Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 18

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 18
SKAPANDI KONUR veit en sú sem veit of mikið... Það er ekki hluverk konunnar að kafa í undirdjúp þekk- ingarinnar, né heldur að reikna brautir himintunglanna...." Sumum konum reyndist staðan svo eríið að þær létu eigin sálarfrið hafa forgang. Frá 30 ára aldri snéri Gaetana Agnesi sér að trúmálum og velgerðarstarfi þrátt fyrir þá aðdáun sem henni hlotnaðist í Evrópu. Anna Maria von Schurmann og náttúruvísinda- konan Sibylla Merian snérust til varnar og gengu til liðs við ofsótta trúflokka. „Bókmenntir eru ekki og eiga ekki að vera höfuðstarf kvenna" , sagði enska skáldið Robert Southey hinni ungu Charlotte Bronté. Til allrar hamingju voru Charlotte og systur hennar, Emily og Anne skynsamari og héldu áfram að skrifa. Skáldkonur 19. aldar voru kraftmiklar og áberandi og þær voru margar. En starf þeirra var samt allt annað en auðvelt og frá karlmönnum fengu þær ekki meiri uppörvun en kyn- systur þeirra fyrr á öldum. „Það er sammerkt öllum bókum er íjalla um uppeldi kvenna að þeim hefur yfirsést ein afar mikilvæg staðreynd: Konur, jafnvel ungar náms- meyjar, sinna náminu sam- hliða heimilisstörfunum. Ef karlmaður í námi giftir sig er vandlega séð til þess að hann fái frið. Nám hans er heilagt ... Til þessa hafa konur þurft að læra í barnaherberginu eða í eldhúsinu um leið og þær vagga barninu. Þær verða að sjá um heimilið og annast sjúklinga áður en tími gefst til að þroska hæfileika sína í listum og visindum". Þannig lýsti Caroline Healey Dall hvers var vænst af konum og hver áhrif væntingar þessar höfðu á möguleika kvenna til frama. Fjölskyldan þarfnaðist „heimilisengilsins", mannveru er stöðugt var til taks án eigin óska eða skoðana. Með ritverkum kvenna mátti samt afla tekna og ýtti sú staðreynd undir viðurkenningu á ritstörfum þeirra. Auk þess unnu konur ritstörf sin inni á heimilunum en samtímis gátu þær séð um heimilið svo líf eiginmannsins færi ekki úr skorðum. Margar konur, til dæmis George Eliot og George Sand, skrifuðu undir karldul- nefnum. Á Viktoríutímanum þótti óæskilegt að nöfn kvenna birtust opinberlega. Hindranir á vegi kvenna á braut lista og vísinda hurfu ein af annarri uns kom fram á 20. öldina, en þá opnuðu háskólar og listaskólar konum loks dyr að helgidómum sínum. Tímarnir höfðu breyst frá því er Anna Maria von Schurmann, „undur aldarinnar" á 17. öld, varð að sitja bak við tjald er hún hlýddi á fyrirlestra við háskólann í Utrecht, þar til árið 1906 að Marie Curie var skipuð prófessor við Sorbonne há- skóla. Þó að konum væri nú heimill aðgangur að æðri skól- um þýddi það ekki að hvaða stúlkubarn sem var gæti látið draum sinn rætast um frama á sviði vísinda eða lista. Það var sjaldgæft að sama áhersla væri lögð á menntun dætra og sona, nema þá að dóttirin væri aldeilis sérlega gáfuð. Hjóna- bandið staðfesti mikinn mun á starfsframa eiginkonu og eiginmanns: Með giftingunni tryggði maðurinn sér þjónustu og umönnun en eiginkonan gekkst undir botnlausan þræl- dóm. En ungmeyjunum var kennt að dreyma aðra drauma: Um prinsinn sem kæmi á hvítum hesti og hrifi þær með sér í ævintýrahöllina. BÁ snaraði úr sœnsku. RANNSÓKNARSTOFA Í KVENNAFRADUM OPNUÐ VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Rannsóknarstofa í kvenna- fræðum við Háskóla íslands var formlega opnuð í Odda þann 25. ágúst síðastliðinn. í stjórn stofunnar eiga sæti þær sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, tilnefnd af guðfræðideild, Guðný Guðbjörnsdóttir, upp- eldisfræðingur, tilnefnd af fé- lagsvísindadeild, Helga Kress, bókmenntafræðingur, tilnefnd af heimspekideild, Ragnheiður Bragadóttir, lögfræðingur, til- nefnd af lagadeild og Kristín Björnsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og Guðrún Ólafsdóttir, landfræðingur án tilnefninga. Meginviðfangsefni rann- sóknarstofunnar er að efla og samhæfa rannsóknir í kvennafræðum, að hafa sam- starf við innlenda og erlenda rannsóknaraðila á sviði kvennafræða, en hliðstæðar stofnanir starfa við fiesta háskóla í nágrannalöndum okkar. Önnur viðfangsefni eru að koma á fót gagnabanka um kvennarannsóknir og vinna að og kynna niðurstöður rann- sókna i kvennafræðum og að veita upplýsingar og ráðgjöf varðandi rannsóknir í kvenna- fræðum. Ennfremur er stof- unni ætlað að leita samstarfs við deildir háskólans um að auka þátt kvennafræða í kennslu fræðigreina og að gangast fyrir námskeiðum og fyrirlestrum um kvennafræði og kvennarannsóknir. Á opnunarhátíðinni sagði Guðný Guðbjörnsdóttir frá stofnun stofunnar og kynnti markmið og störf hennar. Inga Dóra Björnsdóttir mannfræð- ingur flutti erindi sem hún kallar: „Þeir áttu sér móður. Kvenkenndir þættir í íslenskri þjóðernisvitund". Þá var flutt tónlist af söngkonunum Mar- gréti Pálmadóttur og Jóhönnu Þórhallsdóttur, Bjarna Jóna- tanssyni píanóleikara og Vil- bergi Júlíussyni fagotleikara. í tilefni opnunarinnar var myndlistarsýning í Odda á verkum eftir íslenskar konur í eigu Listasafns Háskóla íslands. 18

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.