Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 38

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 38
HÉÐAN OG ÞAÐAN strengurinn að vera vafinn um hálsinn á barninu og ekki mátti hún greiða sér í rúminu því að þá kom hún hart niður. Ekki mátti heldur bregða konunni þvi þá gat barnið stamað og ef þungaðri konu varð hverft við að sjá eitthvert dýr, þá fékk barnið fæðingar- blett sem var í lögun eins og dýrið. Ekki mátti konan hugsa ljótar hugsanir því þá varð barnið órólegt og stirt í skapi. Það er ekki mjög algengt að fólk velti þessum atriðum fyrir sér í dag. Það er einna helst að það eimi enn af þeirri trú að kona megi ekki drekka úr skörðóttum bolla, því þá geti barnið fæðst með skarð í vör. Það að hjátrúin hafi breyst í aldanna rás og margt lagst niður er í rauninni mjög eðlileg þróun. í gamla daga var ung- barnadauði mjög algengur og læknavísindin ekki svo langt á veg komin, þannig að fólk var i rauninni að leita skýringa á því ef eitthvað fór úrskeiðis í fæðingunni eða ef barnið fæddist vanheilt eða andvana. Mér finnst samt alls ekki rétt að vísa allri hjátrú frá sem tómri vitleysu, þvi það getur verið fólki mikið hjartans mál að halda í gamla siði og trú. Ég hef t.d. orðið vör við það að margar konur spá mikið í drauma sína á meðgöngunni. Þær virðast sérstaklega taka draumana alvarlega þegar þá má túlka á þann veg að látinn ættingi eða vinur sé að vitja nafns.“ Það var talið mikið gæfumerki ef barn fæddist þannig að líknarbelgurinn væri heill utan um það og rifnaði ekki. Þá er sagt að barnið fæðist í sigur- kufli og verður það þá fyrirtaks lánsmaður. í íslenskum Þjóð- háttum segir að það hafi átt að hirða sigurkuílinn og á sá er í honum fæddist að geyma hann alla sína ævi enda væri hann til margra hluta kröftugur. Sumir segja að þeir sem fæðist í sigurkufli verði skyggnir og enginn galdur vinni á þeim og þeir haíi sigur í hverju máli ef þeir beri hann á sér. Undan- farna áratugi hefur belgurinn oftast verið sprengdur, en nú er það að færast í vöxt að hann sé látinn springa af sjálfu sér. Þar af leiðandi fæðast sífeiit fleiri börn í sigurkuíli. Venja var að brenna fylgj- una og er svo gert enn í dag. Sú var trú fyrrum, segir í bók Jónasar, að fylgjan væri heiiög og henni fylgdi hluti af sálu barnsins sem ekki fæddist fyrr en með henni. Ef hún er brennd fýlgir manninum ljós eða stjarna. Í fornri trú hafði hver maður fylgju og voru þær oftast eitthvað keimlíkar lund- arfari hans. A árum áður var nánast ekkert undirbúið fýrir komu barnsins fyrir utan hið allra nauðsynlegasta. í dag eru for- eldrarnir og nánustu aðstand- endur oft búnir að kaupa barnaföt, vöggu og sængur- fatnað handa barninu. Iðulega geymir fólk það að kaupa barnavagn, þar til barnið er fætt og margar jrora ekki að selja vagninn, þvf hver veit hvenær er von á næsta barni. í Bandaríkjunum er þessu allt öðru vísi farið, þar tíðkast að halda svokallað „baby shower” tveimur til jDremur mánuðum áður en barnið fæðist. Þetta er eins konar „fyrir-fæðingar- veisfa”t þar sem ættingjar og vinir gefa ófæddu barni föt, kerru, vagn, rúm, bílstól og fleira nytsamlegt.” Samkvæmt lögum mát ert barn skíra nema í kirkju, nema líf fægi við og lágu sektir við ef skírn dróst í meira en viku. Fólk var hrætt um að huldufófk og trölf rændu óskírðum börnum og settu umskiptinga í staðinn. Eins var mikill ótti við Kölska og ára hans sem sættu fagi við að ná óskírðum barnsanda tif sín. „Af þeim siðum sem tengjast skírn þekki ég aðeins þann, að það boði gæfu fýrir barnið að sofna í skírnarkjólnum og veit dæmi um mikið streð foreldra og ættingja tif að fá barnið til að dorma í kjólnum." Það er verðugt rannsóknar- efni að kanna viðhorf fólks til hjátrúar sem tengjast barns- fæðingum og meðgöngu fýrr og nú þvi eflaust eimir eftir af gömlum siðum víða í landinu. Ég hef hug á því að kanna þetta nánar og er eiginlega að safna í sarpinn varðandi þetta málefni. Það væri þvi gaman ef lesendur VERU gætu orðið að liði og sent inn línu ef þeir luma á einhveiju varðandi hjátrú íslendinga, sem ekki hefur komið fram hér”. gg ER HEIMIL SLYSAGILDRA? Er eldavélin laus í eldhúsinn- réttingunni þannig aö ef barn stígur á ofnlokiö þá getur þaö hœglega fengiö vélina yfir sig og allt sem er á hellunum? Eru bókahillurnar vandlega festar í veggina heima hjá þér? Eru rafmagnssnúrur á víö og dreif um íbúöina og rafmagnslokar óvaröir? Er barnið í beisli í barnavagninum? Geymirðu 38 eiturefni og rœsingarvökva á öruggum staö? Slysagildrur leynast víöa inná heimilum. Hversdagslegir hlutir sem við fulloröna fólkiö hugsum jafnvel ekki um dag- lega geta reynst börnum stór- hceftulegir og varhugaverðir. Slysin gera ekki boö á undan sér og þau eru því miður allt of tíö. Þaö er bót í máli, aö þaö má koma í veg fyrir mörg þeirra slysa sem eiga sér staö t.d. í heimahúsum, meö því aö gera sér grein fyrir hœffunum og fyrirbyggja þœr. Rauði Krossinn hefur um þriggja ára skeið haldiö nám- skeiö fyrir foreldra og alla þá sem hafa meö umönnun barna aö gera. VERA leitaöi til Her- dísar Storgaard sem sér m.a. um námskeiðið „slys á börn- um". „Þetta ertveggja kvölda nám- skeið, þrír tímar í senn, þar sem lögö er áhersla á að gera fólk meðvitað um algengustu slys á börnum, orsakir fyrir þeim, meöhöndlun og helstu forvarn- ir. Viö leggjum áherslu á alla aldurshópa frá ungbörnum upp

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.