Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 37

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 37
HEÐAN OG ÞAÐAN „Þegar konan var oröin ólétt, mátti ráöa í þaö af mörgu, hvort hún gengi með pilt eöa stúlku. Piltar sprikla meira í móðurlífi en stúlkur, og þaö ber meira á þykkt móöurinnar, hún er stœrri um sig, ef hún gengur meö pilt, en stendur meira fram, ef hún gengur meö stúlku. Ef þykktin er meiri hcegra megin, gengur hún meö pilt, og sömuleiðis ef hœgra þrjóstiö stcekkar meira. Ef þetta er allt jafnt, getur brugöizt til beggja vona, hvaö er á leiöinni." Þannig segir í bók Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili, íslenskir þjóðhættir, þegar hjátrú íslendinga varðandi meðgöngu og barnsfæðingar ber á góma. Fólk var þó ekki einvörðungu með vangaveltur um það hvort konan gengi með dreng eða stúlku, þvi einnig var spáð í þær meðvituðu og ómeðvituðu hættur sem þung- uð kona varð að varast. En lifir hjátrúin í brjóstum barnshafandi kvenna í dag og hefur hún breyst mikið með nýjum lífsháttum og þjóð- félagi? Þessi spurning vaknaði í huga VERU, þegar ónefnd kona gaf vinkonu sinni það „óbrigðula“ ráð, að til að koma fæðingu af stað skyldi hún hesthúsa Lindubuff og litla kók! VERA leitaði svara hjá Sigríði Jónsdóttur hjúkrunar- fræðingi og ljósmóður; „Ég hef að vísu aldrei heyrt talað um áhrifamátt þessara sætinda á barnsfæðingar" seg- ir Sigríður brosandi „en hitt er annað mál að hjátrúin lifir enn í hugum íslendinga varðandi ýmis atriði sem tengjast með- göngu og fæðingu. Til dæmis eru margar konur sem taka ekki blómin sem þær fá í sængurlegunni með sér heim og margar koma einnig með nýja inniskó með sér. Sam- kvæmt hjátrúnni geta þær annars búist við því að koma á deildina aftur innan árs. Það sama gildir reyndar líka ef þær gleyma kápunni sinni þegar þær halda heim á leið, en pabbarnir sjá nú oftast um að slikt gerist ekki! Fólk spáir heilmikið í það á meðgöngunni hvort kynið barnið sé og tekur þá gjarnan mið af lögun kúlunnar. Margir halda líka að hjartsláttur stúlkubarna sé hraðari en í drengjum, en það er rangt því að hjartslátturinn er mjög breytilegur og fer að hluta til eftir líðan móðurinnar. Miðað við mína reynslu, þá er nokkuð til í þvi, að fæðingar Sigríöur Jónsdóttir hjúkrunar- frœöingur og Ijósmóöir. séu íleiri þegar tungl er fullt. Það sama má reyndar segja þegar miklar loftslagsbreyting- ar eiga sér stað, t.d. þegar djúpar lægðir skriða inn yfir landið, því þá er yfirleitt allt vitlaust að gera í fæðingum." Samkvæmt gamalli hjátrú mátti þunguð kona ekki borða með spæni eða skeið sem skarð var á, þvi þá varð skarð i vörinni á barninu. Ef hún setti pott á hlóðir svo að annað eyrað sneri fram en hitt upp, átti annað eyrað á barninu að verða á enninu en hitt á hnakkanum. Ekki mátti hún súpa á pottbarmi, þvi þá gat hún ekki fætt nema potti væri hvolft yíir hana. Ekki mátti hún hlaupa þvi að þá varð barninu sundlahætt og ekki horfa fram af háu þvi að þá varð það lofthrætt. Ef hún horfði á norðurljós tinaði barnið eða varð rangeygt og ef hún borðaði rjúpu eða rjúpna- egg varð barnið freknótt. „Það var svo margt sem þung- aðar konur þurftu að varast og margt var reyndar ekki á þeirra valdi. Þar má t.d. nefna að ef maður kom inn með poka á bakinu, en leysti hann ekki af sér úti þar sem ólétt kona var inni, varð barnið kryppl- ingur. Konan mátti heldur ekki ganga undir þvotta- snúrur því að þá átti nalla- 37

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.