Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Qupperneq 18

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Qupperneq 18
5. DÓMARAFÉLAG ÍSLANDS 5.1 Stofnun Félags héraðsdómara Síðla árs 1941 boðaði nefnd þriggja héraðsdómara alla héraðsdómara landsins til fundar til stofnunar sérstaks félags. í undirbúningsnefndinni áttu sæti Gísli Sveinsson sýslumaður í Skaftafellssýslu, Bergur Jónsson bæjarfógeti og sýslu- maður í Hafnarfirði og Jón Steingrímsson sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu. Hafði nefndin verið kosin þá um vorið á fundi nokkurra héraðsdómara sem komu saman til að ræða stofnun félags. Stofnfundurinn var haldinn í Háskóla íslands dagana 10.-17. október.23 Fundarstjóri var Gísli Sveinsson, en Torfi Hjartarson var ritari. Þegar á fyrsta degi, þann 10. október, var samþykkt einróma að stofna félag héraðsdómara. Heiti þess skyldi vera „Félag héraðsdómara“ og gátu allir starfandi héraðsdómarar á landinu orðið félagsmenn, sbr. 1. og 2. gr. í 3. gr. laganna var fjallað um tilgang félagsins. Þar sagði að félaginu væri ætlað (a) að efla samvinnu og samhug meðal héraðsdómara, (b) að vera ráðgefandi gagnvart ríkisstjórn og Alþingi um nýmæli í lögum, er vænta mætti að snertu starfssvið héraðsdómara, (c) að vinna að því að koma á samræmi í lagaframkvæmd, (d) að vinna að því, í samstarfi við önnur félög lögfræðinga og einstaka lögfræðinga, svo sem hæstaréttardómara, háskólakennara o.fl., að gefa út tímarit um lögfræðileg efni hér á landi, (e) að vinna að því að vegur og kjör héraðsdómaraembættanna yrði í samræmi við mikilvægi þeirra og þá ábyrgð sem þeim fylgdi, (f) að vinna að því að með lögum yrði ákveðið að ríkið reisti embættisbústaði fyrir héraðsdómara, (g) að komið yrði á samræmi um þóknun, er héraðsdómarar tækju fyrir ýmis störf, þar sem hún væri eigi ákveðin í lögum, (h) að gæta þess, ef sett yrðu nýmæli í löggjöf, er ykju mjög störf héraðsdómara og að þeim yrði þá ákveðin þóknun fyrir störfin eða skrifstofufé þeirra aukið að sama skapi. Stjórn félagsins skyldu skipa 5 menn, sem kosnir væru á aðalfundi, sem halda skyldi annað hvert ár og skipti hún sjálf með sér verkum. í fyrstu stjórnina voru kosnir þeir Gísli Sveinsson formaður, Jón Steingrímsson ritari og Jónatan Hallvarðsson gjaldkeri. Meðstjórnendur voru Bergur Jónsson og Torfi Hjartar- 23 Á stofnfundinn mættu eftirtaldir, auk þeirra sem voru í undirbúningsnefndinni: Björn Fr. Björnsson sýslumaður í Rangárvallasýslu, Páll Hallgrímsson, sýslumaður f Árnessýslu, Dr. Bjöm Þórðarson lögmaður í Reykjavík, Jónatan Hallvarðsson sakadómari í Reykjavík, Kristján Pétur Steingrímsson sýslumaður í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður í Dalasýslu, Torfi Hjartarson sýslumaður og bæjarfógeti á ísafirði (síðar tollstjóri í Reykjavík), Sigurður Sigurðsson sýslumaður í Skagafjarðarsýslu, Sigurður Eggerz sýslumaður og bæjarfógeti á Akureyri, Júlíus Havsteen sýslumaður í Þingeyjarsýslu og Jónas Thoroddsen bæjarfógeti í Neskaup- stað. Þá sóttu einnig fundinn Gústav A. Jónasson skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Magnús Gíslason frá félagsmálaráðuneytinu og Vigfús Einarsson frá atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytinu. (Sjá útskrift af stofnfundargerð úr gerðabók Félags héraðsdómara frá 1941, s. 1). 176
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.