Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 27

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 27
SPARNAÐUR Græddur ER GEYMDUR EYRIR EN HVAR Á ÉG AÐ GEYMA AURANA MÍNA? •> Nú nálgast óðum sá niður- lægingartími í lífi mínu að ég þurfi að endurnýja greiðslukortið mitt. Síðastliðin tvö ár hef ég orðið mér til skammar í bankanum með því að fylla tryggingarvíxilinn vitlaust út. í fyrra skiptið sendi afgreiðslu- daman mig heim með nýjan víxil, en þegar sagan endurtók sig að ári hristi hún höfuðið og spurði hvort ég kynni virkilega ekki að fýlla út víxii. Ég sagði henni sem var að ég hefði aldrei á ævi minni tekið bankalán og hefði þar af leiðandi enga æfingu í þessu. Auk þess finnst mér að bankinn ætti að láta leiðbeiningar fýlgja með þar sem það er ekki meðfætt að kunna að fylla út víxil. Ég tel mig vera í meðallagi greinda þó að ég hafi ruglast á því hvort ég væri seljandi eða kaupandi og hafði ekki hugmynd um hvað ábeking- ur er. Afgreiðsludaman fletti í gegnum skjölin mín og sagði svo að þetta væri í lagi núna, hún ætlaði að halda gamla víxlinum því að ég stæði alltaf í skilum. Ég heimsótti vinkonu mína til að segja henni frá þessu banka- ævintýri enda var ég nokkuð drjúg með mig eftir þessi ummæli um að ég stæði alltaf í skilum. Þá minnti hún mig á að ég skuldaði henni í sameiginlegri afmælisgjöf. Ég dró að sjáffsögðu upp veskið og skrifaði ávísun. Hún horfði á mig og spurði um leið og ég lokaði seðlaveskinu hvort ég leggði virkilega ekki saman í heftinu. Hún hitti naglann á höfuðið. Ég sem þrái ekkert heitar en að vera pottþétt, einkum í íjármálum, legg aldrei saman í ávisana- heftinu. Þess í stað rýk ég annað slagið upp með andfælum, hleyp i bankann og spyr hvað ég eigi inni á ávísanareikningnum. Óneitan- lega eykur þetta töluvert á spenn- una í annars tilbreytingasnauðu lífi minu. Hver gulur miði sem berst inn um bréfalúguna er staðfesting á þvi hvað ég er mikill slóði og heflitla stjórn á lífi mínu. Þegar langt er á milli miðanna fyllist ég hinsvegar sjálfsánægju því ]}að sannar reiðu mitt í óreiðunni hjá mér. Þessi vinkona mín er með fjármál íjölskyld- unnar á hreinu, allir reikningar og launaseðlar eru í réttri röð í viðeigandi möppum og það er fátt sem kemur henni á óvart í heimilisbókhaldinu sem hún sér algjörlega um. Hún keypti íbúð- ina, bilinn og skipuleggur sparn- aðinn. Hún getur alls ekki skilið hvernig greiðslukortareikning- arnir koma sumu fólki alltaf í opna skjöldu, þvi að eins og hún bendir réttilega á þá lifir kortið ekki sjálfstæðu lííi og hægur vandi að fylgjast með og hafa stjórn á eyðslunni. Hún líkti stjórnlausri eyðslu við drykkju- sýki og ofát löngu áður en hún las grein um samtök fólks í Ameríku sem eyðir óhóflega. Ég þori ekki að viðurkenna fyrir henni að ég legg heldur ekki saman greiðslu- kortakvittanirnar og held þeim varla til haga hvað þá að ég athugi reikninginn gaumgæfilega þegar hann kemur. Ég borga hann bara. ÆÆörgum þykir afstaða mín til peninga undarleg. Ég sé til dæmis aldrei eftir peningum sem ég eyði í ferðalög en geri lítið af því að kaupa jarðneska hluti. Eina „stóra“ heimilistækið sem ég á - og nota meira að segja daglega - er tölva. Ég hef aldrei getað státað mig af háum launum, en á samt alltaf nóg af peningum og hef meira að segja getað hlaupið undir bagga með betur launuðum vinum mínum. Ég er haldin þeirri meinloku að eyða ekki meiru en ég afla og byrja þvi á að borga reikninga og eyði svo afganginum, ef einhver er, í „óþarfa". Draum- 27

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.