Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 39

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 39
HÉÐAN OG ÞAÐAN í unglinga, enda mó segja aö slysin séu mjög mismunandi eftir aldri barna. Ég byrja yfirleitt ó því aö tala um slys almennt og vek athygli fólks d helstu hœtt- unum jafnt inni sem úti. Eins legg ég ríka dherslu á aö gera fólk gagnrýnið á umhverfi sitt, ef þaö sér slysagildru úti á götu, að þaö taki sig saman og byrgi brunninn áöur en barnið dettur í hann. Viö getum í rauninni fariö inn í hvert einasta herbergi heimilisins og fundiö hœttuleg- ar gildrur. „Hnífur og skœri eru ekki barna meðfœri" segir einhversstaðar og þaö sama má segja um allt sem lýtur aö rafmagni, allskonar þvottaefni og rœstilegi, opnanlegum gluggum, þungum húsgögn- um og hlutum, eldavélinni og þannig mœtti lengi telja. Viö gœtum hœglega komiö í veg fyrir mörg þeirra hörmulegu slysa sem veröa á börnum ef viö gerðum okkur grein fyrir þroskabresti þeirra. Líkami þeirra er ekki tilbúinn til aö var- ast ýmsar hœttur. Þau hlaupa út á götu í þeirri trú aö enginn bíll sé nálœgur. En staöreyndin er sú, aö börn hafa ekki full- þroskaða hliöarsýn, fyrr en þau eru orðin 10-12 ára og svo skilur enginn í því afhverju er keyrt yfir þau! Þaö eru einnig margir furöu lostnir yfir því aö barn geti drukknað á því aö detta í 2-3 sentimetra af vatn. En lítið barn hefur einfaldlega hvorki líkam- lega krafta né skynsemi til aö lyfta sér upp úr vatninu. Varöandi önnur atriði sem vert er að nefna, en margir foreldrar og forráðamenn barna vita ekki, þá œtti hvorki aö gefa litlu barni hnetur né kúlusleikibrjóstsykur. Hneturnar geta hrokkiö ofan í lungun og brjóstsykurinn getur staöiö í börnunum. Þaö sama má segja um filmuplast og sprungnar blöðrur sem eru stórhœttulegar ef þcer fara ofan í kok barnsins. Börnin eru það dýrmœt- asta sem viö eigum og það er skylda okkar sem uppalenda aö hlúa aö þeim og hjálpa þeím aö varast hœtturnar sem hvarvetna steöja aö. Og þaö gerum viö ef til vill best meö því aö vera meðvituð sjálf." GG í skini brámána Hallfríður Ingimundardóttir Goðorð 1991 í sklni brámána heitir nýút- komin ljóðabók Hallfríðar Ingi- mundardóttur og er það jafn- framt hennar fyrsta bók. Ljóð- in lýsa bæði ljúfum og sárum stundum, en aðalyrkisefnið er ástin og þær hugsanir og kenndir sem hún vekur. Það sem fljótt vekur athygli við lestur bókarinnar eru marg- víslegar vísanir í íslenskar fornbókmenntir. Laxdæla skip- ar þar veigamikinn sess og fer vel á því þar sem hún er - allavega öðrum þræði - saga um líf og ástir konu og það eru ljóð Hallfríðar einnig. Hallfríður ber gott skynbragð á tungumálið, margræðni þess og myndir. Hún er oft frumleg í orðnotkun En ljóðin eru fjarri því að vera einungis orðaleikir, þvert á móti eru þau myndræn og lýsa miklum tilfinningum: í augum þínum heitar eldtungur gæla við mig vildi þá brenna með þér til hinstu stundar Fýrri hluti bókarinnar - Hvort ertu Kjartan eða Bolli í draumi mínum? - er rómantískur og lýsir ást og sælu, en í seinni hlutanum kveður við annan tón, þar er ástin horfin og það andar köldu: mosagróin hlusta ég skilningsrík hugga þolinmóð elska blygðunarlaust fjarlæg frosin Höfundi tekst oft vel að koma til skila andstæðum ástarinn- ar; sárum vonbrigðum og mik- illi gleði. Lesandi fylgir ljóð- mælanda, sem er kona, í gegn- um átakamikið tímabil ævi hennar, allt frá unaðsstundum tilhugalífsins til jmúgandi sambands sem hún að lokum bindur enda á og öðlast þannig svigrúm til að vera hún sjálf: vefðu þig værðarvoðum ég bæti ekki sprekum á eldinn.... Náttúran skipar stóran sess í ástarljóðunum og eru mörkin milli manns og náttúru oft óljós, þau eru eitt: fjöll og flrnindi fingurgóma minna þú Sömu táknin koma fyrir aftur og aftur. Þar má m.a. nefna augun. Brámáninn í nafni bókarinnar er líking fyrir auga í fornum kveðskap. Augun í ljóðunum segja býsna margt um sálarástand persónanna; augum elskhugans er ýmist líkt við spegilsléttar tjarnir þegar ástin blómstrar eða hyl- dýpi þegar gjá hefur myndast milli elskendanna: augu þín augu þín tvær tjarnir hyldýpi spegilsléttar áheiði... atlot þín óbærilegt farg... Hestar eru sömuleiðis algeng tákn, ort er um ótemjur og villta hesta. Hér er hesturinn tákn frelsis, hann slítur sig lausan og fer sínar eigin leiðir. þóttafull keyrir makka á augabragði loftið klýfur ótemja Eins og áður sagði sækir Hall- fríður visanir mikið í íslenskar fornbókmenntir. Það er við hæfl að enda þessa umíjöllun í VERU á einu stuttu ljóði þar sem konur eru hvattar til að rækta vináttuna. Ljóðið er ort í "heilræðastíl” Hávamála og er einfalt og hnitmiðað. Hávavinátta.. veistu ef þú vinkonu átt far að flnna oft Hrefna Haraldsdóttir AÐ VERA Við tölum þvert um huga okkar, þegar við þorum ekki að vera vð sjðlf. Stundum er of sárt að vera maður sjálfur. Stundum nœstum óbœrilegt að vera það ekki, KVIKSANDUR í orði og œði vertu ávallt hlý, Hlý og opin svo allir geti séð kvikuna þína og þjarmað svolítið að henni, í orði og œði vertu ávallt bljúg, Bljúg og blauð svo allir geti séð viðkvœmni þína og ráðskast svolítið með hana. í orði og œði vertu ávallt kát. Kát og glöð svo allir geti séð hjartalagið þitt og dœmt þaö svolítið og vegið. Úr Ijóðabókinni: Örugglega ég eftir Önnu Björnsdóttur 39

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.