Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 35

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 35
KVENNABLAÐIÐ leggur til að Alþingi veiti leik- urum styrk eins og listmál- urum. Stefanía Guðmunds- dóttir leikkona hlaut styrk frá Alþingi árið 1907. Bríet skrifar síðar langa grein um Stefaníu í tilefni 25 ára leikafmælis hennar. Er nær dregur aldamótum fara greinar um kvenréttindi að skjóta upp kollinum, þó einkum eftir að Framsókn lagði upp laupana 1901. Bríet skrifar mikið um ijármál hjóna, enda segir hún ekkert ...af kvenréttindamálam vor- um mun verajafn-mikið áhuga- mál allra hugsandi kvenna og þetta mál.“ Fréttir birtast frá heimsfélagi kvenna en það er skoðun ritstýrunnar að ís- lenskar konur eigi að setja sig í samband við félagsskap kvenna erlendis. Einnig eru greinar um kvenfélög og Sigurlaug Gunnarsdóttir í Ási í Hegranesi skrifar um uppeldi og menntun kvenna. Sigurlaug var frumkvöðull fyrsta kven- félagsins sem stofnað var hér á landi 1869. Halldóra Bjarna- dóttir sendir fréttapistla frá Noregi og segir ítarlega frá skólafyrirkomulagi og skólalífi þar. Þóra Friðriksson sendir bréf frá París með skemmti- legum frásögnum af menning- ar- og menntalífi borgarinnar. Árið 1905 breytist Kvenna- blaðið í kvenréttindablað. í fyrsta tölublaði þess árs segir Bríet að blað hennar sé eina blaðið á landinu sem gefið sé út til að „...halda fram hags- munum kvenna og hlynna að heimilunum. Hér eftir mun það og gera sér far um að halda fram réttindum þeirra og benda á ráð til að bæta hag þeirra og atvinnu. “ Eftir að Kvenrétt- ) indafélag íslands var stofnað 1907 varð Kvennablaðið mál- gagn þess. Blaðið flutti fréttir af kvennabaráttunni heima og erlendis. Tilgangur blaðsins var einnig að stuðla að breytt- um hugsunarhætti og leggja línurnar í baráttunni. Líklega missti Kvennablað- ið einhverja kaupendur við þessi stakkaskipti og árið 1910 var haldinn almennur kvenna- fundur í Iðnó um Kvenna- blaðið. Þar var „Stúfandi fullt hús.“ Konur voru hvattar til að styrkja blaðið og styðja með því að borga það, útbreiða og skrifa í það. Bríet gerði grein fyrir stöðu mála og mótmælti aðfinnslum um einhliða efni. Hún las upp fyrirsagnir flestra frumsaminna greina þriggja síðustu árganga sem ekki snertu kvenréttindamálin eig- inlega og sýndi hvernig þar hefði verið slegið til hljóðs fyrir skólamál, fræðslumál, hús- stjórnarkennslu, búnaðar- skóla kvenna, samtök og samvinnu, menntun kvenna, skóla, bindindi, heilbrigðis- mál, siðgæðismál; auk þess mörgu fleira hreyft, bæði utan úr heimi og fréttum frá konum auk kvenréttindamálanna. En ekkert hefði dugað; konur hefðu jafnan þagað. Bríet heldur áfram: „Og svo spurði eg: Hver eru þá áhugamál kvenna? Hvaða interessur hafa þær þá fyrst það er ekkert af þessu? Því það er ekki af því að þær virði Kvennablaðið minna en önnur blöð að þær rita ekki í það - þær rita í engin blöð.“ Bríet lagði áherslu á að hún væri ekki að biðja um neinar ölmusur. „En velfynd- ist mér við konur ættum aðgeta unnt hver annarri að geta lifað af störfum okkar og fúsari ættum við að vera til að styrkja hver aðra en til þess að eyðileggja atvinnu hver ann- arrar. Eg kvaðst vera orðin þreytt á þessu og ef konur vildu hvorki eiga blaðið né sjá það, hvorki kaupa það, borga, lesa, né rita í það, þá ætti það ekkert erindi til þeirra, þá væri best að hætta að halda því úti. “ Áskrifendum ijölgaði nokkuð, en áskriftir innheimtust enn illa. í leiðara fyrsta tölublaðs- ins 1919 segir Bríet frá erfið- leikum blaðsins. Verðhækk- anir voru miklar, kostnaður við útgáfu blaðsins jókst og prentunarkostnaður hafði t.d. hækkað um 160%. Kvenna- blaðið bar sig ekki og safnaði skuldum. Bríet vildi ekki breyta ritstjórnarstefnu blaðs- ins, fýlla það með sögum og öðru léttmeti, í von um fleiri áskrifendur. „Mér finst það væri að niðurlægja Kvenna- blaðið, að afneita sínum stærstu áhugamálum." í des- ember 1919 kvaddi Briet því kaupendurna og segir í ævi- ágripinu: „Létt verk var mér það ekki að veita Kvenna- blaðinu nábjargirnar. Það hafði verið mér trúr og tryggur Jorunautur um 25 ár. Það hafði gefið lifi mínu rílcara innihald en það mundi annars hafa getað átt. Og það hefur haldið mér andlega lifandi á erfiðum tímum, iyálpað mér til aðJinna sjálfa mig, missa aldrei móð- inn, en sjá aUtaf sólargeisla framundan sem keppa bærí að. “ Það er eftirtektarvert hve undirbúningur að útgáfu Kvennablaðsins var vel skipu- lagður. Umboðsmenn voru um allt land og dreifingin þvi fullkomin og innheimta gekk einnig vel framan af. Bríet skrifar eða þýðir megnið af efninu sjálf. Það hefur verið í nógu að snúast hjá henni samanber kafia úr bréfi til Laufeyjar, líklega skrifað um 1910: „En klukkan er að ganga 3 um nótt. Kvennablaðið kemur út í fyrramálið. Á morgun þarf eg að láta prenta boðsbréjið og svo búa það út á einum og hálfum degi. - Og vera á safn- inu - elda matinn og gera önn- ur húsverk - hlaupa erínda - tala við fólk - rita upp það sem eg gleymi. - „Hvað gerír þú mamma?" segið þið stundum og satt er það að lítið liggur eftir mig. En bæðifætur, höfuð, þ.e. minnið. og margt jleira bilar mig nú. “ RV Heimildir: Kvennablaðið 1895-1919 Bríet Héðinsdóttir: Stró í hreiðrið, 1988 Gefið meðgöngunni léttan og litríkan blœ í fötum frö okkur. Nýjar vörurí hverri viku. Grettisgötu ó Sími 626870 Opið virka daga 10-18 • LaugardagalO-14, 35

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.