Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 8

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 8
FJALLKONAN senn virðulegar og sýnilegar. En það er eitt að vera sýnilegur og virðulegur og annað að vera sjálfstæður og fijáls. íslenski þjóðbúningurinn eins og allir aðrir „einkennis“-búningar, felur í sér afneitun einstaklingsins. Sá sem klæðist slíkum búningi hættir að vera hann sjálfur, persónueinkenni hans eru að mestu útmáð, en hann verður þess í stað fulltrúi ákveðinna hugmynda og afla. íslenski kven- búningurinn undirstrikar móður- og húsmóðurhlutverk kvenna. Líkaminn er hulinn, blússan eða peysan er upp í háls, ermarnar eru langar og pilsið sítt. Bijóstin, hið sígilda tákn móðurinnar, eru mjög áberandi, þrýst saman og upp. Pilsið er vitt og kynfæri kvenna eru því vel falin. Pilsið getur þanist út og er því heppilegt á meðgöngu. Svuntan ítrekar síð- an húsmóðurhlutverkið. Á þess- um tíma var móðurhlutverkið upphafið, konur sem mæður voru taldar gegna lykilhlutverki í mót- un og þróun islensku þjóðarinnar og aðeins hjónabandið og móðurhlutverkið var talið gefa lifi kvenna varanlegt gildi. Hejur það eitthvað breyst? Fjallkonutáknið og íslenski búningurinn setja íslenskum konum mjög skýr takmörk. Þess vegna tel ég að við verðum að endurskoða afstöðu okkar bæði til Fjallkonunnar og íslenska þjóðbúningsins. íslenskar kven- réttindakonur hafa einnig haft sterka tilhneigingu til að beina baráttu sinni fyrir auknum rétt- indum inn á farveg „mæðra- hyggju“. Þessi tilhneiging er skiljanleg þar sem mæður og húsmæður skipa sérstakan sess í hugum íslenskra karla. íslenskir karlmenn, sem hafa verið svo háðir kvenkenndum þáttum í sínum eigin kröfum um völd, hafa ekki getað afneitað því að konur og þá sérstaklega mæður, séu Ég tel aö kvenna- barátta sem byggist á „mœörahyggju'1 gegni þegar til lengdar lœtur því hlutverki aö staöfesta fremur en að ögra veldi karla. einnig fullgildar mannverur, sem geta á þeim forsendum gert kröfur um aukin réttindi sér til handa. Nú hefur skotthúfan verið tákn Kvennalistans. Er ekki hægt að taka gömul tákn og gefa þeim nýja merkingu þannig að Fjall- konan eigi sér viðreisnar von? Nei, ekki á þessum forsend- um. Ég tel að kvennabarátta sem byggist á „mæðrahyggju" gegni þegar til lengdar lætur því hlutverki að staðfesta fremur en að ögra veldi karla. Fyrir körlum eiga konur að vera mæður og húsmæður og hvort sem virkni þeirra sem slíkrar markast af veggjum heimilisins eða hvort þær víkka það svið örlítið breytir til lengdar litlu um völd karla. Það þarf að vega að grunnhug- myndunum en Kvennalistinn byggir ómeðvitað á þeim og getur því litlu breytt. RV 8

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.