Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 11

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 11
SKAPANDI og hugmyndum hver með annarri. Þær hvetja aðrar kon- ur til að mynda svipaða hópa og gefa meira að segja upp- skriftina: Bjóddu konum sem eru áhugasamar um erótík heim. Láttu hveija koma með rétt og drykkjarföng. Þú getur hafið fundinn á að endursegja, eða lesa einhveija sögu sem þér þykir erótísk. Því næst spyrðu gestina hvernig þeim fannst sagan. Ef þeim finnst hún ekki erótísk þá spyrðu þær hvað þeim finnist vera erótískt. Sagan er meðhöndluð sem pottréttur, henni er breytt að vild og kiydduð eftir smekk uns hún verður erótísk. Þann- ig er hægt að leysa úr læðingi hugmyndir okkar um það sem er erótískt. Konurnar leggja áherslu á nauðsyn þess að skilja hina fullkomnu hús- móður, móður og launþega eftir heima jiegar mætt er á fundina, en reyna þess í stað að endurheimta barnið í sér sem er tilbúið að bregða á leik. Onnur athyglisverð bók er Touching Fire. Erotic Writings by Women sem kom út árið 1989. Touching Fire er safn- bók og eiga 57 konur verk í bókinni, ljóð, smásögur eða bókarhluta. Verkin eru skrifuð frá 1935-1989. Höfundarnir eru flestir amerískir eða kana- dískir, ein er japönsk og nokkrar eru indjánar. Þær eru því ólíkar að uppruna og menntun og skrif þeirra þvi fjölbreytt. Efni bókarinnar var valið þannig að auglýst var eftir erótískum greinum eða ljóðum í fréttabréfum og tíma- ritum kvenna. Að loknum íjöldamörgum ánægjustund- um við lestur völdu ritstjór- arnir síðan úr það sem hafði að geyma mikið af munúð og girnd. Ritstjórarnir segja í inn- gangi sínum að sögurnar og ljóðin endurspegli reynslu kvenna þegar þær lofsyngja erótíkina og kraft hennar til að breyta öllum þáttum lífsins. Bókinni er skipt í fjóra hluta: vatn, jörð, eld og loft eða anda, höfuðskepnurnar íjórar. Hið erótíska í lífi kvenna er eðlis- lægt og kraftmikið afl, eins og sjá má af efni bókarinnar. Erótík er afar jákvæður kraft- ur sem er ekki eingöngu kyn- ferðislegur heldur líka sam- nefnari yfir þær frjálsu og góðu tilfinningar sem við upplifum stundum með sjálfum okkur og náttúrunni. Það er afar mikilvægt, segir í inngangi bókarinnar, að konur læri að þekkja og virða erótíkina í lífi sínu, til að fá notið hennar til fulls. RV og VSV Teikning: Sigurborg Stefánsdóttir UR UPPLYSINGABÆKLINGI UM ÍSLENSKAR KONUR 1991 Sífellt fleiri konur stunda nám í listaskólum og útskrifast þaðan. Þegar út í lífið kemur ber samt oftast meira á strákunum, þeir fá verkefnin og styrkina - þó svo að þeir séu ekkert betri lista- menn. # Arið 1983 átti Listasafn íslands málverk eftir 170 manns, þar af voru verk'eftir 46 konur. Af þeim 36 listamönnum sem áttu högg- myndir á safninu voru 12 konur. Arið 1990 hlaut 161 listamaður listamannalaun frá ríkinu, 36 konur og 125 karlar. Það ár bárust 218 umsóknir um starfs- laun listamanna, 132 umsóknir komu frá körlum en 86 frá konum. Sjö karlar sem sóttu um listamannalaun fengu neitun á móti 50 konum. # Arið 1990 fengu 17 listamenn heiðurslaun samkvœmt ákvörð- un alþingis, þar á meðal voru þrjár konur: Jakobína Sigurðar- dóttir, Maria Markan og Jórunn Viðar. Nú hefur Guðbjörg Þor- bjarnardóttir bœst í þann hóp. Samband íslenskra myndlistar- manna (SÍM) telur 285 félaga, þar af eru 163 konur. Meirihluti nemenda Myndlista- og handíðaskóla íslands (MHÍ) í vetur eru konur eða 162 af 214 nemendum skólans. Konur stunda ekki einungis nám í MHÍ heldur einnig 1 kvöldskólum og á styttri námskeiðum víða um land. Ariö 1989 keypti Listasafnið verk eftir 23 listamenn, þar af sex konur. Á sýningunni: Aldarspegill, íslensk myndlist í eigu safnsins, sem var yfirlitssýning í tilefni opnunar Listasafns íslands í nýjum húsakynnum, voru sýnd 155 verk eftir 73 listamenn. Fjórtán konúr áttu verk á sýningunni. Nóbelsverðlaunum í bók- menntun hefur verið úthlutað 82 sinnum. Konur hafa hlotið verðlaunin fimm sinnum og deilt þeim einu sinni með öðrum. F O R S í Ð A N V A L A Ó L A Myndlýsingu á forsíðu Veru að þessu sinni gerði listakonan Vala Óla. Vala er fædd 1962, eftir nám í MHÍ stundaði hún nám í Bournemouth & Poole College of Art & Design í Bretlandi og lauk þaðan prófi í grafiskri hönnun með myndlýs- ingar sem sérgrein. Vala hefur tekið þátt í nokkrum myndlistarsýn- ingum í Bretlandi. Hún hefur m.a. sýnt verk í Smiths Gallerí í Covent Garden og Mall Gallerí í Covent Garden og Mall Gallerí í London. 1990 hlaut hún tvær viðurkenn- ingar fyrir myndlýsingar i The Young Illustrators Competition. í Bretlandi vann hún m.a. myndlýsingar á Paintbox-tölvu íýrir kvik- myndir. Hún fékk viður- kenningu fyrir myndröð um Rauðhettu unna með þeirri tækni. Hún flutti heim til ís- lands í sumar og starfar nú sem grafiskur hönnuð- ur á auglýsingastof-unni Hvíta Húsið, jafnframt því sem hún vinnur að eigin myndlist. Vala tekur að sér mynd- lýsingar, utan vinnutíma er hún í síma 679402. 11

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.