagi íslands. Að sjálfsögðu er það ætíð missir fyrir félag þegar félagsmönnum fækkar með slíkum hætti og fullyrða má að mörgum muni finnast aðalfundir félagsins tómlegri eftir en áður. Til þess hins vegar að skapa sameiginlegan vettvang þeirra embættismanna sem fara með dómsmálastjórn, dómsvald, umboðsvald, saksókn og löggæslu hafa jafnframt lagabreytingunni verið samdar reglur um svokallað dómsmála- þing. Dómsmálaþing á að halda árlega en að því eiga að standa dómsmálaráðu- neytið, Dómarafélag íslands og Sýslumannafélag íslands. Með þessum hætti á að vera tryggt að áfram verði hægt að ræða sameiginlega þau málefni sem núverandi félagsmenn Dómarafélags íslands vinna að á sviði dómsmála og réttarfars. Einnig verður hægt með dómsmálaþingi að viðhalda kynnum á milli þessara aðila sem vissulega eru stór þáttur í starfsemi félagsins. Af framan- greindum ástæðum er ekki síður mikilvægt að saga Dómarafélags íslands birtist nú við síðustu kaflaskipti í sögu félagsins. Það er skoðun mín að sú víðtæka aðild sem verið hefur að félaginu til þessa heyri sögunni til eftir þær breytingar sem gerðar verða á dómstólaskipun landsins á miðju næsta ári. Dómarafélag þar sem eingöngu eiga aðild dómarar ætti einnig að geta í ríkari mæli en áður hlúð að sjálfstæði dómara og dómstóla en það ætti að vera meginmarkmið þess. Því verður vart á móti mælt að ekki hefur heilshugar verið lögð áhersla á slíkar umræður innan félagsins eins og það er byggt upp. Ástæðan er sú að slíkar umræður hafa aðeins snert hluta félagsmanna að verulegu marki. Dómurum hér á landi hafa um langt skeið verið falin margvísleg stjórnsýslu- störf, gjarnan með lagaboði. Er það gagnstætt því sem hefur tíðkast meðal nágrannaþjóða okkar. Viðurkennt er að slíkt fyrirkomulag leiðir oft til hags- munaárekstra sem rýrt geta traust á dómstólum. í öðrum ríkjum hafa umræður um sjálfstæði dómara og dómstóla um langa hríð snúist um það hvernig skapað verði og viðhaldið trausti almennings á dómurum og dómstólum. Þannig er það ekki aðeins sjálfstæði dómstólanna gagnvart yfirvöldum sem lögð hefur verið áhersla á heldur einnig það hvernig dómarar eigi sjálfir að varðveita sjálfstæði sitt og koma í veg fyrir grun um hlutdrægni. Á síðasta þingi Alþjóðasambands dómara sem haldið var í Finnlandi í haust sem leið var m.a. til umræðu aðild dómara að hinum ýmsu félögum svo sem Rotary og Lions og spurningar um það hvernig dómarar varðveittu sjálfstæði sitt utan embættis. Það hlýtur að vera metnaður hvers dómarafélags að sinna þessu hlutverki af alefli. Fullyrða má að eftir nefndar breytingar á Dómarafélagi íslands muni félagið verða betur í stakk búið til þess en áður og þær því verða félaginu til góðs. 162

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.