Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 10

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 10
SKAPANDI KONUR „Haldið þið að konur og karlar séu sammála um hvað sé erótískt? Er reynsla okkar önnur en þeirra? Vitum við í raun og veru hvað það er sem æsir okkur upp eða fylgjum við bara straumnum og tökum það gott og gilt sem karlkyns rithöfundar skilgreina sem erótík?" Sabína, fertug hús- móðir í San Francisco spurði kunningjakonur sínar þessar- ar spurningar - og þær svör- uðu neitandi. Þá bauð hún þeim heim í samanburðaröl (hver kom með sinn rétt) en aðeins níu konur mættu og voru auðsjáanlega stressaðar, en orðið „erótík“ laðaði þær að. Þær gerðu sér strax grein fyrir því að matarást sameinaði þær að minnsta kosti! Konurnar lásu upphátt úr bókum Anais Nin, Heniy Miller og Nancy Friday og kíktu auk þess á nokkur klámblöð en þeim var alls ekki skemmt. Sabína hvatti þær til að skrifa sjálfar erótískar sögur eða ljóð og höfðaði til ástar þeirra á mat og matreiðslu, en fyrir margar hafði eldamennska alltaf verið „örugg“ útrás fyrir erótískar tilfinningar. „Ef þið gætuð búið til uppskrift að hinum fullkomna elskhuga, hvaða „hráef’ni" mynduð þið nota?“ Hugurinn hvarílaði til þess sem hafði vakið þær til vitundar um sjálfar sig sem kynverur, svo til kvikmynda- hetjanna sem áttu hugi þeirra 10 þá, og loks til hugmyndarinnar um spennandi ókunnuga elskhuga frá framandi löndum. Þeim brá í brún þegar þær gerðu sér grein fyrir hvað hin hefðbundna kvenímynd rauðu ástarsögunnar, af kon- um sem hjálparvana fórnar- lömbum, hafði haft mikil áhrif á þær og mótað hugmyndir þeirra um erótík. Þær settu sér þvi eina reglu: Engin fórnar- lömb. Tilraunir þeirra til að kasta fyrir róða sex-steríótýpum hafa ekki alltaf gengið jafn vel, en eftir því sem þær urðu meðvitaðri varð að minnsta kosti auðveldara fyrir þær að leika sér með þær. Konurnar hittast mánaðar- lega hver hjá annarri. Þær heíja kvöldið á kældu víni og léttum forréttum. Karlmaður- inn á heimilinu situr með þeim en yfirgefur svo samkvæmið þegar konurnar eru tilbúnar til að láta til skarar skríða og deila hver með annarri eró- tískum sögum, ljóðum og frá- sögnum. Árið 1986 gáfu þær út bók: Ladies' Own Erotica sem skiptist í sex kafla: Vitundar- vakning, „tungumál líkam- ans“, þráin eftir hinu óþekkta, forboðnir ávextir og „aftur í lífi mínu". Sjötti kaílinn heitir „leikir sem við lékum“ en þar eru sögur sem urðu til í upp- hitunaræfingum. Sabína gaf þeim þá setningu eins og „kona og karl hittast á hóteli", sem þær unnu síðan út frá. Nokkr- ar mataruppskriftir eru í bók- inni, enda leggja þær allar áherslu á hve matur og mat- reiðsla er erótískt: súrsað hvít- kál, lambalæri, bjúgu, tómatar og súkkulaðifondue... allt get- ur þetta verið erótískt ef svo ber undir. Nokkrar konur helltust úr lestinni en aðrar bættust við en yfirleitt voru þær tíu. í bókinni eru sögur og ljóð eftir sjö konur. Sumar eyða heilu helgunum í að skrifa erótískar sögur, en aðrar hripa eitthvað niður á blaðsnepil í matar- tímanum í vinnunni. Þegar bókin kom út höfðu konurnar hist mánaðarlega í sex ár og deilt erótískum sögum sínum

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.