Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 5

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 5
FJALLKONAN VERA náði í skottið á Ingu Dóru rétt áður en hún fór af landi brott og fékk hana til að ræða um rannsóknir sínar, hugmyndir og kenningar. Ertu hætt við „ástandskonurn- ar“ og komin í Fjallkonuna? í rannsókn minni á hinum svokölluðu ástandskonum varð ég fljótlega upptekin af andstöð- unni sem þær mættu. Hún var svo djúpstæð og heit að hún er enn við liði rúmri hálfri öld seinna. Ég gerði mér grein fyrir því að það lá eitthvað annað og meira að baki en fordómar og öfundsýki, þetta snérist um sjálfan grundvöll íslensku þjóðar- innar. Fjallkonan var komin í ástandið. Það voru sömu grunn- hugmyndir sem konur nýttu sér til framdráttar í kvennabarátt- unni um aldamótin sem karlar notuðu síðar gegn konum sem voru með hermönnum, þ.e. mikil- vægi kvenna, sem mæður og húsmæður, fyrir endurreisn þjóð- arinnar. Karlar settu konur á stall og tignuðu þær, en tignun er algjör frysting. Konur sáu að þessar hugmyndir gátu verið þeim mikilvægt afl og fóru að beita þeim íyrir sig. Síðar snérust vopnin í höndum þeirra og þessi sömu rök voru notuð gegn konum sem umgengust hermenn. „Notar“ þú núna ástandskon- urnar til að varpa Ijósi á mótun íslenskrar þjóðernisvitundar? - Já það má ef til vill segja það. Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil gerjun í kvennafræðum. Konurn sem vinna við kvenna- rannsóknir hefur orðið æ ljósara að rannsóknir sem eingöngu beina sjónum sínum að konum eru í senn takmarkaðar og tak- markandi. í stað þess að fjalla einungis um konur hafa fræði- konur í sífellt ríkara mæli farið að kanna hlut kvenkenndra og karlkenndra þátta eða kynferðis í mótun hugmynda og athafna manna. Þeirri kenningu hefur verið varpað fram að karlkenndir og kvenkenndir þættir séu í raun grundvöllur allra mannlegra hugsana og athafna. Kvenkenndir þættir tengjast ekki aðeins kon- um og karlkenndir þættir tengjast ekki aðeins körlum. Konur geta búið yfir eða tileinkað sér karl- Grunnur íslenskra karlmennsku og andlegrar reisnar var lagöur af kvenkenndum þáttum utan viö hiö heföbundna sviö stjórnmála... kennda þætti og karlar geta alveg eins búið yfir eða tileinkað sér kvenkennda þætti. Þessi kenning um virkni kgn- ferðis gefur eflaust ngja mögu- leika í rannsóknum? - Já, hún hefur í raun valdið byltingu í kvennafræðum, því hún opnar leið kvennafræða inn á öll fræðasvið. Hægt er að kanna nær allt út frá hugmyndum um virkni kven- og karlkenndra þátta. Um leið hætta kvennafræði að vera jaðargrein þar sem eingöngu er fjallað um konur af konum og færast inn að „miðju“. Getur þú nefnt einhver dæmi um slíka rannsókn? - Bandaríski kjarneðlisfræð- ingurinn Evelyn Fox-Keller, sem veitir forstöðu rannsóknarstofn- un í kvennafræðum við Berkeley háskólann í Kaliforníu, lauk doktorsprófi í kjarneðlisfræði frá hinum þekkta Harvard háskóla. Þrátt fyrir gott próf átti hún mjög erfitt uppdráttar í sínu fagi. Hún leitaði svara við þessum vanda og komst að því að skýringuna var ekki aðeins að finna í karlrembu og kvenfyrirlitningu. Svarið var einnig og ekki síður að linna í grundvallarhugmyndum um eðli raunvisindanna. Grundvallar- hugmyndin sem starf raunvís- indamannsins byggist á er sú, að karlkennd öfl, nái að sigrast á, temja og koma reglu á hin kven- kenndu öíl náttúrunnar. Ástund- un raunvísinda er þvi í raun mjög „karlmannlegt" atferli, það er leið mannsins til að sanna karl- mennsku sína og andlega yfir- burði gagnvart hinni kvenkenndu náttúru. Vert er að nefna bók Wendy Brown sem kom út árið 1989 Karlmennska og stjórnmál. Þar leitast hún við að svara þeirri spurningu af hverju konur á Vest- urlöndum hafa átt svo erfitt með að hasla sér völl á sviði stjórn- mála og af hverju fá málel'ni, sem talin eru tengjast konum fyrst og fremst, litla sem enga umijöllun meðal stjórnmálamanna. í stað þess að líta á „konur og stjórn- mál“ eða konur í stjórnmálum, eins og venjulega hefur verið gert, kannaði hún virkni kvenkenndra og karlkenndra þátta á vettvangi stjórnmála. Niðurstaða Wendyar var í stuttu máli sú að konur og málefni kvenna hafa átt svo erfltt uppdráttar í vestrænum stjórn- málum vegna þess að sígild stjórnmál og stjórnmálastarf byggjast í raun á afneitun og sigri á kvenkenndum öflum. Stjórnmál snúast ekki um lífið. um frum- þarfir líkamans og hið náttúrlega. Stjórnmálastarf er í raun leið karlmanna til að komast á æðra tilverustig. Með þátttöku í stjórn- málum sigrast karlmenn á kven- kenndum öflum bæði í sjálfum sér og í samfélaginu og öðlast þar með karlmennsku og andlega reisn. Andlega reisn sem karl- mönnum einum er lagið að öðlast. Hvernig tengist þetta íslenskri þjóðernisvitund? Ég tel að grunnur og mótun karlmennsku og andlegrar reisn- ar í íslenskri þjóðernisvitund hafl ekki verið lagður á vettvangi stjórnmála og hún fól ekki í sér afneitun kvenkenndra afla. Grunnur íslenskra karlmennsku og andlegrar reisnar var lagður af kvenkenndum þáttum utan við hið hefðbundna svið stjórnmála, en þessir þættir tiyggðu síðan íslenskum karlmönnum aðgang inn á svið stjórnmála. Getur þú útskgrt þetta nánar? Já, í upphafi 19. aldar gátu íslendingar ekki státað sig af mörgu sem venjulega gerði lönd að „stórveldum". Hér var enginn her, efnahagur var bágborinn, atvinnuhættir vanþróaðir, hér voru engar borgir og lítil sem engin verslun. Alþingi hafði verið lagt niður og það var fátt sem benti til þess að þegar líða færi á öldina mundu íslendingar bera fram kröfu um aðskilnað frá Dönum og síðar urn fullveldi. En á þessum tíma komu fram hugmyndir sem hentuðu vel íslendingum. Það eru hugmyndir sem einkum var haldið uppi af þýska prestinum og heimspek- ingnum Johann Gottfried Herder, um að andlegt atgervi og sér- stakur menningararfur, en ekki efnahagslegur og hernaðarlegur máttur væri hinn réttmæti grund- völlur að sjálfstæði þjóða. Herder líkti samfélagi þjóðanna við blómagarð, þar sem bæði smáar og stórar jurtir hefðu rétt á að vaxa og dafna í friði og njóta sinnar sérstöðu óáreittar. Engin ein jurt hefði rétt á að skyggja og hefta vöxt annarrar. 5

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.