Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Page 42

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Page 42
Hafa þau jafnan verið mjög vel sótt. Svo var þó ekki alltaf. Málþinginu, sem átti að halda vorið 1987 í samvinnu við Lögmannafélag íslands, varð að fresta um óákveðinn tíma sökum lélegrar þátttöku. Þar átti að fjalla um gæsluvarðhald.64 Þetta efni var þó tekið fyrir síðar á sérstökum sameiginlegum fundi félaganna tveggja sem haldinn var á Hótel Sögu í Reykjavík 12. mars 1988.65 Auk þeirra málþinga og námstefna sem hér hafa verið nefnd stóð stjórn félagsins fyrir fyrirlestrahaldi þar fyrir utan. Má þar nefna sérstaka hádegisverðarfundi. Samkvæmt skýrslum félagsins var sá fyrsti haldinn í Þingholti 12. janúar 1979. Á þeim fundi voru kynntar hugmyndir um Bandaríkjaferð dómara og Hrafn Bragason ræddi um ýmsa þætti í bandarísku réttarfari og dómstólakerfi. Annar fundur þetta ár var kallaður saman að ósk ýmissa félagsmanna. Tilefni þess var veiting embættis yfirborgarfógeta árið 1979. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem veitingu embættisins var mótmælt, með vísan til þess að gengið hefði verið framhjá ýmsum dómurum með víðtæka dómarareynslu, er voru í hópi umsækjenda.66 Þótt veiting dómaraembætta og afskipti dómara af þeim hefði oft borið á góma á fundum Dómarafélags íslands er þetta eina dæmið um að félagið hafi sent frá sér sérstaka ályktun þar sem veitingu embættis er beinlínis mótmælt. Af þessari ástæðu þykir rétt að geta þessa hér. Ýmsir fræðafundir á vegum félagsins utan málþinga og aðalfunda hafa síðan verið fastur liður í starfseminni. Áður en lokið verður við umfjöllun um fagleg málefni er rétt að nefna eitt mál enn, sem fylgt hafði félaginu all lengi. Hér er um að ræða baráttuna fyrir því að reist yrði dómhús í Reykjavík. Leið varla sá aðalfundur árum saman að þetta mál væri ekki á dagskrá og ályktanir gerðar þar sem skorað var á stjórnvöld að gera nú eitthvað í þessu máli. Hér eru næstu ár eftir stjórnarskiptin 1977 engin undantekning. Ekkert gerðist þó í málinu. Þótti sumum sem ályktanir félagsins væru gagnslitlar. Á aðalfundi 1985 tók Ragnar H. Hall borgarfógeti til máls og lýsti þeirri skoðun að félagsmenn yrðu að leiða hugann að því til hvers þeir ætluðust af Dómarafélagi Islands. Árlega væru gerðar samþykktir á dómara- þingi, sem hann taldi ekki verða séð að bæru nokkurn árangur. Nefndi hann sem dæmi slíks ályktun síðasta dómaraþings um dómhús í Reykjavík.67 í kaflanum á undan er rakið að svokölluð fagleg málefni hafi verið fyrirferðar- mesti þátturinn í starfsemi félagsins. Þessi þáttur átti enn eftir að aukast næstu árin eftir stjórnarskiptin 1977, eins og framangreind upptalning er til vitnis um. Svo mjög óx starfsemi félagsins að þessu leyti að réttmætt er af þeirri ástæðu M Skýrsla stjórnar starfsárið 1986 - 1987, s. 2. 65 Skýrsla stjórnar starfsárið 1987 - 1988, s. 7. 66 Skýrsla stjórnar starfsárið 1978 - 1979, s. 2 - 3. 67 Útskrift aðalfundargerðar 1985, s. 8. 200

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.