Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 6

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 6
FJALLKONAN Og íslensku Hafnarstúdent- arnir hafa verið Jljótir að kveikja á perunni? Já þeim varð íljótt ljóst mikil- vægi þessara hugmynda fyrir framtíð lands og þjóðar. Það var auðvelt fyrir þá að sýna fram á að á íslandi byggi sérstæð þjóð, sem átti sér sína sögu, menningu og ekki síst tungu. Allt voru þetta þættir sem höfðu mótast og dafnað í skauti íslenskrar nátt- úru. Nú hófst endurreisn og endursköpun íslenska þjóðar- sjálfsins og íslenskrar karl- mennsku, en uppistaðan í þeim vef var íslensk náttúra, tunga, saga og menning. Það var síðan á grunni þess að þeir voru íslendingar og því full- gildir menn, að íslenskir karl- menn gátu haslað sér völl á sviði stjórnmála og krafist yfirráða yfir eigin landi. íslensk náttúra, íslensk saga, íslensk tunga og íslensk menning voru undirstaða í mótun íslensks þjóðarsjálfs og íslenskrar karlmennsku. En hvar koma kvenkenndir þættir til sögunnar? í orðræðu þeirra eru þessir fjórir þættir, náttúran, sagan, tungan og menningin kvenkennd- ir. Þá er ekki vísað til þess að málfræðilega eru þessi orð öll kvenkyns. Heldur er vísað til þess að þessir þættir hafa ríkjandi kvenkennd einkenni. Náttúran hið eilífa ílæði lífsins er í flestum tungumálum kvenkennd. Hún er móðir náttúra eða móðir jörð. Hún fæðir af sér allt líf og felur það síðan í skauti sínu þegar það hefur runnið sitt skeið. í orðræðu íslenskra þjóðernissinna var íslensk náttúra talin gegna lykil- hlutverki í mótun íslensks þjóðar- sjálfs og karlmennsku. ísland, land andstæðnanna - öræfi, fjöll, hverir, jöklar og eldfjöll, efldi ekki aðeins líkamlegt atgervi manna heldur og andríki þeirra. Mikil- vægi landsins sem andleg lind lýsti sér m.a. í hinni sterku þrá sem kemur fram í ljóðum íslend- inga búsettra í Höfn að láta grafa sig í íslenskri mold. Þeir trúðu því að það eitt tryggði að andleg afrek þeirra héldu áfram að lifa með þjóðinni. Við dauðann yrði hold þeirra ekki aðeins að íslenskri mold, heldur sameinaðist andi þeirra anda landsins. íslensk náttúra átti þannig hlut í að marka sérstöðu íslend- inga frá Dönum. Hið sama gilti um hina íslensku sögu. Sagan er hið eilífa ílæði tímans, hún er í senn umgjörðin og lindin sem Greining ó tóknum hinnar sígildu Fjallkonumyndar sýnir aðhún erísenn persónugervingur íslenskrar nóttúru, íslenskrar tungu, sögu og menningar. Inga Dóra talar viö opnun Rannsóknarstofu í kvennafrœðum við Hóskóla íslands. varðveitir anda og afrek manna. Og um leið mótar hún menn og hvetur þá til dáða. í orðræðu íslenskra þjóðernissinna voru tengslin milli náttúru og sögu talin mjög náin. Hin sérstöku náttúruskilyrði hér voru talin hafa sett skýr mörk á þróun íslenskrar sögu. Ef náttúran hefði verið öðruvísi hefði sagan verið allt önnur. Sagan í orðræðu þjóð- ernissinna var eins og móðirin, lindin og skautið, sem geymdi og verndaði anda forfeðranna og ílutti vitneskjuna um afrek þeirra á milli kynslóða. Og ástkæra ylhýra málið? Það þarf ekki að íjölyrða um mikilvægi íslenskrar tungu í mótun þjóðarsjálfsins. Tungan er kennd við móðurina, hún er móðurmálið sem barnið lærir við móðurkné. Það er ekki aðeins móðirin sem ræður málinu, tung- unni sjálfri er einnig likt við konu og móður. Hugtökin tunga og menning eru nátengd, orðið menning vísar til þess að vera maður og það er tungumálið sem gerir menn að menningarverum. Það er einkum hlutverk móðurinnar með full- tingi tungunnar að færa barnið af hinu „náttúrulega" dýrslega stigi yflr á stig menningar og andlegs þroska. íslensk menning er talin rótgróin í íslenskri tungu, án íslenskunnar væri engin islensk menning. Og eins og tungan, er sönn íslensk menning frjósöm hrein og tær. íslensk náttúra, íslensk saga, íslensk tunga og íslensk menning voru undirstaða í mótun íslensk þjóðarsjálfs og íslenskrar karl- mennsku. Það var á grundvelli virkni þessara þátta, sem íslend- ingar gátu krafist þess að fá viðurkenningu sem fullgildir karl- menn og gert kröfur um að stjórna landi sínu sjálflr. Leið íslendinga inn á svið stjórnmála og valda var vörðuð kvenkennd- um þáttum. Það var því ekki aðeins mikilvægt fyrir íslenska karlmenn að rækta og styrkja tengslin við þessa þætti, heldur urðu þeir að ná valdi yfir þeim, því án þeirra máttu þeir sín einskis. Hefðbundin leið karla til að öðlast aðgang og yfirráð yflr kven- kenndum „auð“ er að gera hið kvenkennda í senn að þjóni sín- um og tigna það sem gyðju. Yfirráð og tignun íslenskra karl- manna á hinum kvenkenndu öflum krystallaðist í þjóðartákni íslendinga, Fjallkonunni. Fjall- íslands minni Eldgamla ísafold, ástkœra fósturmold, fjallkonan frið! mögum þín muntu kœr, meðan lönd gyrðir sœr og gumar girnast mœr, gljár sól á hlíð. Þetta Ijóð orti Bjarni Thorarensen (1786-1841) á námsárum sínum í Kaupmannahöfn. 6

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.