Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 21

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 21
SKAPANDI KONUR Eg fór hálfpartinn hjá mér við einlægni og æðruleysi Önnu. Núna segir hún mér að þessi eiginleiki hennar að vera opinská, skapi sér oft vandræði. - Fólk treystir sér ekki til að umgangast mig af því að ég framkalla hjá þvi angist. Það kemur grátandi af fundi mínum, sem ég skil reyndar ekkert í, þvi mér finnst ég tala hressilega um mín mál og ég er ekkert að biðja neinn um að vorkenna mér. Það kom í ljós að hin ofur- fallega ijölskyldumynd sem ég sá í fyrstu heimsókn minni til þeirra hjóna var dálítið fölsk. - Ég man hvað ég var þreytt þetta kvöld, segir Anna. Það var hugmynd Emils að Óskar tæki þátt í víðavangshlaupinu. En svo varð allt í einu alveg bráðnauð- synlegt fyrir hann að fara á þennan markað, svo að ég varð að sjá um keppnina. Þegar hann hringdi og sagðist koma með konu í kvöldmatinn, hugsaði ég, jæja, þá er komið að því. Hann var æ minna heima, svo að það var ekki óeðlilegt að mig grunaði að hann ætti viðhald. En samt kom það mér gjörsamlega í opna skjöldu þegar hann fór frá okkur í hitteðfyrra. Ég brotnaði algjörlega niður. Skilnaðurinn er það erflð- asta sem hefur komið íyrir mig. Að vera skilin ein eftir með allar byrðarnar. Þegar ég sat heima á kvöldin og börnin voru sofnuð ráðgerði ég að kveikja í húsinu með okkur öllum. En ég lifi enn. Ég gafst aldrei upp og nú er að rofa til í lífi mínu. Ég er aftur farin að finna fyrir jákvæðum tilflnn- ingum. Núna verð ég ástfangin. Oft! Að sumu leyti er lífið auð- veldara núna. Ég fæ fri aðra hveija helgi. Algert frí. Það fékk ég aldrei áður, því þó að Emil væri heima hvíldi öll ábyrgðin á mér. » Ég gat aldrei skroppið frá og gert það sem mig langaði til. Ég gat ekki máfað á kvöldin þó að Emil væri heima. Það var aldrei pláss fyrir mín áhugamál. Nú vorkenni ég Emil. Hann réð ekki við aðstæður sínar. Það eina sem honum datt í hug að gera var að bæta sífellt við sig vinnu og vera sífellt að byija á nýjum, stórkostlegum verkefnum. Að lokum fór hann á hausinn með þetta allt saman. Það er ein af ástæðunum fyrir því að hann fór. Hann hefur talað um að koma aftur og auðvitað vil ég innst inni að hann geri það. Hann er minn maður, hann hefur alltaf verið minn maður. En ég hef bara ekki efni á að taka við honum, þvf hann er á kafl í skuldasúpu. Emil hefur aldrei talað mikið. Hann skortir þennan öryggisventil sem ég hef, að geta talað um vanda- málin. Það er hans vandamál. En honum og nýju konunni hans er vorkunn. Fyrst eftir að hann fór ákvað ég að ef ég hitti nýju konuna úti í búð þá skyldi ég slá hana í hausinn með frosnum kjúklingi. En þeirra líf er ekki auðvelt í svona smábæ eins og við búum í. Þau eru flyst úti. Allir hafa samúð með mér, þó að enginn geti umgengist mig. Fólk vorkennir mér svo mikið að það getur ekki hitt mig. Þess vegna sit ég ein heima á kvöldin. Ég er farin að reykja aftur til að hafa eitthvað að gera þegar börnin eru sofnuð. Ég hef ekki þrótt til að gera eitthvað af viti. Börnin sakna hans auðvitað. Á hverju kvöldi biður Eva mig um að hringja í pabba. Ég þykist hringja og segi: - Pabbi, þú átt að koma heim. Hún les af vörum mér hvað ég segi og svo rétti ég henni tólið. Hún babblar eitthvað í það og segir svo á táknmáli: Pabbi, þú átt að koma heim! Við borgum fyrir matinn. Anna í kaupstaðarferð og nýtur er lífsins í fjölmenninu. Hún gantast við þá sem næst standa í biðröð- inni fyrir utan pöbbinn sem við förum á. Hún er í þröngum galla- buxum afklipptum um hnén og svörtum flegnum bol sem sýnir sólbrennt bakið. Hún lítur ekki út fyrir að vekja angist fólks. Þegar inn er komið segir hún mér frá manninum sem hún er ástfangin af. Hann er leigubíl- stjóri og aðkomumaður í bænum. Kvöld eitt í vetur keyrði hann hana heim. Nokkru síðar bankaði hann upp á hjá henni með blóm- vönd. - Guð minn góður, hugsaði ég, hvað á ég nú að gera. En ég bauð honum inn því mér fannst hann mjög viðkunnanlegur. Ég hélt að hann væri um þrítugt og hann hélt það sama um mig. Hann varð því ansi skrítinn á svipinn þegar hann komst að þvi að ég er 46. Og ég varð sjálfsagt enn skrítnari á svipinn þegar ég heyrði að hann væri 22. Við erum mjög ástfangin og þegar við hittumst flnnum við ekki fyrir neinum aldursmun. En fyrir hann er samband okkar stórt vandamál. Hann er ungur og á líflð framundan og hann vill eignast fjölskyldu og eigin börn, svo þetta samband hefur marga galla í för með s’ér fyrir hann, en fyrir mig er það bara jákvætt. Hann er alveg ótrúlega natinn við börnin og þau eru mjög hriflnn af honum. Ég veit ekki hvernig þetta fer, hann fór burt í sumar til að hugsa um framtíðina. Ég hitti svo annan mann í sumar sem ég er alveg heiftarlega ástfangin af. En það samband er alveg vonlaust og ég nota kvöldin til að telja sjálfri mér trú um að hann sé örugglega algjör drullu- sokkur. Eiginlega er staða mín á hjónabandsmarkaðnum nokkuð vonlaus, því hver vill fá jDrjú börn, þar af tvö fötluð, í kaupbæti með konu? Ástæðan fyrir kaupstaðarferð Önnu þetta kvöld er sú að hún var að selja húsið sitt. Það gekk erflðlega að selja hús hannað fyrir hjólastól í smábæ norður i landi og því hefur Anna ærna ástæðu til hátíðahalda. Hún er á förum með öll börnin suður á bóginn, í sveitarfélag sem er þekkt fyrir að gera fötluðum lífið léttara. Hún þráir að byija nýtt líf í nýju umhverfi. - Auðvitað verður þetta að mörgu leyti erfltt. Nú verður ekki 21

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.