Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 3

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 3
V E R A O K T Ó B E R HVAR ERUÐ ÞIÐ JAFNÖLDRUR MINAR? A ('« .. Hvað hefur orðið um allar þær konur sem nú eru um þrítugt? Hvar sem maður lítur í kringum sig í þjóðfélaginu sér maður eldri konur og yngri konur. En eini staðurinn þar sem maður rekst á fyrrnefndan aldurshóp kvenna er þegar þær kaupa í matinn í stórmörkuðum. Því það er undantekning ef konur á þessum aldri eru virkar í félags- og stjórnmálasamtökum eða öðru en lýtur að vinnu og heimilislífi. Margar þessara kvenna eru í hlutastarii eða húsmæður og líf þeirra snýst um heim- ilið, börnin og eiginmanninn. Og allt þar íýrir utan er eitthvað sem þær hafa ekki áhuga á þessa stundina. Þær gefa sér ekki tíma til að kynna sér baráttumál eða launamál kvenna. Þær gefa sér e.t.v. tíma til að fara í saumaklúbb og matarboð, en eru þá fullar af samviskubiti yfir að þurfa að yfirgefa heimilið. Og það skrítna er, að þegar þessar konur hittast í saumaklúbbum, þá er umræðuefnið oftast börnin, slúðrið og heimilið, jafnvel þó að þessar sömu konur séu ósáttar við stöðu kvenna og laun og hafi verið fullar af baráttuanda nokkrum árum áður. Á vinnustað eru þessar konur yíirleitt lítt áberandi og hafa sig ekki í frammi varðandi launabaráttu eða vinnu innan stéttar- félagsins. Einnig velja þær oft þannig vinnu að sem minnst ábyrgð hvíli á þeim, þær þurfa jú að sinna heimilinu svo ekki sé talað um ef börnin veikjast. Það hlýtur að vera eitthvað að þessu þjóðfélagi sem fær ungu konurnar til að missa áhugann og einangra sig í þvi að hugsa nær eingöngu um heimili og börn. Auðvitað veit ég að betur mætti standa að dagvistun og að börn þurfa öryggi og tíma heimavið. En hvar eru eiginmenn þessara kvenna? Þeir eru oftast á kafi í að byggja upp frama sinn á vinnustað og pota sér áfram. Þeir hafa nefnilega fyrir íjölskyldu að sjá! Það sem við þurfum fýrst og fremst að berjast íýrir eru laun kvenna, það að konur og karlar fái sömu laun og sömu tækifæri á vinnustað, og einnig að útmá hugtökin „kvennastarf* og „karlastarí". Hvort sem þú ert kennari, fóstra, verslunarmaður, viðkiptafræðingur, bakari eða annað, þá þarft þú að geta lifað af þínum launum án þess að vinna allan sólarhringinn. Það að kona fái mannsæmandi laun mundi létta einangrun þeirra kvenna, sem eru fastar innan veggja heimilisins og sjá enga leið út. Og gera eiginmennina virkari innan heimilisins. En til þess að það geti orðið þurfum við konurnar að sýna áhuga, rífa okkur upp og berjast fyrir jafnrétti launa. Birna Björnsdóttir þessu sinni er viðfangsefni okkar „skapandi konur". Ekki eru allir á eitt sáttir um hvað það er að vera skapandi. Flest horfum við til hinna hefð- bundnu listgreina þar að lútandi. Aðrir halda þvi fram að sköpun sé fyrst og fremst spurning um hugarfar og þær konur skapandi sem móta líf sitt og örlög sjálfar. Einn umdeildasti félagsvisinda- maður Vesturlanda í seinni tíð, Claude Léví- Strauss, heldur því fram að kynjamun megi m.a. rekja til þess að konur skapi af „sjálfu sér“ á „náttúrulegan hátt“ með þvi að ganga með og ala af sér börn. Karlar þurfa aftur á móti að finna sköpunarþörf sinni annan farveg og þ.a.l. eru þeir allsráðandi á hinum opinberu sviðum mannfífsins, þar með talið í menningu og listum. Þótt mörgum þyki skilgreining Lévi-Strauss hæpin, er augljóst að í sögulegu samhengi vegur framlag karla til listsköpunar mun þyngra en kvenna. Karlar hafa einnig lengst af skilgreint list, en það sem konur hafa fengist við á þeim vettvangi, eins og t.d. prjón eða útsaumur hefur fallið utan þess ramma. Margt bendir til þess að þetta haíi verið að breytast á undanförnum áratugum. Konur hafa sannarlega orðið meira áberandi í listalífinu og eflaust á kvenfrelsisbaráttan sinn þátt í þeirri þróun. í kjölfar hennar hafa m.a. verið tekin upp hugtök eins og kvenlægt og karllægt sjónarhorn til þess að skýra tengsl listamannsins/konunar við viðfangsefni sitt, þó seint verði allir á eitt sáttir um hversu miklu kynferði listamannsins ræður um útkomuna. Þegar konur fara að fást við og túlka verk sem hingað til hafa verið nær einungis túlkuð af körlum verður útkoman oft frumleg og spennandi. Dæmi um þetta er uppsetning Þórhildar Þorleifsdóttur á Pétri Gaut í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn vetur. Mörgum varð tíðrætt um óvenjulega uppsetningu verksins, en eins og Þórhildur segir sjálf í Veruviðtali er sjónarhorn hennar sem leikstjóra óhjákvæmilega feminískt því það hljóti að markast af lífssýn hennar og skoðunum eins og hjá öllum öðrum lista- mönnum. DHK í ÞESSARI VERU: FJALLKONAN OG ÍSL. ÞJÓÐERNISVITUND 4 Viðtal við Ingu Dóru Björnsdóttur, mannfr. SKAPANDI KONUR 9 NJÓHU MATARÞÍNS 24 KONUR OG SPARNAÐUR 27 NÝJAR ÞINGKONUR 30 HAGSTÆRÐIR OG ÞJÓÐARHEILL 32 ... og ýmislegt fleira 3

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.