Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 19
son. Samkvæmt 6. gr. skyldi stjórnin hafa með höndum framkvæmdir á málefnum félagsins milli aðalfunda. Félagsgjald var ákveðið í lögunum og skyldi það vera 100 krónur. 5.2 Félag héraðsdómara 1941-1957 Samkvæmt 3. gr. laga Félags héraðsdómara var tilgangurinn með starfi þess margþættur. Blandast þar saman atriði sem lúta fyrst og fremst að kjörum og hagsmunamálum héraðsdómara, einkum sýslumanna og bæjarfógeta. Segja má að 4 liðir af 8 lúti beint að þessu, sbr. liðir e - h. Þá er vikið að faglegum málefnum, sbr. liðir b og c, þar sem fjallað er um ráðgefandi hlutverk félagsins í löggjafarmálefnum, samræmingu í lagaframkvæmd og samstarf héraðsdómara við aðra lögfræðinga og útgáfustarfsemi. Ef ákvæðin sem fjalla um kjör héraðsdómara eru skoðuð sérstaklega er ljóst að það eru fyrst og fremst hagsmunir sýslumanna og bæjarfógeta utan Reykja- víkur sem eru hafðir í huga. Síðustu þrír liðirnir eru sérstaklega athyglisverðir í þessu sambandi. Far er afmarkað all nákvæmlega að hvaða málefnum skyldi unnið. Það er nokkuð óvenjulegt að binda með þessum hætti í lögum baráttu fyrir einstökum málum. Þetta sýnir auðvitað fyrst og fremst hvað mönnum var efst í huga við stofnun félagsins. Þetta á einkum vel við f-lið þar sem gert er ráð fyrir að félagið beiti sér fyrir því að sýslumenn og bæjarfógetar fái embættisbú- staði. Uppistaðan í starfsemi félagsins voru aðalfundir þess, sem haldnir voru í október annað hvert ár. Milli þeirra var lítil starfsemi. Óhætt mun að fullyrða að félagsstarfið hafi farið hægt af stað og ekki verið ýkja blómlegt í upphafi. Fyrstu starfsárin voru í samræmi við þær áherslur sem fram koma í 3. gr. laganna. Umræður um einstök hagsmunamál sýslumanna og bæjarfógeta eru þar efstar á blaði. Fundargerð stofnfundar, dagana eftir að gengið hafði verið frá stofnun félagsins, ber þetta glöggt með sér. Á þriðja degi skilaði sérstök nefnd innan félagsins, sem kölluð var allsherjarnefnd, tillögum um þóknanir fyrir ýmis störf er héraðsdómarar höfðu á hendi og þeim bar þóknun fyrir án þess að fjárhæð hennar væri ákveðin í lögum. Þar var m.a. fjallað um skrifstofufé frá sýslufélög- um, embættistekjur vegna sölubeiðna og uppboða, þóknun vegna búskipta, dagpeninga á embættisferðum, ritlaun og gjald fyrir útfyllingu skipshafnarskráa. Ennfremur var á fundinum fj allað um hækkun innheimtulauna af lífeyrissjóðsið- gjöldum og iðgjöldum af sérstökum stríðstryggingum sem skipshafnir höfðu vegna stríðsástandsins. Þá ályktaði fundurinn um launauppbót til handa héraðs- dómurum o.fl. Þótt kjör sýslumanna hafi verið áberandi umræðuefni á þessum fyrsta fundi félagsins var fjallað um ýmis atriði önnur sem lutu að faglegum hliðum á starfi héraðsdómara. Má þar nefna að rætt var um samvinnu milli lögfræðinga með 177 12

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.