Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 28

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 28
SPARNAÐUR „Peningar eru nýjasta valdatœki kvenna. Viöskiptalífiö nœrist á konum. Þœr eru kaupendur, neytendur og viöskiptavinir. Langflestar hafa eigin launatekjur og auk þess hafa þœr ákvörðunarvald um hvernig sameiginlegum tekjum fjölskyldunnar er ráöstafaö. Velta íslenskra kvenna samanlagt skiptir hundruöum milljaröa króna.... Konur taka œ fleiri sjálfstœöar ákvaröanir um hvernig þœr verja eigin fé og sameiginlegu fé fjölskyldunnar á sviöum sem ekki tilheyra „hefóbundnum" kvennasviöum. Þœr kaupa bíla, tölvur og veröbréf og þœr eru sjálfstœðir viðskiptavinir í bönkum.“ Hildur Jónsdóttir, VERA, sept. 1990 urinn er auðvitað að leggja eitt- hvað fyrir en mér finnst varla taka því með þessar fáu krónur sem eftir eru í launaumslaginu þegar ég hef borgað lífsnauðsynjarnar. Þegar ég var lítil var Spari- sjóður staðarins í kjallaranum hjá okkur. Það var mikið sport hjá okkur systrunum að fara á laugardögum og leggja inn af vikupeningunum sem við fengum þann dag. Áróðurinn um að græddur væri geymdur eyrir hefur eflaust haft einhver áhrif á okkur, en aðalástæðan fyrir tíð- um ferðum okkar í kjallarann var hve stelpurnar í Sparisjóðnum voru sætar og smart og skrifuðu þar að auki svo vel í sparisjóðs- bækurnar okkar. Þær áttu gott safn bírópenna og skrifuðu sína sérstöku krúsidúlluskrift með rauðu, bláu eða grænu. Ég dáðist mikið að sparisjóðsbókinni og mér fannst mikið lýti á henni ef sparisjóðsstjórinn skrifaði í hana. Hann skrifaði alltaf með bláum penna en stíll hans var allt annar en stelpnanna. Við kepptumst við að fylla sparisjóðsbækurnar okkar og því var stungið að yngri systur minni að hún fengi sér sparibauk. Þann dag hafði hún lagt inn eina krónu. Þetta var á þeim árum sem verðbólgan át upp sparifé landsmanna. Ég tók að sjálfsögðu aldrei út úr bókinni og urðu vikupeningar mínir því verðbólgubálinu að bráð. Ég var þar af leiðandi ekki ginnkeypt fyr- ir áróðri um sparnað lengi fram- eftir aldri, enda var ég varla aflögufær. Mér áskotnaðist töluvert fé fyrir nokkrum árum og þá horfði málið öðruvísi við. Fjármálasér- fræðingur minn stakk upp á þvi að ég keypti mér bréf hjá einu verðbréfafyrirtækjanna í stað þess að leggja féð inn í banka. Ég fór að ráðum hennar en hafði lengi áhyggjur af peningunum sem ég var viss um að hyrfu og væru mér því að eilífu glataðir. Ég óttaðist um hag fyrirtækisins einkum eftir að sambærilegt fyrir- tæki varð gjaldþrota en vinkona mín sannfærði mig um að áhyggj- ur minar væru óþarfar. Skyndi- lega kom sú staða upp að ég þurfti á peningunum að halda. Þá kom í ljós að ég tapaði töluverðri upphæð með því að leysa bréfin út með skemmri en þriggja mán- aða fyrirvara. Mér er það ekki gefið að sjá inn í framtíðina og því get ég ekki vitað með þriggja mánaða fyrirvara hvenær ég hef þörf fyrir sparifé mitt og hvenær ekki. Ég kom mér upp dágóðri upphæð á bankareikningi sem ég gat gripið til í neyðartilvikum. Bankareikningurinn veitti mér aukna öryggiskennd, en eyðsla mín jókst til muna þar sem auðvelt var að grípa til pening- anna. Þegar ríkissjóður gaf mér kost á að kaupa áskrift að sparn- aði fannst mér það gráupplagt þvi að ég var hætt að leggja nokkuð fyrir en gekk bara á höfuðstólinn. Ég er víst ein af fimmtán þúsund áskrifendum spariskírteina og tel mig vera í góðum félagsskap. Linnulaus áróður hefur tvímæla- laust áhrif, ég vissi til dæmis ekki fyrr en ég var mætt í bankann minn klukkan hálf tólf fyrir hádegi á gamlársdag, kaupandi hlutabréf eins og stór hluti þjóðarinnar. Það var ílókið mál að gera skattskýrsluna fyrir síðasta ár. Ég sem hafði nánast engar tekjur dreifði „sparnaði" mínum í fimm banka á þremur stöðum á land- inu og var með fimm mismunandi reikninga i þeim. Ég keypti hluta- bréf, átti hlutabréf fyrir og bréf í verðbréfaíýrirtæki (af þeirri einu ástæðu að ég gleymdi alltaf að segja þeim upp). Ég vann á fimm stöðum á árinu, seldi íbúð og var ekki með neinar skuldir nema námslánin. Sem betur fer gerði viðskiptafræðingur skattskýrsl- una fyrir mig og ég borgaði hon- um með barnapössun. Hann sagði að það væri kominn tími til að ég tæki fjármálin föstum tök- um og sparaði markvisst. Hann var lítið hrifinn af þessum hálf- tómu bankabókum og ávísana- reikningum um allt land. Áhyggjur af sparifénu voru nánast úr sögunni í byrjun þessa árs þegar ég keypti mér íbúð. Ég neyddist meira að segja til að selja hin nýkeyptu hlutabréf til að geta staðgreitt nýju eldhúsinnrétting- una. Ég forðast „afborgunar- skilmála“ og vil helst borga allt út í hönd. Að sjálfsögðu verð ég nú að ávaxta vel þessar fáu krónur sem eftir eru en valið er erfitt. Fjármálasérfræðingur minn er ílutt í annan landsfjórðung og er í barnsburðarleyíi þannig að ég get ekki verið að kvabba á henni. Hvernig stendur á því að það er ekki til upplýsingabæklingur um sparnað fýrir venjulegt fólk? Það er ekki fyrir meðaljónu eins og mig að átta mig á þessum fjár- festingafrumskógi. Því varpa ég þeirri spurningu hér með til Krist- ínar Sigurðardóttur, sem er „ann- áluð peningakona", hvað venju- legt fólk sem vill spara af tak- mörkuðum tekjum getur gert? Ég vil að sjálfsögðu bæði fá kost og löst á þvi sem í boði er. Og ekki væri verra ef bankarnir settu upp skýringarmynd af rétt útfylltu víxileyðublaði. Ég hef nefnilega ekki ennþá lært að fylla út víxil. RV p.s. Þegar ég var að ljúka við þennan greinarstúf rigndi yfir mig reikningum en ég hafði aðeins gert ráð fyrir hinum mánaðarlega greiðslukortareikningi. Hinir voru frá Lánasjóðnum og tryggingar- félaginu. Mér skilst á hinni pott- þéttu vinkonu minni að ég eigi einnig von á rukkun vegna hús- bréfanna sem ég tók. Hún varð kjaftstopp þegar hún komst að þvi að ég hef ekki reiknað út hvað ég þarf að borga á mánuði í íbúðinni. Gerir fólk það? VERA FYRIR ÞIG ÁSKRIFTARSÍMI 91-22188 28

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.