Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Page 18

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Page 18
5. DÓMARAFÉLAG ÍSLANDS 5.1 Stofnun Félags héraðsdómara Síðla árs 1941 boðaði nefnd þriggja héraðsdómara alla héraðsdómara landsins til fundar til stofnunar sérstaks félags. í undirbúningsnefndinni áttu sæti Gísli Sveinsson sýslumaður í Skaftafellssýslu, Bergur Jónsson bæjarfógeti og sýslu- maður í Hafnarfirði og Jón Steingrímsson sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu. Hafði nefndin verið kosin þá um vorið á fundi nokkurra héraðsdómara sem komu saman til að ræða stofnun félags. Stofnfundurinn var haldinn í Háskóla íslands dagana 10.-17. október.23 Fundarstjóri var Gísli Sveinsson, en Torfi Hjartarson var ritari. Þegar á fyrsta degi, þann 10. október, var samþykkt einróma að stofna félag héraðsdómara. Heiti þess skyldi vera „Félag héraðsdómara“ og gátu allir starfandi héraðsdómarar á landinu orðið félagsmenn, sbr. 1. og 2. gr. í 3. gr. laganna var fjallað um tilgang félagsins. Þar sagði að félaginu væri ætlað (a) að efla samvinnu og samhug meðal héraðsdómara, (b) að vera ráðgefandi gagnvart ríkisstjórn og Alþingi um nýmæli í lögum, er vænta mætti að snertu starfssvið héraðsdómara, (c) að vinna að því að koma á samræmi í lagaframkvæmd, (d) að vinna að því, í samstarfi við önnur félög lögfræðinga og einstaka lögfræðinga, svo sem hæstaréttardómara, háskólakennara o.fl., að gefa út tímarit um lögfræðileg efni hér á landi, (e) að vinna að því að vegur og kjör héraðsdómaraembættanna yrði í samræmi við mikilvægi þeirra og þá ábyrgð sem þeim fylgdi, (f) að vinna að því að með lögum yrði ákveðið að ríkið reisti embættisbústaði fyrir héraðsdómara, (g) að komið yrði á samræmi um þóknun, er héraðsdómarar tækju fyrir ýmis störf, þar sem hún væri eigi ákveðin í lögum, (h) að gæta þess, ef sett yrðu nýmæli í löggjöf, er ykju mjög störf héraðsdómara og að þeim yrði þá ákveðin þóknun fyrir störfin eða skrifstofufé þeirra aukið að sama skapi. Stjórn félagsins skyldu skipa 5 menn, sem kosnir væru á aðalfundi, sem halda skyldi annað hvert ár og skipti hún sjálf með sér verkum. í fyrstu stjórnina voru kosnir þeir Gísli Sveinsson formaður, Jón Steingrímsson ritari og Jónatan Hallvarðsson gjaldkeri. Meðstjórnendur voru Bergur Jónsson og Torfi Hjartar- 23 Á stofnfundinn mættu eftirtaldir, auk þeirra sem voru í undirbúningsnefndinni: Björn Fr. Björnsson sýslumaður í Rangárvallasýslu, Páll Hallgrímsson, sýslumaður f Árnessýslu, Dr. Bjöm Þórðarson lögmaður í Reykjavík, Jónatan Hallvarðsson sakadómari í Reykjavík, Kristján Pétur Steingrímsson sýslumaður í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður í Dalasýslu, Torfi Hjartarson sýslumaður og bæjarfógeti á ísafirði (síðar tollstjóri í Reykjavík), Sigurður Sigurðsson sýslumaður í Skagafjarðarsýslu, Sigurður Eggerz sýslumaður og bæjarfógeti á Akureyri, Júlíus Havsteen sýslumaður í Þingeyjarsýslu og Jónas Thoroddsen bæjarfógeti í Neskaup- stað. Þá sóttu einnig fundinn Gústav A. Jónasson skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Magnús Gíslason frá félagsmálaráðuneytinu og Vigfús Einarsson frá atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytinu. (Sjá útskrift af stofnfundargerð úr gerðabók Félags héraðsdómara frá 1941, s. 1). 176

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.