Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 25

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 25
SKAPANDI KONUR I fyrra kom út í Englandi bók um konur og mat sem ber titilinn: Just Desserts, Women and Food. Höfundurinn Sally Cline tók viðtöl við Ijölda kvenna um viðhorf þeirra til matar og ræðir um afstöðu samfélagsins og fordóma gagnvart feitum konum. Hún heldur þvi fram að þar sem konur séu svo til valdalausar úti í samfélaginu einbeiti þær sér að hefðbundnu valdsviði sínu, þ.e. matargerð, í leit að stuðningi og áhrifum. Þó svo að konur sjái í ílestum tilvikum um innkaup og eldamennsku ráða þær sjaldan hvað er í matinn. Matarsmekkur eiginmanns og barna ræður meiru en smekkur eiginkonu. Konur eru umkringdar mat og eyða talsverðum tíma í að útbúa spennandi, girnilega, iljótlega, ódýra og holla rétti. Þar sem þær verða jafnframt að halda sér grönnum æla sumar matnum strax að lokinni neyslu, aðrar svelta sig eða gleypa „megrunar- pillur“ og misbjóða þannig líkama sínum í sífellu. Flestar gera uppreisn og borða í laumi og troða sig út af sælgæti, kökum og snakki. Þegar fólk afþakkar mat eða finnst hann vondur er stolt konunnar sem eldaði hann sært. Sumum finnst fátt yndislegra en að vera umkringdar karlmönn- um, vinkonum og börnum sem hrósa matnum og launa fyrir- höfnina með þvi að klára allan matinn. Cline boðar að konur eigi allt gott skilið og eigi þar af leiðandi að borða það sem þær langar í án þess að fá sam- viskubit. Hin þrettán ára gamla bók Fat is a Feminist Issue eftir Susie Orbach virðist vera að vinna sér sess sem sígilt verk um afstöðu kvenna til matar og holdafars. Bókin er leiðarvísir í sjálfshjálp gegn ofáti. Ofát tengist sjálfs- myndinni, hvað okkur finnst um líkama okkar, mat, það að borða, grannar konur, fltu og löt. Höfundur leggur áherslu á að flta snúist ekki um mat heldur um vernd, kynlíf, móðurhlutverk, styrk, íhaldssemi og ást. Fita er svörun við því hvernig umhverfi, maki, atvinnurekandi og þú sjálf lítur á þig. Konur sem þjást af ofáti geta breytt viðbrögðum sinum með þvi að læra að gera greinarmun á „munn-hungri“ og „maga-hungri“ og líta á það sem jákvæðan viðburð að léttast en ekki sem refsingu. Konur verða að spyrja sig hvers vegna þær vilja vera grannar, hvers vegna þær séu það ekki, af hverju hinir eilífu megrunarkúrar mistakist og hvers vegna þær hlaupi aftur í spik. Konur sem þjást af ofáti verða einnig að svara því hvers vegna þær eru hræddar við að vera mjóar og hvað þær óttast að gerist ef þær grennast. Mikil- vægast er að gera sér grein fyrir því að matur er ekki óvinur þinn og þú ert sama persónan hvort sem þú ert feit eða mjó. Konur verða að vera sáttar við sig, það er forsenda þess að geta notið matarins og þar með lífsins. The Sexual Politics of Meat A Feminist-Vegetarian Critical Theory eftir Carol J. Adams kom út í New York í fyrra. Bókin hefur vakið mikið umtal og Ms-tímaritið segir meðal annars í umijöllun sinni um bókina að vel megi vera að lesendur verði jurtaætur að loknum lestri! Höfundur bókar- innar tengir saman feminisma, dýravernd og grænmetis-át. Hún telur að kjötát sé óréttlætanlegt arðrán á dýrum. Kjöt er tákn þess sem hvergi sést en er samt alls staðar og alltaf: yfirráð karlveld- isins yfir dýrum - þar með töldum konum. Hún segir að það sé gengið út frá þvi í vestrænni menningu að fólk eigi að borða dýr og það sé gott fyrir okkur að borða kjöt. Það er leynt og ljóst litið á kjöt sem fæðu fyrir karlmenn, þeir vilja frekar kjöt og því blóðugra þvi betra og telja grænmeti ekki vera mannamat. Þegar lítið er til skiptanna á heim- ilinu fær eiginmaðurinn kjöt- bitana en konan lætur sér nægja grænmetið. Það er karlmannlegt að borða kjöt og kjötát er karl- mannlegt athæfl (samanber kraft- lyftingamennina) og því er sam- band milli kjötneyslu og yflrráða karla. Adams segir að kynferðislegt ofbeldi tengist einnig kjötáti og vitnar í goðsöguna um Seif og Metis sem er sögð þannig í bók- inni Goð, menn og meinvættir úr grískum sögum: „Ósennilegt má virðast að Seifi hafl nokkurntíma leiðst. Hann þurfti ekki einasta að verja til þess miklum tíma að halda uppi röð og reglu meðal skapmikilla goða, heldur var hann líka önnum kaíinn við að elta uppi einhverja fagra dís eða jafnvel dauðlega mey. Hera var vitaskuld aðalkona hans, en ekki eina eiginkonan. Metis af ætt Títana var líka kona hans um skeið. Metis giftist Seifi nauðug eftir að hann hafði lengi gengið á eftir henni. Fyrst breytti hún sér í fisk til að komast undan honum, en hann varð þá líka fiskur og synti á eftir henni. Hún stökk uppúr vatninu og varð að ernu og þá varð Seifur umsvifalaust örn. Það var semsé ekkert undanfæri. Brátt kunngerði Metis Seifi að hún væri með barni. Þar sem Seifl lék forvitni á hvort það yrði sonur eða dóttir, þá leitaði hann til véfréttarinnar í Delfí. „Ó voldugi Seifur,“ mælti vé- fréttin. „Frumburður Metisar verður stúlka gædd mörgum gáf- um, bæði vitur og góð. En gættu þin: ali Metis annað barn, verður það sonur sem steypir þér af stóli á sama hátt og þú steyptir hinum alvalda Krónosi af stóli." [Krónos var faðir Seifs sem Seifur hafði beitt brögðum til að drepa. Metis sem var „hyggin kona" lagði á ráðin.] Seifur var mjög óhress yflr þessari spá. Hann ákvað að eiga 25

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.