Morgunn


Morgunn - 01.06.1970, Page 58

Morgunn - 01.06.1970, Page 58
52 MORGUNN Kitty Doody virðist ekki hafa hlotið miðilshæfileika sína að erfðum. En afi hennar, sem var írskur biskup í kirkju mót- mælenda, var náinn vinur Sir Arthur Conan Doyle, er varð mikill áhugamaður um sálarrannsóknir, eins og kunnugt er. Áhugi hennar á dulrænum efnum hófst fyrst eftir að hún kynntist og giftist John Doody, en þá starfaði liún hjá Sam- einuðu þjóðunum erlendis. En þótt maður hennar væri kaþólskrar trúar, en sú kirkja er yfirleitt andvíg spíritisman- um, var hann trúaður á þessi málefni, enda gæddur allmikl- um dulrænum hæfileikum. Þau hjónin urðu fyrir mikilli sorg, er þau misstu son sinn 6 ára gamlan, en hann lézt við uppskurð á skurðarborðinu, áður en aðgerð var lokið. Lækninum fél'l þetta einnig mjög þungt, en Kitty gat huggað hann með því, að miðill hefði sagt það fyrir þrem vikum áður að svona mundi fara, og því hefði hann ekkert að ásaka sjálfan sig fyrir i þessu sambandi. Þegar þetta gerðist, áttu hjónin heima í Bulawayo. En sonar- missirinn varð til þess, að þau tóku fyrir alvöru að snúa sér að rannsókn dulrænna hæfileika og fyrirbæra, og hófu þá sjálf tilraunir með því að nota stafróf og glas. Kom þá í ljós, að John Doody hafði verulega miðilshæfileika. Skömmu eftir að þau fluttust til Bretlands, missti hún mann sinn, og var hann þá aðeins 46 ára gamall. Er óþarft að taka fram, að við hann hefur Kitty siðan margoft náð sambandi á fundum sinum. Kitty Doody lagði áherzlu á það, er hún ræddi við frétta- konuna, að það væri engin tilviljun að hún starfaði með Joan Stredwick. Miðilshæfileikar þeirra beggja væru nátengdir og í sérstöku samræmi. Og ef þær reyndu að starfa sin í hvoru lagi, yrði enginn árangur af því og ekkert skrifaðist. Fréttakonan, sem ég sendi, ákvað að gera sjálf tilraun til þess að fá staðfestingu á því hvort tveim skilaboðum, sem þær höfðu sent fyrir tveim mánuðum, en ekki verið svarað, mundu vera rétt og hafa komizt lil skila. Önnur voru frá konu, hin frá karlmanni, og bæði höfðu gefið upp nöfn og heimilsfang
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.