Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Side 65

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Side 65
Rannsóknir: Unnið að rannsóknum í Evrópurétti. Stefnt er að því að ljúka kafla í þeim rannsóknum á yfirstandandi ári. í annan stað var veitt aðstoð við samningu frumvarps til laga um samvinnufélög ásamt greinargerð. Frumvarp þetta hefur nú verið lagt fram á Alþingi. Þorgeir Örlygsson Fyrirlestrar: Löggjöf er varðar skráningu persónuupplýsinga. Fluttur í apríl 1990 hjá Félagi áhugamanna um skjalavistun. Rannsóknarverkefni: Samning bókar um réttarreglur er varða mistök í þinglýsingum. Samning tímaritsgreinar um þörf þess að endurskoða íslenzku veðlögin. Samning seinni hluta tímaritsgreinar um íslenzkar lagaskilareglur á sviði sifjaréttar. Samning bókar sem hefur að geyma skýringar við einstakar greinar þinglýs- ingalaga nr. 35/1978. 4. VINNSLA LAGASAFNS Unnið hefur verið að útgáfu Lagasafns undir ritstjórn Marteins Mássonar lögfræðings. Jón Sigurgeirsson lögfræðingur annaðist framkvæmdir samkvæmt sérstökum samningi við Dómsmálaráðuneytið, unz hann gerðizt starfsmaður Alþingis við útgáfumál. Sigurður Líndal forstöðumaður Lagastofnunar hefur verið til ráðuneytis, en hann er í útgáfustjórn ásamt skrifstofustjórunum Jóni Thors og Ólafi W. Stefánssyni. Samið hefur verið við Prentsmiðjuna Gutenberg um prentun Lagasafnsins og Bókfell hf. um bókband. Af ýmsum ástæðum hefur útgáfan dregizt, en horfur eru á að Lagasafnið komi út á vori komanda (1991). 5. STARFSEMI GERÐARDÓMS OG ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR Á tímabilinu frá 28. febrúar 1990 til 14. febrúar 1991 bárust verkefnanefnd alls sautján beiðnir um verkefni, en tólf bárust á sama tímabili 1989 til 1990. Ellefu þeirra voru afgreiddar á tímabilinu, vinna stendur yfir við fimm verkefni, en ekki var hægt að sinna einu vegna anna. Átta beiðnir voru frá einkaaðilum, en níu frá opinberum. Frá upphafi starfseminnar hafa borizt fimmtíu og fjórar beiðnir sem hafa verið afgreiddar, þar af eru átta um gerðardóma. 223

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.