Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 19

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 19
SKAPANDI KONUR HVAÐ ER AÐ VERA SKAPANDI? Hvað er að vera skapandi? Eru allir skapandi eða aðeins fáir útvaldir? Ert þú skapandi? Hvað gerir þú? Ertu skapandi í daglega lífinu, í hugsun, verkum , draumum...? Er sjálfstraustið í núlli vegna þess að guð sló allt út með sköpun heimsins á sex dögum og allt virðist ósköp lítils virði í samanburði við þau ósköp ? Kannski og kannski ekki. Stundum og stundum ekki. Það er svo unaðslegt að láta hugann reika, allt virðist mögulegt og fæst ómögulegt. Frjó og skapandi hugsun er undirstaða þess að við getum gert okkur vonir um að koma hugsun í talað orð, ritað orð, myndir, tóna eða eitthvað annað. Nú á endanum gæti komið út úr því annaðhvort metnaðarfullt eða misheppn- að verk, jafnvel metnaðarfullt en misheppnað verk. Ef svo er þá er bara að halda áfram, læra af reynslunni og bæta nýrri við. Að minnsta kosti hefur aginn til að framkvæma hugmyndina verið til staðar, en án hans vill koma fyrir að ýmsar hugmyndir leysist upp í vindinn. Góða ferð! H. G. H. LESENDABREF KONUR MEÐ KLÁMI! Kæru Verukonur. Mér fannst gaman að júní-hefti VERU, því að þar er varpað ljósi á hinar ýmsu hliðar femínisma. Það er tímabært að hugtakið femínisti öðlist víðtækari merkingu og nái að fela í sér hin ýmsu sjónarmið. Margar konur hika við að kalla sig femínista vegna þeirrar merkingar sem þær halda að orðið „eigi“ að fela í sér. Greinarnar í blaðinu voru ágætar, en hins vegar fannst mér greinin „Erótík eða klám“ sýna of einhliða viðhorf. Þó ég hafi nú þegar ritað grein í VERU um vandann sem þvi fylgir að banna klám vil ég nú ganga skrefi lengra og lýsa þvi yfir að ég er femínisti sem er fylgjandi klámi. í áðurnefndri grein er gefið í slíyn að til þess að geta notið kláms verði maður annað hvort að vera haldinn sjálfshatri, eða líða vegna ástleysis, en þetta er fjarri sanni! í upphafi er sagt að ógerlegt sé að greina milli kláms og erótíkur, þar er ég sammála, en höfundur leggur engu að síður út á þá hálu braut. Hún tengir erótík ástinni en lítur á klám sem athöfn eingöngu - túlkun sem á rætur sínar að rekja til Gloriu Steinem. Það er hægur vandi að lýsa ástar- sambandi í kvikmynd eða í sögu, en þegar ljósmyndir eru annars vegar vandast málið, því þar er hægt að túlka á ýmsa vegu. Er mögulegt að ljósmynda ást? Hafa skal í huga að fýrirsætu-pörin eru í launaðri vinnu og hafa að öllum líkindum ekki hist fyrr en við myndatök- una. Þá lýsir greinarhöf- undur því yfir að klám sé laust við innileik og „spennu". H e y r ð u mig nú?! F y r i r s k ö m m u las ég sögu (eftir konu) um unga konu sem klæðist ' t '/ drengjafatnaði, er '/ „húkkuð" af homma, og þegar hið rétta kyn hennar er afhjúpað íklæðist hún afar kvenlegum fatnaði. Það var engin „ást“ í sögunni, eingöngu fullt af hressilegu kynlífi - „kiám“ samkvæmt skilgreiningu greinarhöfundar. Samt fannst mér sagan bæði spennandi og æsandi. Mann- inum mínum fannst það líka! Mér fannst sagan einnig hafa listrænt og félagslegt gildi, en það er þó aukaatriði því megin tilgangur sögunnar var að örva kynlöngun. Enska orðabókin mín skiigreinir klám sem það er lýsir erótík eða kyneðli, ætlað til að örva eða æsa kyn- hvötina. Það er ekkert athuga- vert við slíkt. Ýmislegt sem ber titilinn „erótískt" missir marks hvað þetta snertir. í mínum huga eru klám og erótík það sama, tvö orð yfir s a m a hlut, en hugarflug og raun- veruleiki eru það hins vegar ekki. Ég gef oft hugar- fluginu lausan cauminn og sé fyrir mér atburði sem ég vildi ekki að gerðust i raun og veru, og enginn þarf að komast að þvi - nema af því að ég hef hér með iýst því yfir! Annað vandamái sem ég hef rekist á í sambandi við gagnrýni á klám er að yfirleitt eru sadó-masókismi (SM) og ofbeldi lögð að jölnu. Nokkrar bækur hafa verið skrifaðar um SM, þeirra á rneðal fáeinar eftir konur sem telja sig vera femín- ista og einnig lesbíur eins og Pat Califia. Þó hef ég hvorki orðið vör við neina alvarlega umfjöllun um SM í VERU, eftir þá sem hafa lesið umræddar bækur. né séð viðtöl við nokkra sem upplifað hafa slíkt athæfi. Það eru tvær hliðar á hverju máli og ekki hægt að gera upp hug sinn fyrr en báðar eru komnar í ljós. Tilgangurinn með þessu bréfi er að koma þvi á framfæri að andúð á klámi er ekki endilega eina sjónarmið fem- ínista. Ég tel klám vera sið- ferðilegt mál sem hver og einn verður að gera upp við sig. í júní-hefti VERU er fjallað urn ýmis konar femínista - t.d. hefðbundna, „kvenlega“ og kristna. En nú til dags eru til fleiri afbrigði femínista - hórur, fatafellur og fleiri. Ef kvenna- hreyfingin á að vaxa og dafna verðum við að umbera og vera meðvitaðar um íjölbreytnina í kringum okkur. Kveðja, Laura Valentino p.s. Það er ánægjulegt að sjá fleiri lesendabréf í VERU; ágreiningur leiðir oft til góðs. þýð. V.S.V. 19

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.