Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 2

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 2
K V N R T T N D A K O N A N MARGE PIERCY f. 1936 Hún skrifaði um fóstureyðingar, lesbíur, homma, erótík og jafnrétti kynjanna. löngu áður en slík umræða var viðurkennd. Hún er umdeildur metsölurithöfundur í Bandaríkjunum, skáldsögur hennar og ljóð fjalla á opinskáan og hreinskilinn hátt um félagslegar aðstæður fólks, oftast lágstéttanna. „Sem kona var ég algjörlega misheppnuð á mælikvarða þjóðfélagsins. Ég var 23 ára, nýskilin, fátæk og illa klædd. Ég kallaði mig rithöfund, en enginn tók því alvarlega. Sem kvenrithöfundur var ég ósýni- leg.“ Þannig kemst Marge Piercy að orði um líf sitt í kringum 1960, þegar hún var að reyna að koma verkum sínum á framfæri. Hún skrifaði skáldsögur sem enginn vildi gefa út. í dag á Marge Piercy margar metsölubækur að baki. Margar þeirra fjalla um líf kvenna og á sjöunda og áttunda áratugnum var hún í hópi þeirra kven- rithöfunda, t.d. Lisu Alther, Marilyn French og Ericu Jong, sem skrifuðu hvað mest um raun- verulegt líf kvenna og baráttumál þeirra. Marge Piercy fæddist árið 1936 í Detroit í Bandaríkjunum. Hún ólst upp í mikilli fátækt, faðir hennar var velskur og móðirin af gyðinga- ættum. Sem unglingur veiktist hún mjög alvarlega og breyttist að eigin sögn í veiklulegt, ófrítt barn, sem gekk illa í skóla og var stritt af skólafélögum. En þrátt fyrir heilsuleysið, sem hún hefur átt við að stríða meira og minna síðan, féll hún í kramið á meðal götustrákanna í hverfinu. Hún hafði nefnilega hæflleika til að skálda sögur sem vöktu ómælda athygli þeirra. Piercy lét ekki staðar numið eftir menntaskóla og fór í háskóla, sú fyrsta úr sinni fjölskyldu. Hún giftist mjög ung en skildi fljótlega og þegar hún var 26 ára giftist hún í annað sinn. Hjónin lifðu mjög frjálslegu lífi, voru í svokölluðu opnu hjónabandi, og bjuggu iðulega saman með öðrum eða þá að leiðir skildu um óákveðinn tíma á meðan þau voru í annarri sambúð. Undir lokin var sambandið orðið svo flókið að þau þurftu að „panta“ tíma hjá hvort öðru til að geta hist í einrúmi. Lélegt heilsufar og aðrar aðstæður leiddu til þess að 2 Piercy skildi við mann sinn og fluttist frá New York. í dag býr hún með rithöfundi í rólegum litlum smábæ í Massachussetts . í verkum sinum fjallar Marge Piercy oftar en ekki um þjóðfélagshópa sem sífellt þurfa að berjast fyrir réttindum sínum. Innilytjendur og samkyn- hneigðir hafa iðulega verið aðal- persónur skáldverka hennar og hún hefur tekið jaátt i mörgum kröfugöngum og stjórnmálaleg- um aðgerðum til að vekja at- hygli á kjörum þessa fólks. Piercy hefur einnig verið ötul baráttukona fyrir kvenréttindum og má m.a. nefna ljóðabækurnar To Be ofUse, L iving in the Open ,The Moon is always Female, og My Mothers Body sem fjalla um hlutskipti kvenna. „Kvenfrelsisbaráttan hefur ekki verið jnrauta- laus og enn er langt í land“ segir Piercy. „Eitt af því jákvæða í baráttunni er hin opinskáa umræða sem hefur verið hrundið af stað um líkama okkar, líf og aðstæður yfirleitt." í síðastnefndu ljóða- bókinni fjallar höfundurinn m.a. um hið sérstaka og sterka samband sem ríkir á milli móður og dóttur, þar sem hún ber m.a. lof á daglegar skyldur og kvenlegt eðli. Og um sambandið við sína eigin móður segir hún m.a: „Móðir min gerði mig að rithöfundi. Hún var sérstaklega forvitin kona og var stolt af því. Tillinninganæm, hugmyndarík, og hæfileikarik manneskja, með hugann fullan af sérstökum hefðum og hjátrú. Hún kenndi mér að taka vel eftir umhverfi mínu og muna eftir því. Og hún kenndi mér að vera forvitin.“ Frægasta verk Piercy er án efa Woman on the Edge ofTime frá 1976. Þetta er blanda af útópíu og raunsæi sem á að gerast árið 2137. Hún fjallar um mexíkanska konu Connie, sem lifir í tveimur heimum, annarsvegar á geðsjúkrahúsi og hins- vegar í fyrirmyndarríki á tilbúnum stað þar sem fullkomið jafnrétti ríkir á öllum sviðum. Bókin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda, hún þykir uppreisnargjörn og djörf. Nýjasta verk Marge Piercy er skáldsagan Summer People sem kom út 1989. 5/1991 — 10. árg. VERA Laugavegi 17 101 Reykjavík Útgefandi: Samtök um Kvennalista Sími 22188 Forsíða: Vala Óla Ritnefnd: Anna Ólafsdóttir Björnsson Björg Árnadóttir Guðlaug Gísladóttir Guðrún Ólafsdóttir Hildur Jónsdóttir Hrund Ólafsdóttir Inga Dóra Björnsdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kristín Karlsdóttir Starfskonur Veru: Drífa Hrönn Kristjándóttir Ragnhildur Vigfúsdóttir Vala Valdimarsdóttir Útlit: Margrét Laxness Harpa Björnsdóttir Teikningar: Ásgerður Helgadóttir Margrét Laxness Sigurborg Stefánsdóttir Ábyrgö: Ragnhildur Vigfúsdóttir Setning og tölvuumbrot: Edda Harðardóttir Filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun og bókband: Frjáls Fjölmiðlun Plastpökkun: Vinnuheimilið Bjarkarás Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.