Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 34

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 34
KVENNABLAÐIÐ BLAÐIÐ Á árunum 1895-1919 gaf Bríet Bjarnhéðinsdóltir út Kvennablaðið, sem kom út mánaðarlega (nema árið 1898 komu út 13 tölublöð). Bríet var gift Valdimar Ásmundssyni rit- stjóra Fjallkonunnar. í ævi- ágripi sínu segir hún að fljót- lega eftir að þau giftust hafi Valdimar stungið upp á þvi við hana að hún gæii út kvenna- blað. Það fannst henni óhugs- andi en sex árum siðar ..stakk hún upp á þessu sjálf og gerði það.“ Bríet sendi út boðsbréf i nóvember 1894 og undirtektir voru það góðar að útkoma fyrsta tölublaðsins, sem náði 2700 eintökum, dróst fram í febrúar 1895. í millitíðinni sendu mæðgur á Seyðisfirði frá sér kvenna- blaðið Framsókn (sjá VERU sept. 1990). Bríet hafði sent þeim boðsbréf, en óvist er hvort þær hafl verið farnar að undirbúa útkomu blaðs síns áður. í ritstjórnargrein fyrsta tölublaðsins segir Bríet að Kvennablaðið eigi ekki að flytja pólitískar greinar „...heldur eingöngu að gefa sig að kon- unum og heimilunum." „Það hefur lengi verið sagt, að heimilin væru ríki kvennanna; því skyldum við þá ekki vilja hlynna sem bezt að þeim? Hvort sem við erum giftar eða ógiftar, verður það þó jafnan ojaná, að við erum húsmæður, mæður, dætur eða vinnukonur. allar vinnandi okkur sjálfum og öðrum gagn beinlínis og óbein- línis. Engin okkar neitar víst því, að Jlestar aj okkur bæði ríki og kjósi helzt að ríkja á heimilunum, án þess þó við könnumst við að okkur sje ekki leyfilegt að líta út Jyrir bæjar- dyrnar, eða að við höjum ekki ijett eða hæfúeika til að gegna Jleiri störjum. “ Bríet lagði áherslu á að heimilislífið væri sá grundvöllur sem þjóðlífið byggðist á og þess vegna yrði að hlynna að því með því að bæta heimilislíflð og störfin á heimilinu. Ritstýran segist ætla að taka sér erlend kvennablöð til fyrirmyndar og birta skemmti- sögur og ýmislegt annað til fróðleiks, gagns og skemmt- unar. Þó svo að blaðið ætti ekki að vera pólitiskt hélt Bríet fram jöfnum rétti kvenna til mennt- unar og þeirra starfa sem þær óskuðu, með sömu skilyrðum og karlar. Efni Kvennablaðsins er fjölbreytt. Fýrstu árin er aðaláherslan lögð á ýmis hús- legefni, mataruppskriftir, hús- ráð, handavinnu, matjurta- garða, meðferð ungbarna, uppeldismál, vefnað og greinar um hússtjórnarskóla erlendis o.fl. Bríet þýddi bæði smá- sögur og framhaldssögur. Það er auðséð að hún hefur leitast við að velja lærdómsríkar eða táknrænar sögur, sem boða heiðarleika, vinnusemi og að menn eigi að vera góðir við þá sem eru minnimáttar. Blaðið leitaðist við að innprenta lesendum sínum heilbrigðar lífsskoðanir. Bríet óskaði eftir þvi að konur sendu blaðinu efni til birtingar, bæði stuttar góðar ritgerðir, ráð og leiðbeiningar. En konur voru seinar til svars og kvartar ritstýran margsinn- is yfir pennaleti þeirra. í fyrstu árgöngunum eru greinar um skólastjóra kvenna- skólanna þriggja sem hér voru, Valgerði Þorsteinsdóttur, Elínu Briem og Þóru Melsted. Bríet birtir iðulega ferðasögur sínar og má t.d. árið 1898 lesa stórskemmtilega lýsingu á ferð hennar austur um land með skipi og síðar segir hún frá ferð sinni til Norðurlanda þegar hún fór að kynna sér hús- mæðrafræðslu þar. Briet fór fljótlega að skrifa um sjónleiki bæjarins, n.k. leiklistargagn- rýni og skrifaði um flestar leik- sýningar í Reykjavík. Bríet 34

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.