Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 33

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 33
ÞINGMAL hægt er að nota markaðsstærðir fyrir „ágóða" í þessu tilliti. Það er raunar alveg furðulegt að útreikningar og mat á þjóðar- framleiðslu skuli ekki ná til þess hvaða áhrif það hefur á efnahag landsins þegar náttúruauðlind er fullnýtt eða uppurin. Nú berast þau tiðindi utan úr heimi að þeir sem séð hafa um að reikna út þjóðhagsstærðir séu í æ ríkari mæli að átta sig á þvi að dæmið gengur ekki upp. Öllum hlýtur að vera ljóst að það gengur ekki að litið skuli á mengun og ofnýtingu sem jákvæða þætti þeg- ar meta á framfarir á efnahags- sviðinu. Kostnaður við að hreinsa upp olíu í sjó og vötnum reiknast sem aukinn hagvöxtur. Það fé sem fer í að hreinsa upp olíuna reiknast sem aukin þjóðarframleiðsla og þar með aukinn hagvöxtur en tap á verðmætum náttúrunnar er hvergi tekið inn í dæmið. í mörgum tilvikum er jafnvel hægt að segja að um eins konar tvítalningu sé að ræða. Aukin notkun einnota um- búða reiknast sem aukin þjóðar- framleiðsla. Kostnaður við að hreinsa umhverfið af einnota um- búðum og eyða þeim reiknast einnig sem aukin þjóðarfram- leiðsla og því aukinn hagvöxtur. Aukin mengun og spilling reiknast ekki inn i dæmið. Ekkert tillit er tekið til þess þegar meta á hve vel þjóðinni vegnar á efnahagssviðinu þótl gengið sé á þann höfuðstól sem er grunnurinn að efnahag landsins, náttúruauðlindunum. Ekki er tekið tillit til þess að eftir því sem gengið er á auðlindina minnkar það sem hún mun gefa af sér í framtíðinni. Verðmæti auðlindanna eru ekki færð til eignar og ekkert kemur fram um það í „hagfræði- tölum mánaðarins", hvort gengið sé á þær innistæður. Þjóð sem ofveiðir fiskistofna, ofnýtir gróður- lendi og mengar umhverfi sitt verður ekki fátækari samkvæmt hefðbundnum efnahagsútreikn- ingum. Hún getur þvert á móti skarað fram úr tímabundið sam- kvæmt hefðbundnum mælikvarða, allt þar til auðlindir hennar ganga til þurrðar. Tillögunni var mjög vel tekið á Alþingi og var eins og ég sagði í upphafi samþykkt einróma í maí 1990. í riti Þjóðhagsstofnunar í apríl 1991, „Þjóðarbúskapurinn, framvindan 1990 og horl'ur 1991“, er greinargerð vegna samþykktar Alþingis. Þar segir m.a. „Áhersla er lögð á hin hagrænu viðhorf til umhveríismála og hvaða hagrænu aðferðum er unnt að beita til þess að takmarka eða draga úr meng- un. Hins vegar er hér ekki fjallað um skipulag hagskýrslugerðar um umhverfismál og nýtingu auð- linda. Þær aðferðir hafa ekki enn verið mótaðar en það mun vænt- anlega koma í hlut Þjóðhagsstofn- unar og Hagstofu." í greinar- gerðinni kemur fram það mat að líklegasta þróun mála verði að nú- verandi þjóðhagsreikningar hald- ist í líku horfi og nú er. Til hliðar við þessa reikninga verði hins vegar byggð upp aðgreind reikni- kerfi þar sem leitast er við að „leiðrétta" núverandi niðurstöður þjóðhagsreikninga vegna breyt- inga á náttúruauðlindum og ýms- um umhverfisþáttum. Einnig koma fram i greinargerðinni ýmsar hugmyndir um hvaða hagrænum aðferðum má beita til að stuðla að verndun umhverfisins. Á þessu sést að málið er komið á rekspöl og vonandi verður því fylgt eftir. Þótt skrefið sé litið er það þó skref í áttina og byijunin lofar góðu. Með kærri kveðju Kristín Einarsdóttir, þingkona Kvennalistans Ljósmyndir: Anna Fjóla Gísladóttir. Líkamsrækt þarf ekki að kosta mikið! Sund er fjölskyldu- skemmtun! ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ 33

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.