Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 32

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 32
ÞINGMÁL OG ÞJÓÐARHEILL Ég þakka VERU fyrir umfjöllun hennar um umhverfismál í april- blaðinu í vor. Mér þótti einnig áhugaverð umfjöllun Guðrúnar Ólafsdóttur um bók Marilyn Warn- ing um nýja hagfræði frá sjónar- hóli kvenna sem birtist í júní-Veru. Mig langar þvi til að segja les- endum Veru frá tillögu Kvenna- listans sem var samþykkt á Alþingi vorið 1990 og tengist nýum við- horfum í umhverfismálum. Ályk- tunin hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að láta kanna aðferðir við útreikning þjóðhagsstærða þar sem tekið er tillit til áhrifa fram- leiðslustarfsemi á umhveríi og náttúrulegar auðlindir. í þessu skyni verði komið skipulagi á hagskýrslugerð um umhverfismál og nýtingu auðlinda og fylgst með því sem er að gerast erlendis á þessu sviði." Hagfræðimælingar, sem víðast hvar er beitt til að leggja mat á efnahagsþróun, eru alls ófullnægj- andi þar eð þær taka aðallega mið af skammtímasjónarmiðum en sniðganga nýja sýn til umhverfis- mála. I þeim aðferðum, sem mest er byggt á við ákvarðanir í efna- hagsmálum hér á landi sem ann- ars staðar, er ekki tekið tillit til þeirra hættumerkja sem hrannast upp vegna spillingar á umhverfi og eyðingar náttúrulegra auðlinda. Árið 1989 gaf Efnahagssam- vinnu- og þróunarstofnunin OECD út rit sem fjallar um umhverfl og efnahagsmál og hvernig hugsan- lega megi leggja efnahagslegt mat á ýmsa þætti umhverfismála sem hingað til hafa oftast verið hafðir útundan við útreikninga ýmissa stærða sem notaðar eru til að leggja mat á hagkvæmni og arðsemi. í bæklingnum er m.a. fjallað um hugtak sem nefna mætti heildarhaggildi (á ensku „total economic value''). Þetta hugtak gegnir lykilhlutverki þegar reynt er að meta gildi náttúrulegs umhverfis og manngerðs umhverfis þar sem það tekur líka mið af verðmæt- um sem skapast með um- hverfisvernd og umhverfis- rækt. Kjarni hugmyndarinnar er að til séu tvenns konar verðmæti: notagildi hluta og „eigingildi" þeirra. Hingað til hefur nær eingöngu verið lögð áhersla á fyrra atriðið sem snýst um þau not sem hægt er að hafa af umhverf- inu og náttúruauðlindum. Hins vegar nær eigingildi til mats okkar á umhverfinu, dýralífi o.s.frv. sem við höfum engin sérhæfð not af. Menn eru ekki sammála um hvað á að telja til eigingildis og hvað ekki. Erfitt getur verið að meta hvaða gagn hægt er að hafa af umhverfinu. Hægt er að njóta þess í gegnum bækur, kvikmyndir, fyrirlestra eða aðra óbeina notkun. Þessi óbeina notkun getur verið þó nokkuð mikilvæg og virðist greinílegt að verðmætin sem um er að ræða hafi gildi vegna þessarar óbeinu notkunar. Mjög margir meta mikils ákveðin verðmæti í umhverfi sínu - sérstaklega villt dýralíf og náttúrulegt umhverfi undar í hættu „henni í hag". Ýmsir fleiri þættir koma inn í slíkt mat og vil ég nefna einn þátt enn en það er löngunin til að meta umhverfisverð- mæti til rannsókna í fram- tíðinni. Þetta á við þar sem um óendurnýjanleg náttúru- verðmæti er að ræða og mat manna er að hætta þurfi við eða fresta ákvörðun um eyðileggingu verðmæta þar til fengnar eru frekari upplýs- ingar með rannsóknum. Til að hægt sé að taka umhverfisþætti inn í þjóð- hagsstærðir þurfa hagfræð- ingar m.a. að meta neikvæð áhrif mengunar og afleiðingar ofnýtingar og mengunar- óhappa. Ávinningur af um- hverfisvernd sést ekki í skyndilegri aukningu hag- vaxtar, heldur fremur í lífsgæðum. Hávaði, loftmeng- un, vatnsmengun og önnur mengun kemur e.t.v. ekki fram í hagtölum vegna þess að rétturinn til að hafa frið og kyrrð, hreint loft og hreinl vatn er illa eða ekki skil- greindur sem peningaleg verðmæti og vegna þess að engin peninga- tilfærsla á sér stað milli þess sem mengar og þess sem verður fyrir barðinu á mengun. Ávinningurinn af umhverfis- málum er þvi ekki eins áþreifan- legur og beinn peningalegur ávinn- ingur. Vaxandi áhugi er á að breyta þessu. í raun og veru er umhverfið í hugum flestra mikils virði. Eitt af verkefnum í stefnumótun í um- hverfismálum er að skrá og meta hvers virði umhverfið er og hvernig þess, jafnvel þótt þeir búist sjálfir aldrei við að beija þau augum. Menn geta jafnvel óskað þess að geyma þessi verðmæti handa ókomnum kynslóðum. En það er ekki bara mann- kynið sem augu manna beinast að. Við höfum líka skyldur gagnvart öðrum lifandi verum vegna þess hve varnarlausar þær hafa orðið gagnvart ásælni mannskepnunar. Slík ábyrgðartilfinning er þáttur í varðveislu náttúrulegs umhverfis sem margir eru sem betur fer tilbúnir til að borga fyrir. Þar er í raun verið að meta gildi dýrateg- 32

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.