Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 41
ins og eflaust bæjarfógetaembættunum líka.“59 Þá má nefna hér að á aðalfundi 1980 voru í fyrsta sinn erlendir gestir, þeir dr. Curt Olsson forseti Hæstaréttar Finnlands og Svend Aage Christensen, formaður danska dómarafélagsins. Flutti sá fyrrnefndi m.a. fyrirlestur um skipan dómstóla í Finnlandi.60 Fyrirlestr- ar af þessu tagi hafa allt til dagsins í dag verið fastir liðir á aðalfundum félagsins. Strax á fyrsta starfsári stjórnarinnar sem kosin var á aðalfundi 1977 var bryddað upp á nýjung í starfsemi félagsins sem síðan hefur verið fastur og mikilvægur liður í starfsemi þess. Hér var um að ræða sérstakt málþing um dómasamningu sem haldið var 15. apríl 1978. Var málþingið haldið í félagsheim- ilinu Stapa og tóku 53 félagsmenn þátt í því. í skýrslu stjórnarinnar fyrir starfsárið 1977-1978 segir að stjórnin hafi verið ánægð með reynsluna af þessari nýbreytni og að hún hafi markað sér þá stefnu að efna a.m.k. til eins málþings á hverju vori, þar sem fjallað væri um valin efni í réttarfari eða á öðrum sviðum sem sérstaklega varða dómara. Stjórnin stóð við þessi fyrirheit og um vorið árið eftir var haldið annað málþing um dómstólaskipan landsins og hugmyndir um breytingar á henni. Aðalræðumaður á því málþingi var Mogens Hornslet dómari í Östre Landsret í Danmörku, sem kom til landsins í boði félagsins. Þetta var í fyrsta skipti sem félagið bauð til sín dómara frá öðru landi gagngert til fyrirlestrahalds. Þátttaka á málþinginu var ágæt og þótti það takast vel. Seinna á árinu, nánar tiltekið í nóvember, var haldin sérstök námstefna á vegum félagsins við allgóðar undirtektir félagsmanna. Viðfangsefnið þar var „stjórnun og rekstur dómaraembætta.“62 Á aðalfundi 1981 var enn bryddað upp á nýjungum. Þá var haldin sérstök námstefna um meðferð einkamála í héraði í tengslum við aðalfundinn. Námstefnan var haldin í samvinnu Lögfræðingafélags íslands, Dómarafélags íslands og Lögmannafélags íslands. Tilefni námstefnunnar að þessu sinni voru breytingar á lögum um meðferð einkamála í héraði nr. 85/1936 með lögum nr. 28/1981. Námstefnan stóð í tvo daga. Málþing og námstefnur af þessu tagi hafa síðan verið fastur liður í starfsemi félagsins og afar mikilvægur.63 59 Sjá fundargerð 1979, s. 9. 60 Sjá fundagerð 1980, s. 4. 61 Sjá skýrslu fyrir starfsárið 1977 - 1978, s. 2. 62 Sjá skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 1978 - 1979, s. 3 - 4. 63 Málþingin eru sem hér segir: 9. maí 1981, málþing f samvinnu við Lögmannafélag íslands haldið í Valhöll á Þingvöllum. Þar var rætt um samskipti Iögmanna og rannsóknarlögreglu, aðstöðu lögmanna við dómaraembættin og ákvörðun málskostnaðar. 5. júní 1982, málþing í Borgarnesi um meðferð opinberra mála. 4. júní 1983, málþing í Valhöll á Þingvöllum í samvinnu við Lögmannafé- lag fslands um lögin og verðbólguna. Árið 1984 tókst ekki að halda málþingið um vorið, en þess í stað var það tengt við aðalfund félagsins í nóvember það ár. Fjallaði málþingið um sifjaréttarleg málefni. 18. maí 1985, málþing í Valhöll á Þingvöllum í samvinnu við Lögmannafélag íslands um málsforræði og kröfur í dómsmálum. 12. mars 1988, haldinn sérstakur fundur Dómarafélags íslands og Lögmannafélagsins á Hótel Sögu í Reykjsvík um gæsluvarðhald. 3. júní 1989, málþing í samvinnu við Lögmannafélag íslands í Fólkvangi á Kjalarnesi um breytingar á lögum um meðferð einkamála í héraði sem urðu að lögum nr. 54/1988. 199

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.