Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 30
milli aðalfundanna 1971 og 1972, eða 6 talsins. Á þessu tímabili var Sigurgeir Jónsson, þáverandi bæjarfógeti í Kópavogi, formaður félagsins. Á þessum fundum var m.a. rætt um umsagnir um lagafrumvörp sem send höfðu verið félaginu. Virðist sem stjórnin hafi að mestu leyti tekið að sér að afgreiða þess konar erindi. Það verður því varla sagt að starfið hafi verið mikið eða líflegt á þessum árum. Aðalfundir félagsins voru í nokkuð föstum skorðum. Formaður setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og tilnefndi ritara. Við fundarsetninguna voru venjulega viðstaddir gestir, oftast dómsmálaráðherra, fjármálaráðherra og formaður Lögmannafélags íslands. Eftir að formaður hafði ávarpað samkom- una tóku gestir til máls og ræddu samskipti sín við dórnara. Algengasti boðskapur fjármálaráðherra var að hvetja sýslumenn og bæjarfógeta til dáða við innheimtu ríkissjóðstekna. I aðalfundargerð 1971 segir t.d. um þetta atriði: „Að endingu hvatti fjármálaráðherra til þess, að ríkissjóðstekjur ársins 1972 yrðu rækilega innheimtar. Hagur þjóðarinnar væri undir því kominn og þótt menn greindi ef til vill á um leiðir, þá væru allir sammála um hið endanlega takmark - blómlegan hag þjóðfélagsins."42 Þá flutti formaður skýrslu stjórnar og reikningar voru lagðir fram. Þá var kosið í nefndir og til embættis formanns. Eftir þetta voru venjulega haldnir aðalfundir deilda þar sem fram fóru öll venjuleg aðalfundastörf, þ.m.t. stjórnarkjör. Snemma myndaðist sú venja að dómsmálaráðherra byði þátttakendum á aðalfundi og mökum þeirra til veisluhalda. í útskrift aðalfundargerðar árið 1969 segir um boðið til dómsmálaráðherra: „Freyddu þar veigar á skálum og svignuðu borð undan krásum“. Þá var stundum boðið til síðdegisdrykkju hjá forseta íslands eða öðrum aðilum. Fundirnir á þessum árum voru í nokkuð föstum skorðum og lítið um eiginleg átök. Er að sjá sem mörgum hafi þótt alveg nóg um það sem þeir kölluðu félagslega deyfð. Á aðalfundi 1968 viðraði þáverandi formaður, Hákon Guðmundsson, þá hugmynd hvort ekki væri rétt að fundir annaðhvert ár yrðu bundnir við venjuleg aðalfundarstörf og aðkallandi mál, „hitt árið yrði leitazt við að hafa fundi efnismeiri og lengri.“ Er að sjá sem formanninum hafi þótt fundirnir vera orðnir helst til efnislitlir. Ýmis fleiri ummæli í fundargerðum gefa til kynna að mönnum hafi þótt félagsskapurinn dauflegur. Á aðalfundi 1974 var Hákon Guðmundsson kjörinn heiðursfélagi. í þakkarræðu rifjar hann upp formannstíð sína í félaginu og segir að sér hafi fundist að oft vantaði á félagsáhuga félagsmanna.43 Á aðalfundi 1976 kemur fram að fundurinn var ekki ályktunarfær að mati manna sökum fámennis, þar sem verið var að ræða lögréttufrumvarpið.44 Enn má nefna að á aðalfundi 1977 42 Geröabók Dómarafélags íslands 14. október 1971 - 4. nóvember 1983, s. 9. 43 Gerðabók Dómarafélags íslands 14. október 1971 - 4. nóvember 1983, s. 56. 44 Gerðabók Dómarafélags íslands 14. október 1971 -4. nóvember 1983, s. 101. 188

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.