Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 29

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 29
SPARNAÐUR Það er mjög snjallt af þér að huga að sparnaði. Flestir geta sparað eitthvað, lagt nokkuð íyrir, t.d. gætu flestir sem treysta sér til að kaupa hluti með afborgunarkjörum alveg eins safnað og grætt þar með staðgreiðsluafsláttinn auk vaxta og kostnaðar. Afborgun- arkjör eru í raun mjög dýr. Fólk ætti að hugleiða hversu mikið er greitt fyrir hluti með þeim kjörum fyrir utan það að vera búið að ráðstafa tekjum í óvissri framtíð. Það að eiga einhvern varasjóð gefur fólki hins vegar frelsistilfinningu og dregur væntanlega úr kvíða og peningaáhyggjum. Fólk er þá betur undirbúið fyrir óvænt áföll. Það verður þá minna stressað og sennilega heilsu- betra. Fyrir þjóðfélagið í heild er sparnaður líka mjög já- kvæður og gefur mikla mögu- leika til innlendrar fjármögn- unar og dregur þannig m.a. úr þörf á erlendum lánum. Það hjálpar verulega til við að helja reglulegan sparnað að hafa gott yfirlit yfir fjármál sín. Gera sér grein fyrir tekjunum og í hvað er eytt. Taka síðan saman hverjar komandi greiðslur og skuldbindingar verða t.d. af íbúð eða öðru þess háttar hvenær gjalddagar eru og hverjar upphæðirnar verða. Skoða síðan venjulega neyslu sína. Ef ekki hefur verið haldið bókhald þá er oft hægt að komast langt með kreditkorta- nóturnar og svunturnar úr heftinu svo og aðrar kvittanir. Þegar þetta yfirlit er fengið þá kemur í ljós hvert svigrúmið er. Hugsanlega er hægt að draga úr venjulegri neyslu og leggja frekar fyrir. Ef til vill þarf að safna fyrir stórri greiðslu á komandi mánuðum eða að nú er komið tækifæri tii að mynda varasjóð. Möguleikar til að ávaxta peninga eru fjölmargir. Það má almennt segja að þeim mun meiri áhætta sem talin er fylgja fjárfestingu, þeim mun hærri ávöxtun er í boði. Það er þó ekki alveg einhlítt. Þegar fólk velur sér leiðir til að ávaxta sparifé sitt þarf að huga að nokkrum atriðum t.d. hvort verið er að spara til lengri eða skemmri tíma, hvort við- komandi er reiðubúinn til að taka einhverja áhættu og hversu fljótt þarf að vera hægt að losa þessa peninga. Flestir vilja hafa hluta af sparifé sínu „við höndina" og til þess eru sérkjarareikningar bankanna alveg tilvaldir. Rétt er þó að lesa vel hveijir skil- málarnir eru. Á ílestum þess- ara reikninga er það tímalengd innistæðunnar fremur en upp- hæðin, sem ræður því hvernig vextir reiknast á upphæðina. Eftir að hafa náð að safna þeirri upphæð sem fólk vill hafa á þessum öryggisreikn- ingi sínum ætti að verja við- bótar sparnaði í betri ávöxtun. En það er um að gera að hreyfa ekki mikið af bókinni og halda þannig hámarksávöxtun á henni. Hjá bönkunum bjóðast lleiri möguleikar t.d. fyrir þá sem vilja spara til langs tíma. Þá geta þeir bankareikningar hentað vel sem byggja á lögum um húsnæðissparnað og þar með fást endurgreiðslur frá skattinum auk bestu vaxta bankanna. Aðeins er farið fram á reglulegan sparnað. Hjá Landsbankanum heitir þessi reikningur „Grunnur". Hjá bönkunum starfar fólk sem veitir ágæta ráðgjöf um ávöxtunarmöguleika innan þeirra. Allir sem hafa launa- reikning þurfa að vita hvaða möguleikar tengjast reikningn- um svo að hann nýtist sem best. Ríkisskuldabréf eru í hæsta gæðaílokki verðbréfa og talin áhættulaus, þau eru bundin til nokkurra ára en fólk hefur þó getað selt þau nokkuð greið- lega ef losa þarf peninga. Áskrift er auðveld og snjöll lausn. Húsbréf eru einnig með rikisábyrgð en þau eru bundin til lengri tíma. Vegna mögu- leika á úrdrætti getur ávöxtun þeirra orðið enn betri. Það þarf þó að fylgjast vel með þeim. Ríkisskuldabréf hafa sjaldan boðið hærri ávöxtun en nú, þau eru því góður kostur og betri en oft áður. Það er auk þess mjög einfalt og þægilegt að kaupa ríkisskuldabréf. Vextir eru mjög háir núna (allir vona að þeir lækki innan tíðar) og með kaupum á bréfum með háum föstum verðtryggðum vöxtum er verið að tryggja sér góða ávöxtun til nokkuð langs tíma. Fyrir þá sem hafa nokkuð háar upphæðir til íjárfestingar eða nokkur hundruð þúsund er hægt að kaupa ríkis- eða bankavíxla í 1,5 til 3 mánuði. Stórar upphæðir bjóða upp á marga mjög góða ávöxtunar- möguleika. Verðbréfafyrirtækin selja margvísleg verðbréf þar sem greiðendur eru sjóðir, stórfyrir- tæki eða jafnvel einstaklingar og þau selja einnig hlutabréf. Þau veita einnig greiðlega upp- lýsingar um alla möguleika. Aðstæður breytast á þessum markaði og oft koma góð til- boð. Kaup á aðildarbréfum verðbréfasjóða geta einnig verið auðveldur og þægilegur möguleiki. Þar er auðvelt að kaupa fyrir lágar upphæðir og með fjölbreyttri samsetningu eigna reyna þessir sjóðir að dreifa áhættu og halda samt uppi góðri ávöxtun. Rétt er að kynna sér reglur um innlausn- argjald og þóknanir, á hvaða tímabilum eða eftir hvaða reglum hægt er að innleysa bréfin (fá peninga úi) án inn- lausnargjalds. Innlausnargjaldið er venju- lega ekki hátt og það er í sjálfu sér alltaf hægt að innleysa ef það er greitt en það hefur nokkur áhrif á ávöxtunina. Kaup á hlutabréfum þurfa nokkra umhugsun en margir hafa valið þá leið að kaupa í hlutabréfasjóðum, þar sem fagfólk velur hvað keypt er inn og áhættunni er dreift. Það þarf þó alltaf að muna eftir þvi að hlutabréf geta lækkað og gera það iðulega þar sem markaðurinn er eðlilegur. Þá getur fólk tapað einhverjum peningum í stað þess að fá vexti en verðaukning verður líka stundum mjög mikil. Eins og áður er nefnt veita sölumenn verðbréfa greiðlega upplýsingar og á sérstökum síðum í dagblöðunum koma fram ýmsar upplýsingar. Morg- unblaðið sýnir t.d. reglulega mjög góðar töílur yfir vexti banka og ávöxtun verðbréfa- sjóða. Fólk þarf aðeins að gæta að sér og lesa vel skýringar og gera t.d. skarpan greinarmun á verðtryggðum og óverð- tryggðum vöxtum. Góð ávöxtun á peningum þín- um getur því verið auðfundin og fyrirhafnarlítil. Aðeis þarf að verja skammri stund í að kynna sér möguleikana og huga að hvað hentar best. Það kemur þá í ljós að grædd- ur er geymdur eyrir. Kristín Sigurðardóttir 29

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.