Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 8
af þeim er stofnfundargerð frá 1941, en að auki eru til aðalfundargerðir frá 1947 og 1949. Stofnfundargerðin er þar mikilvægasta heimildin. Hins vegar vantar útskriftir af aðalfundargerðum frá 1943 og 1945. Auk þess er til frá þessu tímabili nokkurt safn bréfa og annarra gagna sem varða starfsemi félagsins, þó að erfitt sé að átta sig á því hvort og þá hversu mikið vantar í þau. Ekki eru til neinar heimildir um stjórnarfundi frá þessu tímabili, né almenna félagsfundi utan hinna reglulegu aðalfunda. Heimildaskorturinn er þó ekki eins alvarlegur og mönnum kann að virðast, þar sem flest bendir til þess að eiginlegt starf utan aðalfundanna hafi verið mjög lítið á þessu tímabili. Stjórnarfundir hafa án efa verið mjög fátíðir og sum árin hafa þeir alls ekki verið haldnir. Þetta má meðal annars ráða af því að í skýrslum formanna á aðalfundum er þess nálega aldrei getið að stjórnin hafi komið saman. Hafi slíkir fundir verið haldnir er víst að mönnum hefur ekki þótt taka að nefna það á aðalfundunum sem þar gerðist. Þessu til viðbótar má benda á að menn í stjórn félagsins bjuggu hver í sínum landshluta og því skilyrði til tíðra fundahalda erfið. Því verður að telja að fá megi sannverðuga mynd af starfsemi félagsins á þessu tímabili af þeim heimildum sem tiltækar eru. Þegar tímabilinu 1941-1949 sleppir virðast gögn félagsins vera vel varðveitt og fundargerðir síðan þá til dagsins í dag eru allar til. Auk þess er til allmikið safn bréfa, umsagnir um lagafrumvörp, skýrslur stjórnar frá 1977, blaðaúrklippur er varða málefni dómarastéttarinnar og fleira sem ekki er ástæða til að nefna á þessu stigi. Mikilvægustu heimildirnar sem stuðst er við hér eru að sjálfsögðu útskriftir aðalfundargerða 1941, 1947-1970 og 1976-1990 og gerðabók félagsins fyrir tímabilið 14. október 1971 - 4. nóvember 1983. Er aðallega stuðst við þær heimildir hér. Auk þeirra heimilda eru skýrslur stjórnar mikilvæg heimild, einkum eftir 1977 þegar farið var að fjölrita þær sérstaklega og dreifa meðal félagsmanna á aðalfundum félagsins. Sá sem fær það hlutverk að skrifa sögu, hvort sem það er saga þjóðar, saga byggðarlags, ævisaga manns eða saga félags eins og hér um ræðir, skapar jafnframt þá sögu í vissum skilningi. Saga Dómarafélags íslands er hér engin undantekning. Höfundur breytir að sjálfsögðu ekki staðreyndum úr fortíðinni, né býr til nýjar, en hann ákveður hvaða staðreyndir teljast þess verðugar að þeim sé haldið til haga og gefur þeim merkingu. Sú mynd sem hér er brugðið upp er einfaldlega sú mynd sem höfundur þessarar greinar hefur fengið af starfsemi félagsins frá upphafi við lestur þeirra heimilda sem tiltækar eru og í viðtölum við þá menn sem starfað hafa innan þess í lengri eða skemmri tíma. Ef annar hefði verið fenginn til verksins er eins líklegt að efnistökin hefðu orðið á annan veg og sú mynd sem þannig hefði fengist frábrugðin þeirri sem hér er brugðið upp. Sérstök ástæða er til að árétta þetta hér þar sem fjölmargir núverandi félags- menn í Dómarafélagi Islands hafa verið í félaginu í fleiri áratugi og þrír þeirra, 166

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.